Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Page 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Page 40
40 – Sjómannablaðið Víkingur tveggja voru ekki tiltækar og til viðbótar vand með farnar þar sem þær hefðu haft áhrif á tryggingaiðgjöldin ásamt vali farm- flytjenda á útgerð og skipum. Með tilkomu Lloyd´s Registry of Shipping voru í fyrsta sinni settar fram upplýsingar um verð- mæti og ástand viðkomandi skipa; upplýsingar sem voru byggðar á mati, sennilega er réttara að segja samkomulagi hóps stórkaupmanna og tryggingataka. Í framhaldinu voru skipin flokkuð á grundvelli ástands bols og búnaðar hvers skips, ástands sem var metið af sérstökum skoðunarmönnum. Á grundvelli þessa mats og flokkunar var verðmæti skipanna ákveðið bæði á meðan skipin voru í smíð- um og eins eftir að þau voru komin í rekstur. Hér var á ferðinni upphafið að nútíma flokkun skipa eftir ástandi bols og búnaðar hverju sinni. Í upphafi var greitt fyrir skráningu hvers skips, sem fylgdi samrit úr skráningarbókinni, um 10 guineas eða sem svarar til um 1500 £ m.v. verðlag dag- sins í dag. Talið er að á þessum tímum hafi verið starfandi í Bretlandi 16 sérhæfðir skoðunarmenn skipa. Fyrsta skipið sem til eru upplýsingar um að hafi verið metið og flokkað með þessum hætti er Mills Frigate sem skoðað var af Tomas White- wood í febrúar 1764 og skráð í framhaldinu í skipaskrána. Afdrifarík ákvörðun Á árinu 1797, þegar 215 eigendur skipa höfðu látið skrá skip sín í skrána, sem var þá rekin af félagi með 11 manna stjórn komst stjórn þess að þeirri niðurstöðu að flokkunarkerfið, og þá um leið matið sem bjó að baki, væri gallað og þarfnaðist endurskoðunar. Upphafið má rekja til þess að á þessum árum hafði mikið af skipasmíðastöðvum risið hratt og kröftuglega upp norðar í landinu, stöðvar sem þá þegar höfðu byggt um 40% af breska flotanum. Stjórnin taldi að þessi skip væru hvorki nógu vel hönnuð né byggð úr nægjanlega góðu efni til þess að hljóta skráningu til jafns við önnur bresk skip. Í framhaldinu ákvað stjórnin að aldur skipa og byggingar- staður skyldu ráða mestu um flokkun þeirra. Í framkvæmd þýddi þessi ákvörðun stjórnarinnar að skip byggð á Tems svæðinu, en þar voru margar þýðingarmestu skipasmíðastöðv- ar Breta á þessum árum, skyldu uppfylla kröfur flokkunar- félagins í fleiri ár en skip byggð annarsstaðar. Þessi ákvörðun kann að hafa byggt á brúklegum rökun en hún var afar ósanngjörn gagnvart þeim fjölmörgu eigendum skipa sem byggð voru annarsstaðar en sigldu engu að síður án áfalla um höfin breið. Eins og gefur að skilja mætti þessi ákvörðun stjórnarinnar mikilli andstöðu þeirra sem áttu skip sem uppfylltu ekki þessi nýju skilyrði um flokkun. Ný skrá verður til Í framhaldinu blossuðu upp mikil mótmæli gegn þessari ákvörðun, ekki gegn skipaskránni sem skipseigendur og aðrir sem hagsmuna höfðu að gæta töldu mjög góða og kölluðu bók valdsins. Þessi mótmæli enduðu eins og oft vill verða með því að stofnuð var ný skipaskrá við hliðina á þeirri sem fyrir var af hópi sem kallaði sig Society of Merchants, Shipowners and Underwriters sem hafði aðsetur við Boundstreet í hjarta borg- arinnar. Þessi nýja skipaskrá sem nefndist, Shipowners’ Register, kom fyrst út árið 1799 og gekk undir nafninu rauðabókin vegna þess að kápuspjöldin voru rauð en voru græn á þeirri sem fyrir var þ.e., Underwriters’ Register eða græna bókin. Í formála að rauðubókinni þar sem gerð var tilraun til þess London var borg verslunar og viðskipta. Skip af öllu tagi lögðu þangað leið sína og Englendingar áttu kaupskip á öllum heimshöfunum sjö. Sjómenn lögðu grunninn að heimsveldi Breta.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.