Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Síða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Síða 28
28 – Sjómannablaðið Víkingur Fyrir daga laga og tilskipana um verndun unglinga voru flest ungviði um miðja síðustu öld fús til vinnu á æskuárum sínum. Vafalaust hefur það þekkst að unglingum hafi verið misboð- ið með vinnu en trú mín er samt sú að þeim sé í dag meira misboðið með verndun. Iðjuleysi fram að sextán ára aldri kann ekki góðri lukku að stýra. Sterkari bein þarf til að þola iðjuleysi og hangs en hóflega vinnu. Þorskurinn vildi ferskt en ýsan úldið Hann ólst upp í Halldórsvík í Færeyjum og fór á sjóinn fjórtán ára gamall. Á skútu til Íslands þar sem sá guli var dreginn úr djúpinu með handfærum. Ekki er að sjá að Erhard Joensen hafi beðið skaða af. Fyrstu manndómsárin helgaði hann sig föðurlandi sínu en frá 26 ára aldri hefur hann búið á Íslandi og er fyrir löngu kominn með íslenskan ríkisborgararétt. Talar íslenskuna án hreims og betur en margur innfædd- ur. Heimsótti þennan færeyska Íslending því mig grunaði að vegferð hans í gegn- um lífið, áður en til Íslands kom, væri töluvert frábrugðin lífsgöngu flestra Ís- lendinga. Langaði sem sagt að fræðast um Færeyinginn áður en hann varð Íslendingur. Erhard fæddist í Halldórsvík á Færeyj- um árið 1940 og ólst þar upp við sjávar- síðuna. Sem flestir aðrir eyjabúar þá átti sjórinn hug hans allan. Með óþreyju var manndómsáranna beðið til að verða gjaldgengur á skútur, sem fiskuðu við strendur annarra landa. Biðtíminn eftir að árin hlæðust ofan á æskuna var not- aður til að þjálfa sig í veiðum. Hann var ekki hár í loftinu þegar hann hóf Beitu- kóngsveiðar á báti sem hann fékk að láni hjá frænda sínum. Veiðar á Beitukóngi eru nokkuð snún- ar en þær voru á þessum árum stundaðar með línu. Á línunni voru taumar með faðms millibili og á hvern taum voru festir þrír útflattir þorskhausar. Töluvert umstang var að beita þessar línur því að fyrst þurfti að skera þorskhausana, fletja þá út, þræða tauminn í gegnum gelluna og hnýta fyrir. Þegar línan var komin í botninn saug Beitukóngurinn sig fastan á þorskhaus- ana og hóf átið. Þar sem Beitukóngurinn réði sjálfur festu sinni við hausana varð að draga línuna varlega svo að hann sleppti ekki takinu. Ógjörlegt var að kippa veiðinni inn fyrir borðstokkinn því að Beitukóngur- inn var fljótur að sleppa agninu þegar upp í sjóskorpuna kom. Því var háfi rennt undir Beitukónginn og agnið og hvorutveggja kippt inn fyrir borðstokk- inn. Fyrir þá sem ekki þekkja þá var Beitu- kóngur notaður í beitu fyrir þorsk og ýsu og því mátti hafa tekjur af þessum veiðum. Ferskur var hann notaður í beitu fyrir þorsk en ýsan gleypti við hon- um úldnum. Umtalsverðar tekjur hafði Erhard ekki af þessum veiðum fyrr en tíu ára gamall og þá í skipsrúmi hjá frænda sínum, sem gerði út á þessar veiðar og seldi aflann til Þórshafnar. Þessi veiðiaðferð á Beitukóngi er nú aflögð og hann veiddur í gildrur. Oln- bogaskel var einnig inni í veiðimunstri Erhards en skelin sú sýgur sig fasta á steina og hleina. Renna þurfti hníf á milli skeljar og þess sem hún festi sig við til að ná henni lausri. 15 ára á vetrarvertíð í Grindavík Heimdraganum hleypti Erhard 1955, þá 14 ára að aldri, og munstraði sig á gamla 100 tonna skútu með 60 hestafla vél. Báturinn stundaði handfæraveiðar við norðurströnd Íslands. Sumarlangt var dvalið norður af Íslandi og þá gjarnan á miðunum við Kolbeinsey. Fimmtán ára afmælinu fagnaði guttinn í vertíðarlok um borð í skútunni á hafinu á milli Ís- lands og Færeyja. Margur kann að undrast ungan aldur Erhards er hann réðist fyrst til sjós og það á hafsvæði við strendur annarra landa en um miðja síðustu öld var slíkt fremur regla en undantekning í Færeyj- um. Veturinn sem í hönd fór réði hann sig á vetrarvertíð í Grindavík, þá 15 ára gamall, og þar var hann á vertíðum næstu 4 árin eða til 1959. Yfir sumar- tímann árin 1956 til 1958 var hann skip- verji á ýmsum skútum á handfæraveið- um við austur-, norður- og vesturströnd Ísland. Annað árið á þessum veiðum fylltu þeir skútuna á sex vikum af salt- Dæmigerður færeyskur árabátur. Sennilega hafa Færeyingar verið fyrstir manna – um og fyrir 1950 – til að setja í árabáta utanborðsmótora í stokk bakborðsmegin kjalar, aftan miðju. Þetta hefur þann kost að maðurinn sem stjórnar vélinni situr í miðjum bátnum, sem þá liggur mun betur á sjónum, að viðbættu því að skrúfan dregur bátinn ekki niður á rassgatið. Maður og vél í skut reisir hins vegar bátinn upp á endann og gangur hans verður minni, að því viðbættu að á lensi ver hann sig ekki eins vel.  Árni Björn Árnason Ungur nemur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.