Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Qupperneq 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Qupperneq 25
Sjómannablaðið Víkingur – 25 Enga vírsnörlu hér Þegar ég var 1. stýrimaður á b/v Jóni Baldvinssyni með Jóni Stefánssyni skip- stjóra, reyndi ég að breyta ýmsu og taldi til bóta. Jón skipstjóri var mikið snyrti- menni, hann gekk fast eftir því að allt væri hreint og fágað, hann lét fægja öll kýraugu og allt sem var úr messing eða kopar, þar með talda flautuna framan á skorsteinunum. Það var meira að segja sérstakur mað- ur sem sá um að halda brúarvængjunum hreinum en það var á Jóni Balla, eins og á öllum síðutogurunum, að menn migu á brúarvængina og ef ekki gaf á gaus upp mikill fnykur og varð þá að þvo þá úr klór eða sóda og smúla síðan vel með sjó. Sá sem sá um að halda brúarvængjun- um hreinum hét Bent Larsen og var danskur og því óðara kallaður „Benni bauni“. Því varð til vísan: Á brúarvænginn margur még mjög svo illa dauni það gerir karlinn það geri ég það gerir Benni bauni. Jón skipstjóri var af gamla skólanum og illa við allar breytingar. Við urðum að nota sveran róp sem snörlu en í frosti var illmögulegt að nota rópinn – það varð að fylla báða spilkoppana en samt slúðraði. Ég lét útbúa vírsnörlu sem var vafin nokkur fet inn í víinguna til þess að hún særði ekki netið en Jón bannaði okkur að nota hana. – Þið notið bara rópinn, sagði hann en þegar hann var í koju var vírsnörlan notuð. Við notum ekki letiband! Þegar við vorum í Barentshafinu sáum við á íslensku togurunum að Rússarnir voru með hanafót sem festur var á leis- inn á einfalda belgnum og þá sluppu þeir við að hala inn netið á höndum. Bæði var þetta léttara og mikið öruggara fyrir mannskapinn. Ég lét útbúa þetta hjá okkur en þegar Jón skipstjóri kom upp lét hann skera það af og sagði: – Hér notum við ekki letiband. Svo gerist það að Jón fór í frí og annar af gamla skólanum leysti hann af. Það var Kristján Kristjánsson, mikill afla- maður. Nú notaði ég tækifærið og lét slá undir bæði vírsnörlu og Rússa. Kristján var ekki alskostar sáttur við þetta en ég sagði honum: – Hann Jón vill hafa þetta svona – og þá lét Kristján kyrrt liggja. Þegar Jón kom um borð sagði hann við mig: – Ég var búinn að banna bæði vírsnörlu og letiband. – Ég veit það, sagði ég, en hann Kristján vildi hafa þetta svona, hann taldi það til mikilla bóta að nota vír- snörlu og Rússastert. Þá sagði Jón ekki orð. Þar með var sigurinn unninn. Strembinn Grænlandstúr Eiríksvogur Sumarið þegar ég varð 13 ára var ég í Öxney á Breiðafirði, hjá Jónasi Jóhanns- syni. Ég var með honum á haukalóð á innanverðum Breiðafirði þetta sumar. Svoleiðis hagar til í Öxney að ekki er hægt að komast í heimavörina nema að hálffallinn sjór sé. Til þess að komast þangað var farið í gegnum þröngt sund og í því var stríður straumur á föllum svo rétt tommaði í gegn á kraftmikilli trillu. Ef komið var að þegar ekki var fært í heimavörina var lent í vogi vestan á eyj- unni sem heitir Eiríksvogur en hann er mikið lengra frá bænum en heimavörin. Eiríksvogur ber nafn Eiríks rauða en þaðan fór hann þegar hann fann Græn- land. Nú munu sumir hugsa hvað hefir þessi frásögn að gera í sambandi við strembinn Grænlandstúr? Það kemur í ljós seinna í greininni. Ragnar Franzson Snúið á tvo heiðursmenn Þorkell Máni á Reykjavíkurhöfn. Myndirnar, sem fylgja þessari grein, eru allar teknar af Ragnari sjálfum um borð í Mánanum

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.