Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2021, Qupperneq 39

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2021, Qupperneq 39
39LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - JÚLÍ 2021 á lyfjameðferð með töflum. Hvort þær séu þá GDMA1 eða 2. Önnur ljósmóðir ræddi hvernig hún hefði þurft að marglesa leiðbeiningarnar til þess að reyna að komast til botns í þessu þar sem mest megnis væri talað um insúlínháða sykursýki sem GDMA2. Sumar nefndu að þær hefðu viljað útskýringar á því af hverju ákveðnir hópar væru ekki skimaðir svo sem konur með fjölblöðrueggjastokka og konur með sykur í þvagi: ég gómaði bara ansi margar á því að hafa sykur í þvaginu, þú veist, sem að í rauninni voru eðlilegar, eðlilegar miðað við klínísku leiðbeiningarnar þannig að mér fannst svona klínísku leiðbeiningarnar bæði betri og verri. Einnig fannst þeim vanta inn í leiðbeiningarnar atriði svo sem meðhöndlun nýbura eftir fæðingu þar sem þær hefðu ekki aðgang að verklagsreglum LSH: þessar leiðbeiningar varðandi börnin hefðu alveg mátt vera með og skýrt alla veganna hvernig eftirlit þau eru að fá. Margar ljósmæðranna höfðu áhyggjur af því hvernig ætti að skipuleggja eftirlit eftir fæðingu hjá konum með meðgöngusykursýki: Mér finnst bara ekki skýrar leiðbeiningar um hvernig eftirliti á að vera háttað af því að þú veist það eru 50% kvenna sem að eru að koma sér upp sykursýki innan 10 ára eftir að hafa fengið meðgöngusykursýki. Hversu oft eiga þær að koma í eftirlit og hvernig á ráðgjöfin að vera til þeirra á eftir? Í hvaða farveg á þá að setja það ef kona er ekki með alveg eðlileg gildi? Það eina sem er skýrt er allt sem er á meðgöngunni en framhaldið er svolítið í lausu lofti. Við erum samt ljósmæður: reynsla ljósmæðra á að samræma ljósmæðrahjartað og gagnreynd vinnubrögð Loka undirþemað sem birtist í samtölum við ljósmæðurnar var áherslan sem þær lögðu á að þó það væri mikilvægt að vinna út frá gagnreyndri þekkingu væri meira en leiðbeiningar, verklag og skipurit sem þyrfti að hafa í huga og að sem ljósmæður þyrftu þær alltaf að vera sveigjanlegar: Ef við ætlum að vera fagfólk, ef við ætlum að vera faghópur og láta taka mark á okkur þá náttúrulega þurfum við að fara eftir leiðbeiningum. Það er bara þannig, en við erum samt ljósmæður þannig að við þurfum líka að vera sveigjanlegar. Þessa áherslu á sveigjanleika mátti heyra frá flestum ljósmæðranna, ég reyni svolítið mikið að klæðskera allt gagnvart einstaklingunum sem ég er að sinna. Hluti ljósmæðranna tók dæmi um hvernig þær hefðu farið út fyrir leiðbeiningarnar til að koma til móts við konur. Nokkrar ljósmæðranna tóku sem dæmi um þetta að hafa boðið konum sem voru ósáttar með greiningu á fastandi blóðsykri upp á sykurþolspróf þar sem konurnar jafnvel hafi staðist það: Þannig að ég hugsaði með mér, ef við hefðum hengt þetta á hana þarna af því að fastandi sykur var í eina mælingu svona hár þá hefði hún verið komin með alvarlega greiningu, án þess að í rauninni hafa þetta. Ljósmæður sem unnu við fæðingarþjónustu þurftu að huga að mörgu: Auðvitað fer maður eftir leiðbeiningunum en svo fer maður líka bara eftir tilfinningu sinni eða bara öðrum áhættuþáttum, þannig að ég hef ekki á tilfinningunni að ég sé að velja rangt þessar konur. Ég er ekki að lenda í vandræðum með sykursýkiskonurnar. Þrýstingur á að fara eftir leiðbeiningum virtist almennt ekki hrjá ljósmæðurnar en, eins og ein orðaði það: Ég fæ stundum tilfinningu eins og aðrar ljósmæður. Finnist eins og ég vinni ekki vinnuna mína vegna þess að það tikkaði ekki í eitthvað box sem var samkvæmt einhverju verklagi. Ég veit samt að það grefur ekki undan ljósmæðrahjarta mínu en mér finnst leiðinlegt ef einhver er að hugsa, ok, hún er ekki að vinna vinnuna sína. Önnur ljósmóðir benti á að um leiðbeiningar en ekki reglur væri að ræða: einhversstaðar las ég nú að klínískar leiðbeiningar væru nú ekkert eitthvað verklag sem væri skylda að vinna eftir heldur ætti að hafa til hliðsjónar og væru viðurkennd, gagnreynd vinnubrögð. Það að vera tilbúin að horfa alltaf á heildina, konuna, aðstæður hennar, úrræði á staðnum og hvernig best sé hægt að sinna henni er kannski það sem einkennir ljósmæður og landsbyggðarljósmæður mest. UMRÆÐUR UM NIÐURSTÖÐUR Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að reynsla landsbyggðarljósmæðra af því að styðjast við klínískar leiðbeiningarnar um meðgöngusykursýki var tvíbent. Annars vegar voru þær ánægðar með að hafa samhæfðar leiðbeiningar til að fara eftir. Það er í samræmi við niðurstöður Shee o.fl. (2019). Ljósmæðrunum fannst það aukið öryggi að skimað sé eftir meðgöngusykursýki svo konurnar greinist fyrr. Hins vegar upplifðu þær mikla aukningu á meðgöngusykursýki svo sem niðurstöður rannsókna Margrétar Helgu Ívarsdóttur (2015) og Jóhannes Davíðs Purkhús (2019) styður. Þær veltu upp möguleikanum á því að það sem verið væri að greina væri ekki endilega meðgöngusykursýki og bentu á að það hefði valdið mikilli aukningu í álagi á þær sjálfar sem ljósmæður og skjólstæðinga þeirra. Þetta aukna álag má segja að hafi verið óætluð afleiðing leiðbeininganna en Hunter og Segrott (2010) benda einmitt á mikilvægi þess að meta allar afleiðingar verklags, ætlaðar og óætlaðar. Skortur á næringarfræðingum var áberandi í tali ljósmæðranna og fæstar sendu þær skjólstæðinga sína til næringarfræðinga, þótt leiðbeiningarnar geri ráð fyrir að allar konur með meðgöngusykursýki hitti næringarráðgjafa minnst einu sinni yfir meðgönguna, helst sem fyrst eftir greiningu (Hildur Harðardóttir o.fl., 2012). Þrátt fyrir að ljósmæðurnar legðu mikla áherslu á að þeim fyndist leiðbeiningarnar alveg skýrar nefndu þær flestar einhver vafaatriði sem þær hefðu viljað fá betri leiðbeiningar um og margar höfðu sniðið verklagið að þörfum kvennanna og aðstæðunum sem þær unnu við. Einnig fannst þeim verkferlið læknamiðað. Það að ljósmæðurnar fengu ekki neina kynningu á leiðbeiningunum stangast á við leiðbeiningar stýrihóps landlæknis um gerð klínískra leiðbeininga þar sem sérstaklega er tiltekin nauðsyn þess að hafa ítarlega kynningu á leiðbeiningum fyrir væntanlega notendur (Sigurður Helgason, 2014). Þegar á allt er litið eru áhrif leiðbeininga sem byggja á gagnreyndum rannsóknum miklar og því spurning, hver er það sem gerir þær, fyrir hvern, í hvaða tilgangi og hvernig ætlum við að meta að tilganginum sé náð? Í núverandi Klínískum leiðbeiningum um skimun, greiningu og meðferð sykursýki á meðgöngu (Hildur Harðardóttir o.fl., 2012) stendur að næsta endurskoðun sé áætluð í síðasta lagi þremur árum síðar eða í febrúar 2015. Nú, við gerð þessarar rannsóknar árið 2020, hafa nýjar leiðbeiningar enn ekki verið birtar og því tími fyrir ljósmæður til að koma reynslu sinni og sjónarmiðum að, þannig að raddir og rannsóknir ljósmæðra geti orðið hluti af nýjum leiðbeiningum. Í viðtölunum kom helst á óvart að ljósmæðurnar voru aðallega ánægðar með leiðbeiningarnar út frá áhrifum þeirra á lífstíl kvennanna, ekki að verið væri að greina konur sem ættu að vera í áhættumeðgöngum. Einnig komu sterk tengsl ljósmæðranna við fagfólk í áhættumeðgönguvernd LSH og SAk nokkuð á óvart, en erlendar rannsóknir hafa frekar bent til að landsbyggðarljósmæðrum þyki ljósmæður á hærra þjónustustigi meta hæfni þeirra lítils (Harris o.fl., 2011). Þetta verður þess athyglisverðara í ljósi þess hve þær lýstu litlu samstarfi við sína samstarfslækna um meðgöngusykursýki, en erlendar rannsóknir hafa frekar bent til að landsbyggðarljósmæður hafi sterk tengsl við samstarfsfólk sitt (Gilkison o.fl., 2018). Hvað veldur þessum mun er erfitt að segja en nokkuð hefur verið rætt um ónóga mönnun heilsugæslulækna á Íslandi og fækkun fastráðinna heimilislækna á landsbyggðinni (Svandís Svavarsdóttir, 2018) sem getur dregið úr teymisvinnu ljósmæðra og heimilislækna. Einnig má benda á að hér á landi eru sterk tengsl milli ljósmæðra og fæðingarlækna þar sem flestir þekkjast enda mjög fámennar stéttir sem vinna náið saman. Takmarkanir rannsóknar Rannsóknin er byggð á fjórtán viðtölum við sjö landsbyggðarljósmæður með mikla starfsreynslu. Varast ber að alhæfa um reynslu landsbyggðarljósmæðra út frá þeim. Þó að áhersla sé hér lögð á það sem einkennir reynslu landsbyggðarljósmæðra hefur reynsla ljósmæðra sem búa nær áhættumeðgönguvernd ekki verið rannsökuð og því ekki hægt að fullyrða hvaða hluti hennar er sérstakur. Einnig gæti það hafa haft áhrif að sum viðtalanna voru tekin augliti til auglitis en önnur sem skype-viðtöl.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.