Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Qupperneq 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Qupperneq 29
Sjómannablaðið Víkingur – 29 fiski á miðunum austur af Íslandi en slíkur afli bauðst ekki oft. Haustin fóru í síldveiðar með reknetum austur af Ís- landi og allt norður undir Jan Mayen. Árið 1960 var stefnan sett enn vestar á hnöttinn og þá á 220 lesta línuveiðara af stáli gerðan. Fyrsta árið var veitt við Nýfundnaland en tvö þau næstu við Vestur Grænland. Öll árin var siglt heim með fullfermi af saltfiski. Seinna árið við Grænland hóf báturinn veiðar í Holsteinsborgardýpi og fengust þar 110 tonn af saltfiski. Þar sem fiskiríið var tregt var haldið suður að Hvarfi, syðsta odda Grænlands, en þar reyndist engan línufisk að fá þó að vitað væri um færafisk á miðunum. Svo heppi- lega vildi til að skipsstjóra línuveiðarans tókst að leigja trillur af færeyskum báti, sem var búinn að fylla og því á heim- leið. Eftir að trillurnar voru komnar til sögunnar þá lifnaði heldur betur yfir veiðunum og var fiskiríið lyginni líkast. Trillurnar fylltu sig oft tvisvar á dag. Með birtingu, klukkan sex að morgni, fóru þær frá skipinu og um hádegisbil komu þær drekkhlaðnar að skipshlið. Seinni- part dags gaf þorskurinn sig ekki eins vel en vel samt. Allur fiskur var flattur og saltaður um borð. Strembið var það hjá trillukörlunum að sækja fiskinn í djúpið en öllu strembnara var það hjá þeim, sem í aðgerð stóðu um borð í skipinu. Þeir urðu að vinna út í eitt til að endar næðust saman. Skemmst er frá að segja að skipið fylltu þeir á 24 dögum og sigldu heim með 240 tonna saltfisksfarm. Síldar- hleðsla var á skipinu og þilfarið ekki stígvélatækt þar sem það lá við bryggju í Færeyjum. Norðurhöfn Þegar veru Erhards á línuveiðaranum lauk gerði hann strandhögg á Vestur Grænlandi. Veiðar Færeyinga við Vestur Grænland er sérstakur kapítuli í sögu þessarar þjóðar. Þjóðar sem að vísu átti allt sitt undir sjónum en að sækja björg í bú á lélegum skipum vestur fyrir Græn- land er bæði umhugsunar- og undra- vert. Láta mun nærri að fjarlægðin frá Fær- eyjum til Færeyingahafnar á Vestur-Græn- landi sé um 1600 sjómílur en vegalengd- in ein og sér segir ekki nema hálfa söguna. Suður af Hvarfi er einn illviðra- samasti blettur jarðarinnar. Þar verða veður hörð, sjólag sérlega slæmt og í leyni liggur hafísinn. Margur hefur þarna litið stærstu úthafsöldur sjómannsferils síns. Á siglingu sinni til Vestur Grænlands, í byrjun maí, þurftu skipin oft að sigla allt að 100 sjómílur suður fyrir syðsta odda landsins vegna ísreks. Á heimleið sinni í september lentu þessar fleytur oft í hörðum haustveðrum og máttu þakka almættinu fyrir að sleppa óbrotnar frá þeim. Færeyingar voru búnir að gera út trill- ur frá móðurskipum fyrir kjafti Grátu- fjarðar í einhver ár áður en leyfi yfirvalda fékkst til að byggja verstöð í landi. Fjörður þessi er staðsettur norðan Ravns Stóreyjar og sunnan Færeyingahafnar, sem voru aðal verstöðvar Færeyinga á Grænlandi. Fjörðurinn liggur frá austri til vesturs en sjálft fjarðarmynnið í land- norður og útsuður. Hann er vel varinn fyrir úthafsöldunni af eyjum og skerjum í fjarðarmynni. Árið 1962 reistu Færeyingar þarna íveru- og aðgerðarhús á tveimur stöðum. Staðirnir fengu nöfnin Suðurhöfn og Norðurhöfn. Fimm til sjö mínútna sigl- ing var á milli hafnanna en 20 mínútna gangur. Tveir föðurbræður Erhards reistu ver- stöð í Norðurhöfn og stóð íveruhúsið nokkuð ofan fjöruborðs en á hleinunum við sjóinn var fiskverkunar- og salthúsið staðsett. Detti einhverjum í hug að íveru- húsið hafi verið einhver hallarbygging þá er það hinn argasti misskilningur. Nær væri að kalla bygginguna hreysi með átta kojum á tveimur hæðum þar sem ver- menn gátu sofið og hvílt lúin bein þá þeir voru í landi. Forstofa prýddi að vísu þessa vistarveru svo og eldunaraðstaða og afdrep fyrir ráðskonu. Bygging ver- stöðvarinnar tók fjórtán daga og á fjórtán dögum byggja menn ekki hallir. Að sögn Erhards var saltskúrinn samt nokkuð vel útbúinn. Í honum var gólf hallandi og rann fiskurinn að lúgu við flatningsborð þar sem flatningsmenn gátu skammtað sér fisk á borðin eftir þörfum. Hver og ein trilla var einnig nokkuð vel útbúin til löndunar. Í þeim var handknúinn krani með allt að 100 kg. lyftigetu. Einn maður gat því með góðu móti annast löndun og hífði hann fisk- inn í málum upp úr trillunni til manns sem stóð á þaki saltskúrsins. Sá á skúrn- um sturtaði úr málunum niður í fiski- móttökuna. Samfara flatningunni var fiskurinn saltaður í stæður dag hvern en sunnu- dagsfríin voru nýtt í að umsalta og tók sú vinna ungann úr frídeginum. Árið 1963 var Erhard einn af ver- mönnum Norðurhafnar og sótti þann gula til hafs á 28 feta trillu. Þetta var síðasta árið sem fiskurinn var flattur og saltaður í landi því næstu ár var hann fluttur ferskur með skipi til Færeyinga- hafnar. Sumaraflinn þetta ár og tvær trill- ur voru fluttar heim til Færeyja um haustið á skonnortunni Viðey. Skipið hreppti hið versta veður allt heimstímið en bót í máli var að undan veðri var siglt og skútan góð á lensinu. Náði hún að verja sig fyrir öllum sjóum yfir Atlants- ála en út af Tröllahöfða í Færeyjum reið mikill brotsjór yfir skipið að aftan. Þetta var einum sjó of mikið því að þegar Myndin er tekin árið 2010 í höfninni á Eiði á Austurey og sýnir bát í forgrunni, svipaðan þeim sem Færeyingar notuðu áður fyrr við Grænland.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.