Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Side 42
42 – Sjómannablaðið Víkingur
framhaldinu var farið að skrá skip af miklum krafti í skrána.
Þrátt fyrir að hin nýja og sameiginlega skrá sem hlaut nafnið
Lloyd´s Register of British and Foreign Shipping teldist ekki
formlega stofnuð fyrr en nefndin sem stóð að stofnun hennar
sagði af sér í 21. október 1834 hafði hún þá þegar tekið til
starfa af miklum myndarskap eins og þegar hefur komið
fram.
Nöfn helstu starfandi skipaskráa, flokkunarfélaga
Eins og glöggt kemur í ljós þegar stofnár þessara skipaskráa eru
borin saman þá var Lloyd’s skráin búin að starfa í um 60 ár
þegar sú næsta var stofnuð, Bureau Veritas (BV), í Antverpen
Belgiu árið 1828. Þrátt fyrir að engar upplýsingar liggi fyrir
a.m.k. í mínum gögnum um hvert Belgarnir sóttu fyrirmyndina
að sinni skrá er líklegt að hún hafi verið sótt til nágrannanna í
Bretlandi. Sama má segja um hinar 9 skrárnar, en sú síðasta
var ekki stofnuð, fyrr en á árinu 1960 eða tæpum 300 árum á
eftir Lloyd’s skránni en fyrirmyndin að þeim öllum kemur
trúlega frá Lloyd’s enda allar byggðar upp á sömu prinsipp-
um.
Það sem vakti athygli mína og fékk mig til þess að kynna
mér þessa sögu var nafnið
Lloyd sem ég hélt, þar til
ég fór að grúska í þessu, að
ætti sér virðulega upphafs-
sögu tengda skipum en
ekki nafni manns er stofn-
aði vinsælt kaffihús í
London á síðari hluta
átjándu aldar. Af ástæðum
sem ég kann ekki skýr skil
á en hægt er að geta sér til
um hefur Lloyd’s nafnið
öðlast ímynd hins trausta
og fullkomna í vitund
margra.
Þessa ímynd hafa ýmsir
nýtt sér með því að nefna
framleiðsluvörur sínar
sama nafni.
Hver kannast ekki við
Lloyd’s skóna, með rauðu hælröndinni, sem eiga að vera öðrum
skóm betri og eru verðlagðir í samræmi við það þó að margir
fullyrði að það eina sem þeir hafi fram yfir aðra velgerða skó úr
sama efni sé rauða röndin sem færi þeim sem í þeim ganga
sjálfsmynd sem sé mun glæsilegri en efni standa til.
Fyrir nokkru keypti ég mér te sem ber heitið Loyd, ekki
alveg eins skrifað og frummyndin en nógu líkt til að fá
menn til að halda að hér sé um framleiðslu tengda Lloyd’s að
ræða.
Ágrip af sögu Lloyd´s hér á landi
Á Íslandi hefur Lloyd’s Register (LR) verið með starfsemi frá
árinu 1921. Fyrsti umboðsmaðurinn var M. E. Jessen, sem var
jafnframt fyrsti skólastjóri Vélskóla Íslands, en árið 1949 tók
Viggo R. Jessen við. Hann lét af störfum árið 1985 en þá var
opnuð formleg skrifstofa LR hér á landi. Fyrsti forstöðumaður
skrifstofunnar var Kristján Ólafsson en árið 1988 tók við nú-
verandi forstöðumaður, Páll Kristinsson.
Þeir fjórir menn sem veitt hafa Lloyd’s Register forstöðu hér
á landi hafa allir tengst vélstjórastéttinni á einn eða annan hátt.
M. E. Jessen var skólastjóri Vélskóla Íslands, Viggó R. Jessen var
menntaður vélstjóri og sömuleiðis Kristján Ólafsson. Sá er veitir
Lloyd’s Register forstöðu í dag er með full vélstjóraréttindi
(VF1) og verkfræðipróf á sviði skipa og véla. Kröfur varðandi
hæfni og kunnáttu skoðunarmanna LR eykst jafnt og þétt eins
og tíðkast á ýmsum öðrum sviðum.
Hér á landi hefur aðalstarfsemin ætíð verið borin uppi af
reglubundnum skoðunum LR flokkaðra íslenskra skipa. Nýlega
var svo skrifað undir samning við Samgönguráðuneytið sem
veitir LR leyfi til að framkvæma hluta lögbundinna skoðana á
íslenskum skipum sem flokkuð eru hjá félaginu. Einnig hefur
verið nokkuð um skoðanir á erlendum LR flokkuðum skipum
sem hafa hér viðkomu. Má þar nefna olíuskip, flutningaskip og
skemmtiferðaskip.
Það að flokka skip er að beita alþjóðlegum reglum eða
tæknistöðlum varðandi skipsskrokkinn og allan vélbúnað skips-
ins. Flokkunarreglum er beitt á öllum stigum byggingar skips-
ins. Endanleg úttekt fer síðan fram á skipinu í lok byggingar
þess. Eftir að skip er komið í rekstur hefjast reglubundnar
skoðanir á því, þ.e. á öllum skoðunarskyldum vélbúnaði og öllu
stálvirki þess. Eins og komið hefur fram eru hinar svokölluðu
lögbundnu skoðanir (öryggisbúnaðarskoðun, radíóskoðun,
mengunarvarnarskoðun o.fl.) á ábyrgð skráningarríkis skipsins.
Á Íslandi er það samgönguráðuneytið sem ber ábyrgð á að
þessum skoðunum sé framfylgt en Siglingastofnun sér hins
vegar um framkvæmd eftir-
litsins nema þar sem samn-
ingar kveða á um annað,
samanber framangreindan
samning. Yfirleitt eru það
flokkunarfélög eins og
Lloyd’s Register sem sjá um
hinar lögbundnu skoðanir
á skipum af hálfu fjölda
ríkja veraldar.
Á síðari árum hefur
starfsemin að auki farið inn
á fleiri brautir, s.s. eftirlit
með smíði þrýstikúta og
kælikerfa, framkvæmd
suðuprófa og útgáfu vott-
orða fyrir suðumenn.
Einnig hefur LR á Ís-
landi milligöngu um ýmsa
þjónustu sem veitt er er-
lendis, s.s. yfirferð og samþykkt teikninga, rannsóknir á elds-
neytis- og smurolíusýnum og ýmis tilfallandi verkefni.
Á undanförnum árum hafa nokkrum sinnum verið fengnir
sérfræðingar á ýmsum sviðum frá höfuðstöðvum Lloyd’s í Bret-
landi til að halda fyrirlestra og fundi með viðskiptavinum
Lloyd’s hér á landi og öðrum um mál sem eru ofarlega á baugi í
það og það sinnið.
Heimildir:
Lloyd´s Register 250 years of service og Páll Kristinsson umboðsmaður
Lloyd´s á Íslandi