Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Page 32
32 – Sjómannablaðið Víkingur
Eftirfarandi grein, um fiskveiðistjórn-
un á Íslandsmiðum, er rituð árið
2002 en hefur staðist tímans tönn og á
ekki síður erindi nú en þá.
Í æfisögu séra Árna Þórarinssonar sem
af mikilli snilld var færð í letur af Þór-
bergi Þórðarsyni segir: „Hvers vegna
getur alþýða manna ekki vitað meira en
skólamennirnir? Við þekkjum, að dýrin
vita margt, sem við mennirnir vitum
ekki. Af hverju gæti þá óskólagenginn
alþýðumaður ekki vitað ýmislegt, sem
skólamönnum er hulið?“
Það vildi þannig til að ég var nýbúinn
að lesa séra Árna þegar ég rakst á bókina
„Fiskleysisguðinn“ eftir Ásgeir Jakobsson
rithöfund og las með mikilli ánægju. Í
bókinni er safnað saman greinum sem
Ásgeir skrifaði gegn fiskveiðiráðgjöf
Hafrannsóknarstofnunar á 20 ára tíma-
bili frá 1975-1995 og birtust í Morgun-
blaðinu. Ásgeir skrifaði leiftrandi stíl og
rökfestan í greinunum er aðdáunarverð.
Ég fullyrði að þær eiga fullt erindi nú,
árið 2002, í alla umræðu um nýtingu á
þeirri auðlind okkar sem fiskimiðin eru
og þá sérstaklega að því er snertir þorsk-
stofninn.
Það er kannski vegna þess að ég á
ættir að rekja til útvegsmanna að ég hef
fylgst með þróuninni og mig tekur sárt
hvernig til hefur tekist í þeim málum.
Afraksturinn minnkar án þess að verið sé
að byggja til framtíðar. Þorskstofninn,
samkvæmt mælingum Hafrannsóknar-
stofnunar stækkar ekki þrátt fyrir afla-
takmarkanir, sem settar eru undir for-
merkjum loforða um að verið sé að
byggja upp stofninn. Eitthvað hlýtur að
vera að. Upp úr 1970 fór Hafrannsóknar-
stofnun að „hræða“ stjórnmálamenn og
reyndar landsmenn alla með því að
þorskur á Íslandsmiðum væri í hættu
vegna ofveiði (svartar skýrslur). Stofn-
unin lagði til og barðist fyrir, að afli yrði
takmarkaður og stofninn byggður upp,
svo hægt yrði að veiða ekki minna en
400 þúsund tonn af þorski árlega.
Frávik frá ráðlagðri veiði Hafró á
hverju ári fram til 1992 var cirka 15%
(ef því er haldið fram að frávikið sé
meira er það vegna þess að forsendum
er breytt aftur í tímann) og getur þetta
frávik á engan hátt skýrt það að lofað
markmið um sterkan stofn og að
minnsta kosti 400 þúsund tonna árlegan
þorskafla 1992 náðist ekki – og hefur
ekki náðst í dag – langt frá því. Er von
að spurt sé hvers vegna ekki hafi tekist
betur til – sérstaklega þegar horft er til
reynslunnar þegar veiðar voru frjálsar á
jafnlöngu tímabili 1952-1972 og árlegur
þorskafli var að jafnaði um 400 þúsund
tonn. Eitthvað er að. Það er aðall góðra
vísindamanna að vera tilbúnir að endur-
skoða tilgátur sínar og formúlur. Hefur
það verið gert í þessu tilviki eða er leitað
réttlætingar? Hvernig má það vera að
fleiri þúsund tonn (milljarða virði) af
þorski hafa týnst? Það þætti ekki góð
latína í rekstri að leiðrétta (lækka)
höfuðstól í lok árs með því að segja
höfuðstól í upphafi árs hafa verið rangan
vegna mistaka í birgðatalningu við upp-
gjör þá. Eigendur tækju slíkum skýring-
um illa, og þyldu þær ekki í tvígang.
Það vantar að mínu mati, sem leik-
manns og eins af eigendum auðlindar-
innar, miklu meiri grunnrannsóknir á
fiskislóðinni í kringum landið. Réttast
væri að taka öllum spám og ágiskunum
Hafró með miklum fyrirvara þangað til
að minnsta kosti þrjú fullbúin rannsókn-
arskip hafa verið, allt árið um kring, við
rannsóknir á lífkeðjunni og vistkerfinu í
heild, í að minnsta kosti 15 ár.
Rannsóknir á til dæmis samspili sjávar-
hita, strauma og lífvera (allt frá þörung-
um til sela, hvala og fugla) – hver étur
hvað og hversu mikið og hvenær helst –
hvaða hlekkir í lífkeðjunni eru að brag-
gast og af hverju – hvernig hefur ung-
viðið það, er það að drepast úr hor, er
þorskur að éta undan sér, þarf að sækja
í smærri fisk, er nauðsynlegt að loka
svæðum og hefur sá fiskur sem þar var
skilað sér í veiði, og svo framvegis.
Grunnrannsóknir vantar og þangað til
þær liggja fyrir er að mati leikmanns ef
til vill best að styðjast við reynsluna, sem
meðal annars fólst í því að vera ekki að
friða sérstaklega smáþorsk. Landhelgi Ís-
lands er jú um 7 sinnum stærri en landið
sjálft og okkur ber skylda til að kosta
því fjármagni sem þarf til að stunda þar
metnaðarfullar grunnrannsóknir. Auð-
vitað yrði það dýrt, en það er líka dýrt
að nýta ekki auðlindina til fulls, hvað þá
að hún rýrni. Það styddi líka kröfu okkar
um full yfirráð yfir auðlindinni ef
(þegar?) til þess kemur að við sækjum
um aðild að ESB.
Varðandi grunnrannsóknir; hvernig
stendur á því að fyrst nú nýlega var því
jánkað að líklega væru fleiri en einn
þorskstofn við landið? Eitthvað sem sjó-
menn höfðu fullyrt lengi, en ekki var á
þá hlustað. Í framhaldi af grunnrann-
sóknum eru settar fram tilgátur. Ef til-
gáta er sett fram af vísindamönnum sem
formúla, til dæmis a=b+1/3c og hún gef-
ur síðan ekki rétta eða ætlaða (vænta)
niðurstöðu, þá geta verið á því tvær
skýringar: 1. Niðurstöður mælinga sem
settar eru inn í formúluna í stað bókstafa
eru rangar, eða 2: Formúlan sjálf er vit-
laus.
Getur verið að í öllum sínum spám
hafi Hafró hangið á formúlum sínum
(eins og hundur á roði) og leiðrétt sig
aftur í tímann með því að halda fram
röngum mælingum – í stað þess að
skoða formúluna (tilgátuna/kenninguna)
sjálfa? Slíkt getur og hefur hent vísinda-
menn – þeir segja: Kenningin er rétt, að
baki hennar liggur mikil (stærðfræði)
kunnátta. Þetta er það sem séra Árni
Þórarinsson hefði kallað skólahroka. En
það er stóralvarlegt mál hvernig til hefur
tekist með þorskstofninn (-stofnana).
Eitthvað hlýtur að vera að. Mig minnir
að einhverjir líffræðingar hafi, árið 1998,
spáð fyrir um ástand þorsksins 2000/
2001 ef ráðgjöf Hafró væri fylgt, og
þeirra spá gengið eftir. Ræða menn ekki
saman?
Ég á hér ekki við opinberar kappræð-
ur þar sem mönnum hættir til að fara í
skotgrafir og verja sín sjónarmið með
oddi og egg – og komast upp með að
svara ekki óþægilegum spurningum.
Ólafur Helgi Ólafsson
Um „fiskleysisguðinn“
Ólafur Helgi Ólafsson.