Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2021, Qupperneq 44

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2021, Qupperneq 44
44 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - JÚLÍ 2021 MISMUNANDI ÁHRIF MÍSÓPROSTÓLS EFTIR LYFJALEIÐ Ingibjörg Steinunn Sigurbjörns- dóttir, nemandi í lyfjafræði Guðný Björk Proppé, nemandi í lyfjafræði Unnur Ýr Haraldsdóttir, nemandi í lyfjafræði Meðhöfundar: Dr. Helga Helgadóttir og Dr. Sveinbjörn Gizurarson, lyfjafræðideild Háskóla Íslands INNGANGUR Framköllun fæðingar er ferli þar sem þroskun á leghálsi er flýtt og örvun á samdráttum í legi er framkölluð. Fara þarf varlega þegar gripið er inn í náttúrulegt fæðingarferli og mikilvægt að meta og tryggja öryggi móður og barns [1]. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gefur þau tilmæli að framköllun fæðingar ætti aðeins að fara fram þegar skýr læknisfræði- leg ábending sé fyrir því og ávinningur meðferðar vegi meira en hugs- anleg áhætta. Mælt er með framköllun fæðingar eftir 41 viku meðgöngu (> 40v + 7d) eða fyrir konur sem gengnar eru fulla meðgöngu og missa legvatnið án þess að fæðing sé hafin [2]. Á síðustu árum hefur framkölluðum fæðingum fjölgað til muna á Íslandi. Frá árunum 2004-2016 fjölgaði þeim um 17,4% á Landspítal- anum og árið 2018 voru 28,1% fæðinga framkallaðar [3]. Samkvæmt WHO er tíðni framkallaðra fæðinga í heiminum á bilinu 4.4 - 20% [2]. Því er mikilvægt að til séu öruggar aðferðir til þess að grípa inn í hið náttúrulega fæðingarferli. Í þessari grein sem unnin af nemendum í BS námi lyfjafræði í námskeiði um klíníska aðgengisfræði, verður fjallað um tvö lyf sem bæði innihalda mísóprostól (PGE1 prostaglandín) og eru notuð til að setja af stað fæðingu, en eru með miskröftug áhrif. Þegar virkni náttúrulegra efna eru skoðuð, er heillandi að sjá hve víðtæk verkunin er. Mísóprostól er engin undantekning, það hefur mörg hlutverk í líkamanum, en sú verkun sem sóst er eftir er áhrif þess á þroskun leghálsins og örvun á samdrætti legsins [4], m.a. með því að örva virkni ensíms sem kallast metalló- próteinasi-1 og er staðsett í trefjakímfrumum í leghálsi [5]. TVÖ MISMUNANDI LYFJAFORM Nokkur lyfjaform eru í boði sem innihalda mísóprostól, ýmist eru þau ætluð til inntöku, undir tungu, í leggöng eða í endaþarm. Flestar rann- sóknir hafa sýnt fram á að sé lyfið sett í leggöng, þá örvi það verulega þroskun leghálsins og sé best til þess fallið að koma af stað fæðingu innan 24 klukkustunda [1, 6-9]. Einnig hefur verið sýnt fram á að konur þurfi minna magn oxýtósíns hafi þær áður fengið mísóprostól í leggöngin [6]. Sé lyfið tekið inn um munn, frásogast það fljótt en skilst einnig hratt út. Gera má ráð fyrir að áhrifin á legið megi sjá eftir u.þ.b. 10 mínútur [10] sem er marktækt styttri en ef það hefði verið sett í leggöng. Við inntöku er minni hætta á oförvun á legi og dregur þannig úr líkum á breytingum á hjartsláttartíðni fósturs [4]. Mynd 1 sýnir samanburð á blóðstyrk og lyfja- hvarfafræði mísóprostóls eftir mismunandi leiðum. Þar kemur greinilega fram að frásog út í blóðið er hægt eftir að lyfið er gefið í leggöng, en það virkar lengur. Virkni lyfsins er hins vegar staðbundin og verkar m.a. beint á leghálsinn., nokkuð sem ekki næst þegar það er tekið inn í töfluformi. Gera má ráð fyrir að áhrifin hefjist eftir u.þ.b. 1-2 klst og eru í hámarki eftir um 4 klst. Áhrifin á leghálsinn leiðir síðan til beinna áhrifa á legið [7] og þessi virkni er marktækt meiri en ef lyfið hefði verið tekið inn um munn [10]. Þrátt fyrir góða virkni á framköllun fæðinga getur legstíllinn sett af stað oförvun á leginu sem síðan leiðir til aukins álags á fóstrið Mynd 1. Meðal blóðstyrkur mísópróstóls eftir mismunandi lyfjaformum [7] F R Æ Ð S L U G R E I N

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.