Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Síða 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Síða 43
Sjómannablaðið Víkingur – 43 Getraunin er að þessu sinni með lítið eitt öðru sniði en fyrr. Ekki er um að ræða lausnarorð en þess í stað eru spurningar í fleiri liðum. Svör sendist ritstjóra vorum, Jóni Hjaltasyni, Byggðavegi 101B, 600 Akureyri, eigi síðar en 3. maí 2011. Veitt verða tvenn bókaverðlaun. Berist fleiri réttar úrlausnir verða nöfn dregin úr hatti. Yfirdómarar Getraunarinnar eru sem fyrr hjónin Guðríður B. Jónsdóttir og Þórður Vilhjálmsson. Gangi ykkur vel og gleðilega páska. 1. Í mars árið 1933 urðu verkalýðsátök hér á landi sem kennd eru við skip nokkurt er flutti ákveðna vöru til landsins. Vara þessi var ætluð til framleiðslu sem bæta átti atvinnuástandið sem var bágborið á þessum tíma. Hvað hét skipið? Hvaða vöru flutti það? 2. Í þjóðsögu einni segir svo frá fyrstu uppgöngu í sker nokkurt. Skerið hallast töluvert til útsuðurs og segir sagan tildrögin til þess þannig: Fyrst framan af kom engum manni til hugar að reyna að fara upp í skerið því engum þótti það fært nema fugli- num fljúgandi. Loksins gerðu þó tveir hugaðir menn tilraun til þess og tókst það vel þó glæfraför væri. Sá þeirra sem fyrr komst upp á skerið sagði: „Hér er ég þá kominn fyrir guðs náð.“ En hinn síðari: „Hér er ég kominn hvort guð vill eða ekki.“ Við þessi orð brá svo við að skerið snaraðist á hliðina og hristi guð- leysingjann af sér út í hyldýpið og týndist hann þar. En stórvax- inn maður kom fram og greip í hinn manninn og studdi hann svo hann færi ekki sömu leið. Upp frá þeim degi hefur skerið hallast, en stórvaxni maðurinn hjálpaði manninum niður og einnig að leggja veg upp á skerið sem lengi var farinn eftir það, en nú er með öllu af lagður og nýr vegur fundinn. Hvaða sker er hér um að ræða? Hver var hinn stórvaxni maður sem hjálpaði trúaða manninum? 3. Saga ein segir frá því að maður nokkur leit til hafs út og spurði hvort selar lægi á ísinum. Og er fleiri menn sjá þetta segja þeir að þar sigldu skip. Þetta er upphaf lýsingar á atburði nokkrum. Hvaða atburður er þetta? Hvar átti hann sér stað? 4. Spurt er um stað þar sem stunduð var umsvifamikil verslun fyrr á öldum. Þangað kom eitt sinn farmaður sem flutti erindi Noregskonungs þess efnið að þeir gengju honum á vald eða að öðrum kost gæfu honum eyju nokkra við landið. Hvaða staður er þetta? Hvað hét farmaðurinn? Hvaða eyju ágirntist konungurinn? 5. Maður nokkur varð landskunnur fyrir að klífa Háadrang við Dyrhólaey. Ári síðar kleif hann ásamt tveim öðrum upp á eyju nokkra sem ekki hafði áður verið klifin. Hvaða eyja er þetta? Hvað hét maðurinn? 6. Um áramótin 1974-1975 strandaði íslenskt skip fyrir utan Kot- ka í Finnlandi. Í fyrstu ferð þess eftir að viðgerð lauk strandaði skipið aftur. Hvaða skip var þetta? Hvar strandaði það? 7. Blað nokkurt birti frásögn af atburði undir fyrirsögninni: „Manndráp. Botnverpingar verða þrem mönnum að bana.“ Í frásögninni segir m.a.: „Svo langt er þá ójöfnuður botnverp- inga kominn – landhelgisbrot framið fyrir allra augum, hvern daginn eftir annan, mótþrói, ofbeldi, banatilræði haft í frammi gegn yfirvaldi, stolið af lögreglustjóra sjálfum meðvitundar- lausum og menn drepnir.“ Hver var þessi lögreglustjóri? Hvar átti þessi atburður sér stað? 8. Fyrir rúmlega 70 árum efndi Sjómannadagsráð til samkeppni um gerð ljóðs fyrir sjómannadaginn. Ljóðið sem fékk fyrstu verðlaun er mjög þekkt og ævinlega sungið á sjómannadaginn. Hvað heitir ljóðið? Hver er höfundurinn? 9. Við sjóinn austan undir Reynisfjalli er krókur nokkur Það var trú manna að þar væri vættur einn, og eru engar sögur um það hvers kyns hann væri, en sagt var að hann hefði mannsmynd niður að mitti, en ekki fylgir sögunni hvort neðri hlutinn átti að hafa líkst sel eður nauti, en það var annað hvort. Hann hafði aðsetur í helli sem var niður við sjóinn, og hljóðaði ákaflega undir slæm austanveður ekki síður sumar en vetur, en sú átt stendur beint upp á hellinn. Hvað heitir hellirinn? Hvað var vættur þessi kallaður? 10. Í fornriti nokkru stendur eftirfarandi: „Gengu þeir þangað sem jarl hafði látið gera skip góð. Jarl hafði látið gera skip það eitt er eigi var gert sem langskip. Þar var gammshöfuð á og búið mjög. Jarl mælti: „Þú ert skrautmenni mikið og hefir þú það af frænda þínum. Vil eg nú gefa þér skip þetta. Þar skal fylgja með vinátta mín. Vil eg að þú sért með mér svo lengi sem þú vilt.“ Hvað hét jarlinn? Hverjum gaf hann skipið? Hvað hét skipið? Hver var frændinn sem jarlinn nefndi? Úr hvaða riti er þessi frásögn? Guðríður B. Jónsdóttir og Þórður Vilhjálmsson Páskagetraunin

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.