Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Síða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Síða 4
4 – Sjómannablaðið Víkingur Árið 1960 voru 3 bátar gerðir út frá Tálknafirði. Fyrstan skal nefna Guðmund á Sveinseyri. Hann var smíðaður í Þýskalandi 1957, úr stáli, 75 brl. 280 ha. MWM dísel vél. Eigandi var Albert Guðmundsson á Sveinseyri. Báturinn var gerður út á línu og alltaf róið í steinbítinn í Látraröstina ef veður leyfði, annars suður í Breiðafjörð þar sem veiddist ýsa og þorskur. Næst var mótorbáturinn Sæfari BA143 smíðaður í Þýskalandi 1960 stál. 101 brl. 400 ha. MWM dísel vél. Eigandi Hraðfrystihús Tálknafjarðar H/F. Hann fórst í róðri á Barðagrunni 9. janúar 1970 með allri áhöfn, 6 mönnum. Þriðji stálbáturinn hét Tálknfirðingur og var næst elstur, smíðaður í Þýskalandi 1956, 66 brl. 280 ha. Mannheim disel vél, eigandi Hraðfrystihús Tálknafjarðar H/F. Þessi fróðleikur er tekinn upp úr Íslenskum skipum sem bókaforlagið Iðunn gaf út. Albert Guðmundsson rak starfsemina af miklum dugnaði og fyrirhyggju. Það var mikill uppgangur á Sveinseyri á þessum árum. Þar var rekið stærðar frystihús og fjöldi manns í vinnu bæði á bátunum og frystihúsinu. Ráðinn á Guðmund Árið 1960 var ég staddur í Eyjafirði, nánar tiltekið á Merkigili þar sem Her- mann bróðir minn bjó um tíma. Þá heyrði ég í útvarpinu að óskað var eftir öðrum vélstjóra á mótorbátinn Guð- mund á Sveinseyri. Þar sem ég hafði ekkert fyrir stafni ákvað ég að sækja um starfið. Síðan hringdi ég í Salomon, kaupfélagsstjóra í Haganesvík, og bað hann að mæla með mér í starfið. Svörin sem ég fékk voru þau að hann væri búinn að gefa mér bestu meðmæli. Þá hafði Albert Guðmunds- son, útgerðarstjórinn, verið búinn að tala við Salomon og fengið þær upplýsingar sem honum nægðu. Og þar með var ég ráðinn á skipið. Gamlir menn höfðu hvatt mig til að fara aftur á sjóinn til þess að sannfæra mig um að lífsreynsla mín á Norð- lendingi hefði ekki haft var- anleg áhrif á taugar mínar. Og sem betur fór reyndust taugarnar í nokkuð góðu lagi. Nú var að drífa sig heim og taka föt og annað sem ég þurfti nauðsynlega að hafa með mér. Ég tók strandflutninga- skipið Skjaldbreið vestur á Tálknafjörð, kojufélagi á skipinu var Haraldur frá Skarðsdal á Siglufirði, góður kunningi minn og gamansamur náungi sem var að fara á vetrarvertíð til Vestmannaeyja. Ýmislegt var brallað á leiðinni vestur og tíminn því fljótur að líða. Er við kom- um á Tálknafjörð skildu leiðir hjá okkur Haraldi, hann hélt áfram sinni ferð en ég fór beint um borð í mótorbátinn Guð- mund á Sveinseyri, sem ég var ráðinn á og lá þar við bryggju. Ég kom mér fyrir í koju í lúkar sem mér var vísað á. Ég þekkti ekki nokkurn mann um borð, en komst fljótt að því að fyrsti vélstjóri hét Örn Óskar Helgason og var giftur Svönu, dóttur Jóns Einarssonar sem eitt sinn var vélstjóri við Skeiðfossvirkjun. Skipstjór- inn hét Einar Þórarinsson frekar fálátur og blandaði ekki geði við áhöfnina svo ég yrði var við. En ég man ekki nafn á stýrimanni. Setjum hann í poka Fljótlega eftir að ég kom um borð var mér sagt að ég væri fjórði annar vél- stjórinn sem verið hefði um borð frá vertíðarbyrjun. Stýrimaður hefði flæmt þá burt með ýmsum brögðum. Eins ætl- aði hann að hafa það við mig. Hann var með allslags hundakúnstir við mig og ég gat ekki gert honum neitt til hæfis. Ég hugsaði með mér að skipta mér ekki af stýrimanni, þar sem ég taldi að fyrsti vél- stjóri væri minn yfirmaður enda ég ráð- inn hjá honum. Kokkurinn hét Bergur Vilhjálmsson og var náfrændi Kristínar, konu Sveins á Sléttu í Fljótum, sem voru sveitungar mínir, og hásetinn hét Gunn- björn Ólafsson. Ég náði góðu sambandi við alla undirmennina. Strax frá því ég kom um borð upplýsti ég að ég væri bóndi og fljótlega heyrði ég að stýrimaður var farinn að kalla mig súrheyskallinn. Það voru stundum tvær stelpur að þvælast um borð. Eitt sinn er ég var háttaður í koju heyrði ég þá eldri vera að segja félögum mínum að hún hefði komið alveg upp að hliðinni á mér í fyrradag og enga súrheyslykt getað fundið og skildi hreint ekki af hverju. Svona gekk þetta lengi að hann var alltaf að áreita mig. Ég vildi kynnast hinum skipsfélögum mínum áður en ég biti hann af mér, aldrei hvarflaði það að mér að fara af skipinu, eitthvað skildi ganga á áður. En svo kom tækifærið. Eitt sinn kem- ur hann með asa miklum niður í lúkar til okkar þar sem við vorum saman Lundarnir láta fara vel um sig á Látrabjargi, Látraröstin er ekki fjarri. Alfreð Jónsson Á vertíð á Tálknafirði 1960 Guðmundur á Sveinseyri.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.