Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Síða 34
34 – Sjómannablaðið Víkingur
Aðalsmerki góðs vísindamanns er (fyrir
utan víðsýni og að bera virðingu fyrir
skoðunum annarra) að þekkja sín tak-
mörk, spara fullyrðingar og lofa ekki
öðru en hægt er að standa við.
Ásgeir Jakobsson rithöfundur var 16
ár til sjós og með próf frá Stýrimanna-
skólanum. Flestar bóka hans (21 talsins)
snerta útgerðarsögu okkar Íslendinga og
má eflaust segja að Ásgeir hafi gjörþekkt
hana. Margir af okkar reyndustu skip-
stjórum og útgerðarmönnum voru hon-
um sammála. Þeir voru í besta falli álitn-
ir skrýtnir – að voga sér að draga í efa
fullyrðingar hálærðra mannanna. Margar
greinar í bókinni, Fiskleysisguðinn, eru
eins og þær hefðu verið skrifaðar í gær.
Að lokum stenst ég ekki mátið að
vitna enn í séra Árna Þórarinsson. Í
hans tíð voru læknar taldir af flestum
búa yfir mikilli visku enda langskóla-
gengnir. Þeir litu líka stórt á sig margir
og lögðu lítt eyra við reynslu kynslóð-
anna og kölluðu gömul húsráð hrossa-
lækningar. Þau voru ekki eftir bókinni,
sögðu þeir (þótt reynst hefðu vel). Á ein-
um stað í æfisögu séra Árna segir: „Þeir
fara eftir bókunum læknarnir“, sagði ein-
hver og bætti svo við: „Og ég er dauð-
hræddur um að deyja úr prentvillu.“
Það væri hörmulegt ef síðasti þorsk-
urinn á Íslandsmiðum dæi úr prent-
villu.
Það væri hörmulegt ef síðasti þorskurinn á Íslandsmiðum dæi úr prentvillu.
Ljósmynd: Ásgrímur Ágústsson.
Á bls. 7 í síðasta Víkingi var mynd af Harðbaki EA 3 en ekki vissi rit-
stjóri vor hvar myndin væri tekin. Lesendur voru snöggir að bæta úr
þeirri vanþekkingu.
Hákon Örn var fljótur að þekkja Sandfellið. Magnús Þorvaldsson sömu-
leiðis og Oddur Sigurðsson jarðfræðingur skrifaði: „Þetta er í þorpinu
Búðum í Fáskrúðsfirði. Fjallið Sandfell (vinstra megin á myndinni) sem
reisir jarðlögin upp með sér hægra megin er frægt meðal jarðfræðinga.“
*
Hilmar okkar Snorrason skrifar: „Í afar skemmtilegri grein Helga Laxdal
um austurþýsku togarana (Víkingur 4. tbl. 2010) verður honum smá á í
messunni þar sem hann segir að Hafþór hafi verið í eigu Hafrannsóknar-
stofnunar en hafi síðan tekið þátt í þorskastríðunum sem varðskip við að
verja landhelgina. Þetta er ekki rétt því það skip sem svo gerði var
arftaki þessa Hafþórs. Það skip var skuttogari smíðaður í Póllandi.“
*
Í öðru tölublaði Víkings 2010 er á bls. 18 hugleiðing um Jón Þorláksson
RE 204. Var hann fyrstur íslenskra togara til að stunda loðnuveiðar í
troll? Hákon Örn skrifar af þessu tilefni:
„Ég tók þátt í að breyta skipinu til loðnuveiða haustið 1973, er ég
vann á Vélaverkstæðinu Véltak, en annar eigandi þess, Guðbjartur Ein-
arsson keypti togarann af Bæjarútgerðinni. Gæti Guðbjartur ugglaust
upplýst þig hvort fyrst hafi verið reynt að veiða loðnu í troll á Bylgjunni.
Í Heima er best man ég eftir frásögn Benjamíns Sigurðssonar af síðustu
veiðiferð Bylgjunnar, en hann var þar háseti.“
Nú stendur það upp á ritstjórann að heyra í Guðbjarti um þetta
spursmál.
*
Ólafur Grímur Björnsson vill leiðrétta það sem segir í myndatexta á bls. 6
í Víkingi 2. tbl. 2009. Þar er fullyrt undir ljósmynd af Goðafossi II að
hann liggi við festar utan við Akraneshöfn. „Það rétta er, að bæði er
óvíst, hvenær myndin var tekin og hvar. En líklegast er skipið á ytri
höfninni í Reykjavík og Esjan í baksýn (t.h.). Held að Goðafoss hafi lítið
átt erindi upp á Akranes,“ segir Ólafur Grímur.
*
Hilmar Snorrason hafði samband: „Í merkilegu viðtali við gömlu kapp-
ana frá togaratímanum (sjá Víking 4. tbl 2010, bls. 12) segjast þeir hafa
tekið olíu frá olíuskipunum Litlafelli og Keili. Það vill svo til að nafnið
Keilir á olíuskipi hérlendis var fyrst notað árið 2002. Skipið sem um
ræðir er reyndar forveri þess skips og hét því fallega nafni Kyndill. Á
mynd sem prýðir þessa grein á bls. 13 segir að Litlafellið frá Sambandinu
sé að dæla olíu en þetta er Kyndill og var í eigu Shell og BP.
*
Guðmundur Karl Guðfinnsson, skipstjóri og Vestmannaeyingur, hafði sam-
band: „Ég er mjög ánægður með Víkinginn. Hann er vandaður og kemur
víða við og ég hef gaman af að lesa hann enda áhugaverður, fróðlegur og
skemmtilegur. Haldið svona áfram.“
Þakka þér Guðmundur Karl fyrir þessi hlýju orð og ykkur, kæru
lesendur, fyrir að gera Víkinginn að því sem hann er.