Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2021, Síða 45

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2021, Síða 45
45LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - JÚLÍ 2021 m.a. með auknum hjartslætti [1]. Einnig þarf að hafa í huga blæðingar, legvatnsleka og seytingu frá leggöngum, en allt þetta getur haft áhrif á virkni og frásog mísóprostóls frá leggöngum. Því má segja að það sé meiri munur á frásogi og virkni legstíla (skeiðastíla) en t.d. taflanna [11]. Sé mísóprostól gefið inn um endaþarm fæst sambærilegur blóðstyrkur og með legstílum [7]. Hins vegar fæst ekki staðbundin verkun á legháls- inn og síðan legið. Sé mísóprostól sett undir tungu fæst mjög hratt frásog og mikil blóðþéttni, sem er líkleg til að valda ýmsum hliðarverkunum. Þessi lyfjaleið er hins vegar kjörin ef konu blæðir mikið eftir barnsburð (e. postpartum haemorrhage). Þá er mikilvægt að ná fram hröðu og miklu frásogi með kröftugri verkun á legið sjálft. Mynd 2 sýnir þennan mun á virkni í legi eftir lyfjaleiðum. Þegar lyfjagjöf er valin þarf að hafa marga þætti í huga. Mikilvægt er að upplýsa konuna um kosti og galla þeirra úrræða sem eru í boði. Rann- sóknir hafa sýnt að konur eru almennt ánægðari með og myndu frekar kjósa mísóprostól til inntöku, en að fá það í leggöngin [11-12]. Það er ákveðinn kostur að kona geti tekið lyfið inn sjálf. Einnig geta félagslegar og trúarlegar ástæður legið að baki því að kona kjósi lyfjagjöf um munn fremur en lyfjagjöf í gegnum leggöng [12]. Ekki er mælt með að nota mísóprostól til að framkalla fæðingu hjá konum með ör á legi, t.d. eftir keisaraskurð. Vísbendingar eru um að hætta sé á legbresti (e. uterine rupture), jafnvel við lága skammta af lyfinu [13]. Einnig hefur komið fram fylgni milli mísóprostóls, þegar það er gefið í töfluformi og hærri tíðni af grænlituðu legvatni, þó án frekari fylgikvilla fyrir nýburann [12]. Einnig hafa sumar rannsóknir bent á að tíðni keisaraskurða sé hærri þegar lyfið er gefið um munn [8]. SAMANTEKT Mísópróstól sem prostaglandín er áhrifaríkt lyf til að setja af stað fæðingu. Tvær lyfjaleiðir eru í boði á Íslandi, inntaka í töfluformi eða stílar sem settir eru í leggöng, sem báðar eru áhrifaríkar. Á fæðingarvakt Landspítalans er lyfið í boði til að taka um munn. Rannsóknum ber þó saman um að legstíllinn gefi betri verkun, á margan hátt, sem er kostur fyrir móðurina. Hafa þarf í huga að þættir eins og leki legvatns getur valdið því að minna lyf kemst á verkunarstað og getur þar með haft áhrif á virkni lyfsins. Töfluformið er auðveldara í notkun og margar konur kjósa það frekar, þá eru einnig minni líkur á neikvæðum áhrifum á fóstrið með töfluforminu, t.d. með tilliti til aukinnar hjartsláttartíðni. HEIMILDIR 1. Chen W, Xue J, Peprah MK, et al. A systematic review and network meta-analysis comparing the use of Foley catheters, misoprostol, and dinoprostone for cervical ripen- ing in the induction of labour. BJOG An Int J Obstet Gynaecol. 123,346-354, 2016 2. World Health Organization. Recommendations: Induction of Labour at or beyond Term.; 2018. 3. Ólafsdóttir ÁH, Kristófersson DM, Karlsdóttir SI. Áhrif framköllunar fæðingar eftir 41. viku meðgöngu á fæðingarmáta og útkomu fæðinga. Læknablaðið. 105(3): 115-123, 2019 4. Sérlyfjaskrá. Samantekt á eiginleikum misoprostols. Netútgáfa 2020:1-8. 5. Abdelhakim AM, Gadallah A-H, Abbas AM. Efficacy and safety of oral vs vaginal misoprostol for cervical priming before hysteroscopy: A systematic review and meta- -analysis. Eur J Obstet Gynecol Reprod Biol. 243, 111-119, 2019 6. Fisher SA, Mackenzie VP, Davies GAL. Oral versus vaginal misoprostol for induct- ion of labor: A double-blind randomized controlled trial. Am J Obstet Gynecol. 185, 906-910, 2001 7. Allen R, Brien BMO. Uses of Misoprotol in Obsetrics and Gynecology. Dep Obstet Y Ginecol , Esc Med Warren. 2, 159-168, 2009 8. Handal-Orefice RC, Friedman AM, Chouinard SM, et al. Oral or Vaginal Misoprostol for Labor Induction and Cesarean Delivery Risk. Obstet Gynecol. 2019;134, 10-16, 2019 9. Jahromi BN, Poorgholam F, Yousefi G, Salarian L. Sublingual versus vaginal misoprostol for the induction of labor at term: A randomized, triple-blind, placebo- -controlled clinical trial. Iran J Med Sci. 41, 79-85, 2016 10. Aronsson A, Bygdeman M, Gemzell-Danielsson K. Effects of misoprostol on uterine contractility following different routes of administration. Hum Reprod. 19, 81-84, 2004 11. Radoff KA. Orally Administered Misoprostol for Induction of Labor with Prelabor Rupture of Membranes at Term. J Midwifery Womens Health. 59, 254-263, 2014 12. Hauwa, U., Shittu, O., Audu, B., & Umar, H.-S. A randomized comparison of patient satisfaction with oral and vaginal misoprostol for induction of labor at term. Archives of international surgery. 8, 63, 2018 13. Alfirevic Z, Aflaifel N, Weeks A. Oral misoprostol for induction of labour. Cochrane Database Syst Rev. 6, 286-286 2014 Mynd 2. Virkni í legi var mæld í Montevideo einingum (MU), eftir mísóprostól gjöf. Meðferðarhóparnir voru sem hér segir: leggöng (0,4 mg), til inntöku (0,4 mg) og undir tungu (0,4 mg) [10]

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.