Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Page 2
Efnis-
Grunsamlega mikill áhugi Dana og Spánverja og
– sjómenn fá ekki allir að kjósa um Icesave III.
Árni forseti í athyglisverðum leiðara.
Kallaði mig súrheyskarlinn. Alfreð Jónsson á vertíð
á Tálknafirði 1960.
Hitler hvílir þungt á ritstjóra vorum um þessar mundir.
Rifjað er upp þegar Þórbergur Þórðarson var dæmd-
ur fyrir að móðga einræðisherrann og gjörvallt
nasista-Þýskaland.
Er það nú! Alþýðumaðurinn lýsir ritsnilld Kiljans
og Þórbergs.
Af soðningar-prömmum, QRU og stýrimanninum sem
fékk sér nýjar tennur. Ólafur Grímur heldur áfram að
ræða við þá bræður Benedikt og Hauk Brynjólfssyni
togarasjómenn. Margt ber á góma.
Hafnfirðingar drekka mikið te – eða hvað?
Ljósmyndakeppnin 2010. Sjómenn á Norðurlöndum
bera saman myndir sínar. Hilmar Snorrason kynnir
úrslit.
Ævintýraferð til Grænlands. Vilborg Arna Gissurar-
dóttir sigldi þangað á skonnortunni Hildi frá Norður-
siglingu á Húsavík.
Ragnar Franzson snýr á tvo heiðursmenn.
15 ára á vetrarvertíð í Grindavík: Árni Björn Árnason
tekur Erhard Joensen tali.
Fiskleysisguðinn. Ólafur Helgi Ólafsson veltir fyrir sér
hvort síðasti þorskurinn við Ísland gæti ef til vill dáið
úr prentvillu.
Raddir af sjónum – og harða landinu.
Vesturfaraskipið Norge ferst. Bernharð Haraldsson
segir frá mannskæðasta sjóslysi Atlantshafssiglinga
þess tíma.
Lengi lifir í gömlum glæðum – er þetta klám
eða hvað?
Lloyds var kaffihúsakarl. Þetta upplýsir Helgi Laxdal
í fróðlegri grein um upphaf Lloyd´s tryggingarisans.
Hann segir líka frá Lloyd´s á Íslandi.
Guðrún B. Jónsdóttir og Þórður Vilhjálmsson
sjá um Páskagetraunina.
Hilmar Snorrason lofar okkur, sem siglum um netið,
góðum tómstundum um páskana.
Sleppa löxum með bros á vör en drepa silunga
miskunnarlaust. Er þetta sjálfsagt, spyr Ragnar Hólm
Ragnarsson í athyglisverðum pistli sínum um hugarfar
stangveiðimannsins.
Siglingastofnun og afreksviðurkenning IMO.
Hilmar Snorrason færir okkur fréttir utan úr heimi.
Munið að panta orlofsíbúð, þó ekki með því að
skemma okkar ágæta blað.
Sjómenn og aðrir lesendur Víkings.
Sendið okkur línu um efni blaðsins, gagn-
rýni eða hrós, tillögur um efnisþætti og
hugmyndir um viðtöl við áhugaverða sjó-
menn, jafnt farmenn sem hina er draga fisk
úr sjó. Hjálpið okkur að halda úti þætt-
inum: Raddir af sjónum.
Netjið á jonhjalta@simnet.is
Forsíðumyndin er að þessu sinni verð-
launamynd brytans Jörgen Språng í Ljós-
myndakeppninni sjómanna á Norður-
löndum.
2
4
8
8
10
16
18
28
32
22
34
Útgefandi: Völuspá, útgáfa,
í samvinnu við Farmanna- og fiskimannasamband Íslands.
Afgreiðsla og áskrift: 862 6515 / netfang: jonhjalta@simnet.is
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Hjaltason, sími 862 6515,
netfang: jonhjalta@simnet.is Byggðavegi 101b, 600 Akureyri.
Auglýsingastjóri: Katrín Laufey Rúnarsdóttir, sími 856 4250 / netfang: katalaufey@gmail.com
Ritnefnd: Árni Bjarnason, Hilmar Snorrason og Jón Hjaltason.
Forseti FFSÍ: Árni Bjarnason.
Prófarkalestur: Kristin Arna Jónsdóttir
Prentvinnsla: Ásprent.
Aðildarfélög FFSÍ: Félag skipstjórnarmanna, Félag íslenskra loftskeytamanna, Félag bryta,
Skipstjóra- og stýrimannafélögin Verðandi, Vestmannaeyjum og Vísir, Suðurnesjum.
Sjómannablaðið Víkingur kemur út fjórum sinnum á ári og er dreift til allra
félagsmanna FFSÍ.
ISSN 1021-7231
25
35
38
44
39
45
43
48
50
Staðan þrátt fyrir allt
Fyrir skömmu sat ég fund stjórnar fiskimannadeildar ITF International Trans-
port Workers‘ Federation sem útleggst á íslensku í því stutta og meðfærilega
heiti: Alþjóða- flutningaverkamannasambandið. Á þessum fundum er ætlast til
að fulltrúar allra þjóða sem aðild eiga að fiskimannadeild þessara samtaka geri
grein fyrir ástandinu í sínu heimalandi bæði hvað varðar stöðu fiskimanna og
fiskveiða en ekki síður almennt um stöðu mála á öðrum sviðum. Eftir að hafa
hlýtt á fulltrúa hinna ýmsu þjóða lýsa misbágu ástandi í sínum heimalöndum þá
verð ég að viðurkenna að þrátt fyrir alla þá óáran og hremmingar sem dunið
hafa yfir okkur Íslendinga, þá er það mín skoðun að við megum prísa okkur sæl
að eiga því láni að fagna að vera Íslendingar. Allt of stór hluti sjómanna heims-
ins býr við það hlutskipti að þeirra eina umbun fyrir ómælt vinnuframlag felst
nánast alfarið í því að fá að seðja hungur sitt. Í sem stystu máli má segja að
fjöldi fiskimanna í veröldinni ef farið er alveg niður í eintrjáninga, sé upp undir
30 milljónir. Fiskimenn sem tengjast ITF og starfa í skjóli þess eru einungis
u.þ.b. 100 þúsund. Þrátt fyrir aðild að ITF býr mikill meirihluti þeirra við kjör
sem fela í sér lítið brot af íslenskum lágmarkskjörum, sem þó er staðfest að séu
langt frá því að duga til framfærslu hér á landi.
Grunsamlega mikill áhugi
Ég hóf erindi mitt á fundinum með því að benda á þá staðreynd að fáar, ef þá
nokkur þjóð í veröldinni ætti eins mikið undir fiskveiðum og við Íslendingar,
sérstaklega eftir efnahagshrunið. Síðan rifjaði ég upp framkomu Breta gagnvart
Íslendingum þar sem aldrei í sögunni hafi vestræn þjóð og um leið samherji
okkar í Nato, skilgreint aðra Evrópuþjóð sem hryðjuverkamenn með þeim
hætti sem Bretar gerðu okkur. Afleiðingarnar hefðu valdið ómældu viðbótar-
tjóni sem svo sannarlega hefði verið nóg fyrir. Þá reyndi ég að lýsa framgangi
Icesave málsins og hvar það væri statt um þessar mundir. Loks lýsti ég því yfir
að mikill meirihluti Íslendinga væri andsnúinn aðild Íslands að EB og þá sér-
staklega af ótta við að missa yfirráð yfir sjávarauðlindum okkar. Það er einmitt
af þeim sökum sem mér datt í hug að greina örlítið frá þessum fundahöldum.
Það eru m.ö.o. viðbrögð fulltrúa ákveðinna Evrópulanda við þessari yfirlýs-
ingu minni varðandi aðild að EB. Mér fannst í öllu falli mjög umhugsunarvert
hversu mikið fulltrúar t.d. Spánverja, Dana og fl. lögðu á sig til að sannfæra mig
um þá mörgu og góðu kosti sem Íslendingum stæðu til boða ef þeir vörpuðu
sér í opinn faðm Evrópubandalagsins. Þrátt fyrir góðan vilja af minni hálfu til að
túlka viðbrögð ofangreindra aðila sem einskæran velvilja í garð okkar Íslend-
inga, þá verð ég að viðurkenna að mér flaug í hug hvort eitthvað annað gæti
legið að baki þeim áberandi mikla áhuga sem fulltrúar ESB sýndu á því að fá
okkur inn. Hafi viðvörunarbjöllur hljómað í huga mér fyrir þennan fund þá
glymja þær nú af margföldum krafti.
Ótrúlegt áhugaleysi fjölmiðla á hagsmunum sjómanna
Föstudaginn 11. mars var fjölmiðlum send fréttatilkynning þar sem greint var
frá því að sjómönnum á frystitogurum gæfist ekki kostur á að nýta kosningarétt
sinn þegar kjósa skal um Icesave III. Þar sem utankjörfundaratkvæðagreiðsla
stæði þeim ekki til boða. Nokkuð ítarleg athugun leiddi í ljós að tveir sjávarút-
vegsvefir SAX og Fiskifréttir fjölluðu um þetta auk Vísis sem er sá eini af stærstu
fjölmiðlunum sem virðist telja ómaksins vert að fjalla um þetta. Rúv, Bylgjan
og Mbl. virðast ekki meta þetta fréttnæmt. Á sama tíma bar ærin Blaðka einu
hrútlambi á Bæ í Trékyllisvík og talið að hún hefði komist í náin kynni við hrút
um eða fyrir 20. október, en það er að sjálfsögðu afgerandi merkilegri frétt, svo
dæmi sé tekið. Árni Bjarnason