Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Qupperneq 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Qupperneq 37
Sjómannablaðið Víkingur – 37 en það hafði hann gert nokkrum sinn- um. Staðarákvörðun var tekin við sólsetur og skipið var á réttri leið. Nóttin var björt, en undir morgun gerði þokumóðu og því var stefna sett meira til suðurs, enda þótt Rockall ætti að vera í 5 sjó- mílna fjarlægð. Klukkan hálf átta sást ekkert til klettsins og töldu báðir, Gun- del skipstjóri og stýrimaðurinn á vakt, að hann væri löngu að baki og beygðu meira til vesturs og nokkrum mínútum seinna rakst skipið harkalega á og stopp- aði. Við sjóprófin greindi þá á um skyggn- ið, Gundel skipstjóra og varðbergsmann- inn. Skipstjórinn sagði skyggni hafa verið gott, varðbergsmaðurinn sagði það hafa verið slæmt. Vélarnar voru stöðvaðar, en strax var gefin skipunin „afturábak“ og það varð nóg til þess, að skipið losnaði af skerinu. Það var ákvörðun skipstjórans að taka aftur á bak og hann gaf skipun um nýja stefnu, en hann hafði í huga að reyna að ná til togara, sem hann hafði séð um hálfri stundu fyrr. Við athugun kom í ljós, að sjór var kominn í framskipið, 5 fet, og ljóst að Norge væri að sökkva. Skipun var gefin um að sjósetja björgun- arbátana, sem gekk illa, t.d. fylltist einn báturinn svo af fólki, að kaðlarnir slitn- uðu og báturinn féll í sjóinn og fólkið fór fyrir borð. Norge sökk hálfri stundu eftir áreksturinn. Alls var hægt að setja niður fimm björgunarbáta og enn var mikill fjöldi fólks um borð, sem átti sér engrar undankomu auðið. Skipstjórinn gerði mistök en ... Sjórétturinn viðist ekki hafa haft miklar athugsemdir fram að færa, en ákæruvaldið var beðið að hefja mál- sókn gegn Gundel skipstjóra og eig- endunum, DFDS, til að ganga úr Skipafélagið Þingvalla Það var Daninn Carl Frederik Tietgen, sem stofnaði skipafélagið Þing- valla árið 1879. Tilgangurinn var að efna til farþegasiglinga milli Norður- landanna og N-Ameríku, en flestir Danir, sem fluttu vestur um haf, fóru með þýskum skipafélögunum HAPAG og Lloyd. Skip Þingavalla sigldu frá Kaupmannahöfn til Kristianíu (Oslóar) og Kristiansand og þaðan beint til New York. Með því að sigla um Noreg varð félagið ekki aðeins keppi- nautur þýsku félaganna, heldur einnig breskra skipafélaga, sem þar misstu spón úr aski sínum. Þar við bættist, að áhöfnin var norræn eins og flestir farþeganna. Þegar mest var átti félagið 10 skip í förum á þessari leið. Reksturinn gekk ekki vel, skipin voru hæggengari og minni en flest skip keppinautanna og dýr í rekstri. Því var 1898 félagið selt DFDS, Sameinuðu dönsku skipafélögunum. Carl Fredrik Tietgen (1829-1901) var einn öflugasti viðskiptajöfur Dana á sinni tíð. Hann stofnaði eða stýrði fjölda fyrirtækja, sem mörg hver eru okkur Íslendingum kunn, s.s. Burmaster & Wain skipsmiðjunum 1872, Skipafélagið Þingvelli 1879, DFDS (Det Forenede Dampskibs-Selskab) 1866 og Tuborg (1873). Hann lét, á eigin kostnað, ljúka við smíði Marmarakirkjunnar í Kaupmannahöfn, sem Kristján V. hafði hafist handa við um miðja 18. öld. Afsakið erlenda ritháttinn en myndin sýnir vel staðsetningu Rockall og er því notuð. Björgunar- bátarnir Björgunarbátarnir voru alls átta og áttu að geta borið alls 240 manns. Bátur nr. 1 bar 48, en í hann fór 71 skipbrotsmaður; hann fannst 5. júlí. Bátur nr. 2 var sömu stærðar; í hann fóru um 70 manns, hann hvarf í hafi og allir fórust. Þriðji báturinn bar 28 manns og tók 28, hann fannst fyrstur, réttum sólarhring eftir slysið, fjórði báturinn bar 26 manns, en aðeins 19 fóru í hann og hann fannst ekki fyrr en 5. júlí, eftir 7 sólahringa hrakninga. Bátur nr. 5 bar 26 manns, en tók aðeins 17; hann fannst að morgni 4. júlí. Bátar nr.6 og 7 brotnuðu við sjósetn- inguna, en sá áttundi, sem bar 23 farþega, tók 35 manns og fannst síðdegis 4. júlí.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.