Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Side 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Side 48
48 – Sjómannablaðið Víkingur tök sjómanna mótmæltu þessu kröftuglega en sjómannaprestar í hafnarborgum ræddu við sjómenn og gerðu kannanir á land- gönguleyfum þeirra. Í október s.l. skrifaði Barack Obama undir ný lög þar sem krafa er gerð um að öryggisáætlanir hafnar- svæða verði að koma upp kerfi sem gerir öllum þessum aðilum kleift að komast í gegnum hafnarsvæðin að og frá skipum sín- um án nokkurs kostnaðar. Binda menn miklar vonir við að breyting verði á ástandinu í bandarískum höfnum en til við- miðunar við samningu nýju laganna var stuðst við niðurstöður sjómannaprestanna. Fullur skipstjóri Kóreanskur skipstjóri flutningaskipsins STXC Daisy, sem skráð er í Panama, var dæmdur í fjórtán daga fangelsi í Bandaríkj- unum fyrir ölvun við stjórn skipsins. Þá er honum bannað að koma í bandaríska lögsögu í sex mánuði. Við áfengismælingu reyndist Sin Seong Ug skipstjóri vera með tvisvar sinnum meira magn í blóðinu en heimilt er. Atvikið átti sér stað þegar skipið var að sigla um Pugetsund á leið til Seattle. Strandgæslan hafði átt í vandræðum með að komast um borð en skipstjórinn fór ekki að fyrirmælum þeirra sem vakti grun um að hann væri undir áhrifum áfengis. Hann hefði örugglega sloppið ef hann hefði verið að koma til hafnar á Íslandi jafnvel þótt hann hefði verið tvisvar sinnum fyllri. Risaskipin koma brátt Umræður um 18.000 TEU gámaskip hafa staðið lengi en síðasta dag febrúar mánaðar skrifaði A.P. Möller Mærsk undir skipa- smíðasamning við Korea‘s Daewoo Shipbuilding & Marine Engineering í Kóreu um smíði á 10 gámaskipum af þeirri stærð. Samningurinn gerir ráð fyrir að útgerðin hafi forgang um smíði á 20 skipum til viðbótar sömu gerðar. Um er að ræða byltingarkennda hönnun á skipagerðinni þar sem verulega verður horft til hagræðingar í rekstri sem og að mengun frá skipinu verði í algjöru lágmarki. Hönnunarhraði þessa skipa- gerðar verður líklega í samræmi við þá nýju stefnu útgerðar- innar að minnka siglingahraða skipa sinna til að draga úr olíu- notkun. Ekki er því búist við að um hraðskreið skip verði að ræða. Skipin eiga að afhendast á tímabilinu 2013 til 2015 og munu þau breyta öllum skilningi á stærð og hagkvæmni í sigl- ingum samanborið við það fullkomnasta í dag sem er skipið Emma Mærsk og systurskip þess. Þau hafa hlotið tegundar- heitið Tripple E klassi og verða 400 metra löng, 59 metra breið og hæðin litlir 73 metrar. Skipin verða 16% stærri en stærstu gámaskip í dag. Gert er ráð fyrir að skipið muni eyða um 35% minna eldsneyti en 13.100 TEU‘s gámaskip gera í dag. Hvert skip mun kosta 190 milljónir dollara. Allt efni sem notað verður til smíði skipanna verður vottað og skráð í „cradle- to-cradle“ vottorð sem táknar að þegar skipin verða rifin er hægt að endurnýta allt sem frá skipunum mun koma. Við munum sannarlega fylgjast með smíði fyrsta skipsins á þessum síðum. Sektaðir Nýlega var gámaskiparisinn A.P. Möller Mærsk fundinn sekur fyrir dómstólum í Bretlandi fyrir að hafa brotið ákvæði um vinnu- og hvíldartíma um borð í einu skipa sinna. Um var að ræða gámaskipið Maersk Patras sem sigldi undir breskum fána en þarlend siglingayfirvöld framkvæmdu skoðun um borð í skipinu í Bremerhaven í september 2009. Skipstjóri, yfirmenn og undirmenn höfðu ekki fengið lögboðna hvíld og var út- gerðin aðvöruð. Útgerðin sendi tilkynningu til allra skipa sinna um að fara að reglum um vinnu- og hvíldartíma en það kom ekki í veg fyrir að ástandið breyttist um borð í Maersk Patras. Var útgerðin sektuð um 18.500 pund auk þess að greiða kost- nað upp á 4.500 pund. Bresk siglingayfirvöld hafa farið af stað með átak í að skoða hvort farið sé eftir tilskipunum um vinnu- og hvíldartíma um borð í breskum skipum og erlendum skip- um sem koma þar til hafnar. Bent er á að dómurinn yfir A.P. Möller ætti að vera sterk skilaboð til útgerða um að passa upp á hvíldarákvæði skipverja sinna. Hvernig ætli staðan sé hjá okkar íslensku sjómönnum? Sömu reglur gilda hér á landi og hjá Bre- tum en hver kannar hvort eftir þessum kröfum er farið? Prestige Þau eru orðin mörg árin og margir pistlarnir sem ég hef skrifað í gegnum árin um slysið þegar olíuskipið Prestige brotnaði un- dan ströndum Spánar 14. nóvember 2002 og skipstjóri skipsins var hnepptur í fangelsi. Spænskur dómstóll krafðist 3 milljóna evra í tryggingu fyrir að láta skipstjórann lausan úr haldi en samtök sjómanna og útgerða brugðust hart við og sögðu að mannréttindi væru brotin. Útgerð skipsins yfirgaf skipstjórann en London Club tryggingaklúbburinn tók upp á sitt einsdæmi að greiða tryggingargjaldið til að skipstjórinn Apostolos Man- gouras kæmist til síns heima í Grikklandi. Málið var kært til Mannréttindadómstóls Evrópu sem dæmdi spænskum stjórn- völdum í vil. Er það lögfræðilegt mat bæði Alþjóða- og Evrópu- sambands flutningaverkamanna að Spánverjar hafi brotið Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna er Spánn undirri- taði 1976 og innleiddi 1977. Mangouras skipstjóri eigi því einn möguleika eftir og það er að láta lögfræðinga sína sækja málið fyrir Mannréttindadómstóli Sameinuðu þjóðanna. Mikil reiði Það liggur við að Utan úr heimi sé að mestu undirlagt undir stærstu útgerð heims A.P. Möller Mærsk. Samtök sjómanna, Nautilius International, hafa ráðist að útgerðinni í kjölfar til- kynningar frá þeim síðarnefndu um 2.25 billjón dollara hagnað af gámaskiparekstri útgerðarinnar. Í tilefni af þessum mikla hagnaði sendi yfirmaður Maersk Line, Morten Engelstoft, áhöfnum gámaskipanna skilaboð þar sem sagði að hversdags skuldbinding skipverja í að draga úr kostnaði hefði haft veruleg áhrif á afkomu ársins. Hvatti hann áhafnir til að samgleðjast skrifstofufólkinu í aðalstöðvunum í Kaupmannahöfn og fagna þessum árangri með því að hafa á borðum hina hefðbundnu Utan úr heimi Apostolos Mangouras er líklegast frægasti skipstjóri heims í dag og það ekki af góðu. Hans eina von er Mannréttindadómstóll SÞ.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.