Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Page 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Page 24
24 – Sjómannablaðið Víkingur stærð og lögun mynda þeir stórkostleg listaverk í samspili íss og sjávar. Í eitt skiptið þegar segl voru hífð upp var ekki  fyrr búið að ganga frá síðasta reipinu en háværar drunur fylltu loftið. Áhöfn- in skimar í kringum sig full eftirvæntingar. Þarna var gríðarlega stór borgarísjaki að brotna í tvennt. Hávaðinn yfirgnæfði að- dáunarhróp áhafnarinnar sem fylgdist dolfallin með. Rétt eftir að ísinn var allur kominn í hafið byrjaði jakinn að vagga, fyrst rólega líkt og hann væri að bjóða upp í dans og svo sporðreist- ist hann og skall af fullum krafti aftur á sjónum án þess að velta alla leið. Jakinn sendi frá sér væna flóðbylgju sem full- komnaði þennan gjörning náttúrunnar. Upplifunin var engu lík og á seint eftir að líða mönnum úr minni. Meðal þess sem hópurinn tók sér fyrir hendur þessa fjóra daga sem á siglingunni stóð voru stuttar gönguferðir í landi til þess að kanna náttúruna betur. Ekki var mikill gróður á svæð- inu en jafni og eyrarrós, þjóðarblóm Grænlands, voru áberandi ásamt einstaka berjalyngi þó minna færi fyrir safaríkum berjum.    Sjósund norðan við 71. breiddargráðu Eitt kvöldið þegar veður var gott og áhöfnin uppveðruð eftir upplifanir dagsins fór sjórinn að verða freistandi kostur fyrir marga og smám saman byrjuðu menn að tína af sér spjarirnar og stukku í sjóinn. Sjósundið var hressandi og stökkva mátti af skonnortunni frá ýmsum stöðum og sumir fengu einfaldlega ekki nóg þrátt fyrir að sjórinn væri ekki beint hlýr. Mikið var ærslast og gleðin var allsráðandi. Sjósund norðan við 71 breidd- argráðu var staðreynd og skráð í afreksbækurnar.  Kvöldin einkenndust jafnan af góðum máltíðum en matseld var í höndum Hildar og Sebastians og tókst þeim einkar vel upp. Oftast var snætt uppi á dekki og var þá jafnan glatt á hjalla  enda náði hópur- inn einkar vel saman. Eftir fimm daga siglingu um Scoresby- sund var mál að kveðja þennan ævintýra- heim Grænlands og sigla heim til Íslands. Þessir dagar höfðu verið viðburðaríkir og ný ævintýri handan við hvert horn. Á heimleiðinni rákumst við á tvo búrhvali sem vöktu mikla lukku ásamt því að áhöfnin sigldi fram hjá Kolbeinsey eða því litla sem eftir er af henni. Áhöfnin var reynslunni ríkari þegar Hildur sigldi inn í Húsavíkurhöfn 10 dögum síðar og fékk hlýjar móttökur frá vinum og vandamönnum sem fá án efa að njóta þess þegar ástvinir rifja upp magn- aðar minningar úr þessari ógleymanlegu ferð.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.