Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Side 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Side 30
30 – Sjómannablaðið Víkingur hann skall ofan á trillurnar þá brotnuðu þær í spón og þar með var saga þeirra öll. Algengustu trillur Færeyinga í Græn- landi voru 32 feta bátar og var fjögurra til fimm manna áhöfn á hverjum fari. Bátar þessir voru reistir til endanna og yfirbygging miðskips náði út á lunningar. Fjórir menn gátu hvílst í yfirbygging- unni, sem var nokkuð rúmgóð. Bekkir voru sitt hvoru megin vélar og plata yfir vélina var matborðið. Engar eiginlegar kojur voru í þessari vistarveru en hvílst á vélarúmspöllum og bekkjunum þar fyrir ofan. Útilokað var að teygja úr sér og urðu menn að liggja með kreppta hnjáliði eða eins og maður einn sagði, „Þráðbeinir í einum kút“. Grænlenskur draugur Þegar verstöðin í Norðurhöfn var yfir- gefin haustið 1963 voru hús skilin eftir ólæst svo að Grænlendingar gætu notað þau yfir veturinn í veiðiferðum sínum. Olíukynding íbúðarhúss var þó fjarlægð og eldstæðinu breytt fyrir kolakyndingu. Reynslan hafði nefnilega kennt mönnum að Grænlendingar voru djarftækir til olíunnar lægi hún á glámbekk. Tveir kolapokar voru skildir eftir í húsunum fyrir þá sem þar kynnu að gista. Græn- lendingar virtu þessa hugulsemi misvel og var aðkoman að húsunum vor hvert æði misjöfn. Þegar komið var að íbúðarhúsinu í Grátufirði árið 1964 stóð útidyrahurðin opin, gluggi var brotinn, kojubotnar horfnir svo og hluti þilklæðningar og húsið fullt af snjó. Vermenn voru á leið í Færeyingahöfn, 30 sjómílum norðar, til að sækja trillur sem þar voru geymdar þegar ástand hússins kom í ljós. Báturinn Heini D, 36 feta langur. Flestir báta Færeyinga við Grænland voru 32 fet. Yfirbyggingu þeirra var þannig háttað að beggja vegna vélarinnar voru bekkir og ofan við þá kojur, sem sagt svefnpláss fyrir fjóra karla. Verstöð í Grátufirði á Grænlandi.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.