Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Page 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Page 10
10 – Sjómannablaðið Víkingur Klafatrollið og þýzka trixið Benedikt: Togaramálið er enskuskotið, enda veiðiaðferðin komin frá Bretum, þeir fundu þetta upp, snillingarnir, bussumið, skverinn, gilsinn, brækjan, brakketin, normanninn, leisinn.1 Þegar trolli er kastað, fer hver maður á sinn stað. Þegar fyrst er kastað í upphafi veiðiferðar, þarf að hífa toghlerana út fyrir lunninguna. Gilsvírnum er smeygt um topprúllurnar og húkkað í normann- inn, nokkurs konar hald á hleranum. Gilsvírnum, stóra gilsinum, er brugðið um spilkoppinn og híft. Þegar út fyrir er komið, er hlerakeðjum slegið um brak- ketin og húkkað á krók í gálganum og gilsinum slakað. Hlerarnir hanga þá í keðjunni. Poki og belgur eru hífðir út, síðan er bobbingjalengjan hífð upp og ýtt út á útrólinu. Þá var gröndurum og dauðaleggjunum slakað niður, þar til 8-laga stoppnálin stoppaði á sylgjunni og rykkti í bakstroffuna á hlerunum. Þá var flathlekkurinn með togvírnum kræktur í vargakjaftinn, þar með voru hlerarnir tengdir togvírunum. Dauðaleggirnir höfðu ekkert hlutverk, nema þegar slakað var út eða híft upp, og hlerarnir voru afkræktir. Nú var hægt að hífa hler- ana upp og losa þá úr hlerakeðjunum. Síðan var hlerunum slakað út. Slakað var út 25 föðmum af togvírunum og keyrt í hring eða hálfhring til að fá trollið til að opna sig (trollið skverað). Þegar komið var á togstefnu, var byrj- að að slaka frekar, messiserakróknum kastað yfir forvírinn og tekið í blökkina, þegar hæfileg víralengd var farin út, sem jafngilti þreföldu dýpi. Messiserakrók- urinn rann eftir forvírnum aftur fyrir aft- urgálga, þar sem hann náði afturvírnum einnig, þegar híft var í messiserann. Þá voru báðir vírarnir hífðir upp í togblökk- ina og henni læst. Þá hefst togið, sem stóð mislengi, allt frá nokkrum mínútum (á Nýfundnalandi) upp í 3 til 4 klst. Þegar hætt var að toga, kallaði sá, sem var að veiða (skipstjórinn eða 1. stýri- maður) „hífopp“. Þá var slegið úr tog- blökkinni. Það var gert með úrsláttar- járni. Fyrst var splittinu kippt úr og síðan sleginn annar kjamminn úr blökk- inni, og hún opnaðist. Blökkin gat opn- ast strax, þegar splittið var tekið. Blökkin var í keðju, og slóst til og gat slegist inn fyrir, svo að standa þurfti rétt að þessu verki til þess að fá blökkina ekki á sig. Alls ekki mátti beygja sig yfir hana. Þá gat maður fengið hana í fangið. Þá var byrjað að hífa. Einhver þurfti að vera á vírastýrinu (direktífinu) og sjá til þess, að vírinn færi rétt á tromluna. Fyrst var híft, þar til að hleramerkin á vírunum sýndu, að 25 faðmar væru í hlerana. Þá var skverað til þess að fá fiskinn niður í trollið. Skipið var svo stöðvað og látið flatreka með trollið úti á kulborða, meðan verið var að klára að hífa og taka inn trollið. Þannig hélst trollið strekkt, og minni hætta var á, að það flæktist eða lenti undir skipinu. Nú voru hlerarnir hífðir í gálga, forhlerinn og afturhlerinn. Forhleramaður ásamt aðstoðarmanni tóku forhlerann, en poka- maðurinn ásamt reyndum aðstoðarmanni tóku afturhlerann. Hlerarnir (þá „aðeins“ 800 kg hver) voru teknir þannig, að Dauðaleggir og Rússinn - Rætt við Benedikt Brynjólfsson, togarasjómann - Aðrir þátttakendur: Haukur Brynjólfsson og Ólafur Grímur Björnsson – Þriðji hluti – Tveir vafningar (eða törn) á spilkoppinum. - Ljósmynd: Ásgrímur Ágústsson.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.