Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Síða 39
Sjómannablaðið Víkingur – 39
Edward Lloyd var rúmlega tvítugur þegar hann flutti til
London, í kringum 1680. Fyrir 1688 hafði hann opnað
eigið kaffihús við Tower Street. Fyrstu staðfestingu þess má
finna í Lundúnadagblaðinu Gazette í febrúar árið 1689 en þar
birtist auglýsing þess efnis Lloyd’s kaffihús ætlaði að greiða
hverjum þeim, eina Guinea, er kæmi á kaffihúsið og veitti
upplýsingar um þjóf er stolið hafði miklum fjölda úra í borg-
inni skömmu áður. Hér var greinilega á ferðinni maður sem
kunni tökin á markaðssetningu eins og síðar kemur betur
í ljós.
Kaffihúsin, vettvangur þeirra
ábyrgu
Á árinu 1691 flutti Edward Lloyd kaffihúsið á nr 16 við Lom-
bard Street þar stefndi hann að því að gera kaffihúsið að
miðstöð þeirra sem höfðu áhuga á öllu því
sem varðaði skip og rekstur þeirra.
Af því tilefni safnaði hann saman öllu
tiltæku efni þessu tengdu og hafði tiltækt í
kaffihúsinu, jafnvel daglegt slúður um grein-
ina var hægt að nálgast þar og með tímanum
varð kaffihúsið vettvangur viðskipta með
vörur og þjónustu sem varðaði skip og rekst-
ur þeirra.
Til frekari staðfestingar á því að kaffihúsið
væri bæði miðstöð þeirra sem byggju yfir
þekkingu á sviði skipa og skiparekstri hóf
Edward Lloyd á árinu 1696 að gefa út blaðið
Lloyd’s News – sem fjallaði aðallega um skip
og málefni þeim tengd – og kom út þrisvar í
viku. Þrátt fyrir að blaðið kæmi ekki út nema
í um eitt ár hélt Lloyd áfram að senda fyrri
áskrifendum bréf sem höfðu að geyma ýmsar
upplýsingar um skip og skiparekstur sem
hann nálgaðist hjá samstarfsaðilum.
Það var fyrst á síðari hluta sautjándu
aldar að farið var að safna þekkingu um
skip og rekstur þeirra á skipulegan hátt í
London. Eigendur skipa, kaupmenn og
tryggingatakar hittust á kaffihúsum til
þess að skiptast á upplýsingum er vörð-
uðu skiparekstur almennt og bera saman
bækur sínar hvað það varðar og tengt efni.
Skrifstofur sem hýstu starfsemi við-
skipta af einhverju tagi voru óþekktar í
London á þessum árum þeirra í stað voru
kaffihúsin notuð sem þá voru að ryðja sér
til rúms í borginni og veittu pöbbunum
harða samkeppni en pöbbarnir voru
einmitt þeir staðir í borginni þar sem
menn hittust til skrafs og ráðagerða um
leið og nokkrir öllarar voru innbyrtir.
Á þessum árum jukust vinsældir kaffi-
húsanna hjá þeim sem voru að skiptast á
ýmsum viðkvæmum upplýsingum eða
voru að stofna til viðskipta af ýmsu tagi.
Þar má t.d. nefna flutninga milli landa
sem fóru þá að stærstum hluta fram með
skipum. Þessir aðilar völdu kaffihúsin til skrafs og ráðagerða
vegna þess að þótt þeir fengju sér nokkra bolla af kaffi þá hélst
dómgreindin óbjöguð sem var ekki raunin þegar bjórinn var
drukkinn.
Á þessum árum var kaffihús Lloyd’s afar vinsæll samkomu-
staður þeirra sem tengdust skiparekstri af einhverju tagi, skips-
og farmeigendum.
Á kaffihúsi sínu hafði Lloyd tekist að skapa einstakt and-
rúmsloft þar sem gestunum leið vel, fundu að þeir voru vel-
komnir og gátu ótruflaðir skipst á þýðingarmiklum og oft við-
kvæmum upplýsingum um skipareksturinn.
Talið er að upphafið að Lloyd’s tryggingafélaginu, Lloyd’s
flokkunarfélaginu og The Corporation of Lloyd´s megi rekja til
spjallsins á kaffihúsi Lloyd’s í London þótt formleg stofnun
nefndra félaga yrði ekki fyrr en nokkru síðar.
Sama gildir um Lloyd’s List sem að margra
mati tekur við af Llod’s News sem áður er
nefnt. Blaðið kom fyrst út á árinu 1734; það
fjallaði heildstætt og stöðugt um skip og tengt
efni allt frá útgáfudegi en á þessum árum
voru upplýsingar úr blöðum bæði sjaldgæfar
og ótraustar. Lloyd’s List var lengi vel eini
fréttamiðillinn sem sérhæfði sig í að flytja
vandaðar fréttir af því sem var að gerast á
þessum markaði.
Upphaf skipaskrárinnar,
flokkun skipa
Í upphafi voru nöfn skipanna eingöngu í
Lloyds skipaskránni, þe. Lloyd’s List, hvorki
var þar að finna upplýsingar um verðmæti
skipanna sem þar voru skráð né ástand þeirra
á hverjum tíma en upplýsingar um hvoru-
Helgi Laxdal
Kaffihúsið og Lloyd’s Register
Á kaffihúsi Edward Lloyd’s, við Tower Street
í London. Einkennilegt nokk þá stóð Edward
sjálfur aldrei í neinni tryggingastarfsemi en
bauð hins vegar upp á fréttir af skipum og
veitti ýmsa þjónustu er kom þeim vel er
stóðu í farmflutningum sjóleiðina, hvort
sem voru skipstjórar, kaupmenn
eða útgerðarstjórar.
London var borg verslunar og viðskipta. Skip af öllu tagi lögðu þangað leið sína og Englendingar áttu
kaupskip á öllum heimshöfunum sjö. Sjómenn lögðu grunninn að heimsveldi Breta.