Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Qupperneq 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Qupperneq 49
Sjómannablaðið Víkingur – 49 dönsku lagköku. Formaður Nautilius, Mark Dickinson, líkti þessu við ummæli Maríu Antoinette, „látum þá éta kökuna“ þegar hún heyrði að franskir bændur berðust við hungurvof- una. Dickinson segir að samkvæmt viðbrögðum frá félagsmönn- um sínum á skipum útgerðarinnar séu þeir líklegri til að éta eigin reiði frekar en að fagna með höfuðstöðvunum. Hagnað- inum hefði útgerðin náð með því að losa sig við vel menntaða og reynda sjómenn sem og að draga svo úr kostnaði að fæðis- kostnaðurinn vart dyggði til að setja krem á lagkökuna sem þeir ættu að éta útgerðinni til samlætis. Þá hefðu þeir ekki lengur leyfi til að vera með sérvettur til að þurrka sér eftir kökuátið en útgerðin bannaði slíkt fyrir nokkru síðan eins og áður hefur verið skrifað um á þessum síðum. Yfir 40% gáma- skipaáhafnanna ætla að sameinast í mótmælum gegn kökuskila- boðunum. Þeir vilja fá viðurkenningu á þeirra framlagi með öðrum hætti en í kökulíki. Sören Andersen yfirmaður útgerð- arstjórnunar Maersk Line sagði fyrirtækið hlusta vel og vand- lega á allar athugasemdir. Nú er að sjá hvort kakan verði stækkuð? „Kjaftatíkur“ Bandaríska strandgæslan hefur náð ótrúlega góðum árangri með því að verðlauna þá sem segja frá mengun frá skipum þeirra í bandarískri lögsögu. Nýlega höfðu tveir skipverjar á skipi und- ir tyrkneskri útgerðarstjórn samband við bandarísku strand- gæsluna og sögðu frá að vélstjórar skipsins hefðu búið til fram- hjáhlaup framhjá olíuskilju og dælt menguðum sjó fyrir borð. Rekstraraðilinn var dæmdur í 800.000 dollara sekt auk þess að greiða 100.000 dollara til umhverfissjóðs fyrir að falsa olíu- dagbók skipsins. Fyrir vikið fengu skipverjarnir hvor um sig 125.000 dollara eða 14,3 milljónir íslenskar. Sjórán ekki lengur umflýjanleg Í síðustu viku febrúar sendu alþjóðleg samtök í skiparekstri að- vörun um að sjórán væru orðin svo hömlulaus að skip hefðu ekki lengur neinar mögulegar siglingaleiðir til að forðast árásir sjóræningja. Samtökin, BIMCO, ICS, ISF, Intercargo, INTER- TANCO og ITF hafa byrjað sameiginlega herferð til að fá al- menning til að þrýsta á ríkisstjórnir um að fara í virkar aðgerðir gegn sómölskum sjóræningjum. Sjóræningjarnir eru farnir að gera út frá móðurskipum sem þeir hafa áður rænt í stað þess að stunda iðju sína frá landi eins og var í fyrstu. Bent hefur verið á að sjóræningjarnir gerast stöðugt öflugri og ríkari með hverjum deginum sem er afleiðing tregðu stjórnvalda til að grípa inn í málið. Af þessu tilefni er þrýst á UK Chamber of Shipping að lýsa allt Indlandshaf sem stríðssvæði fyrir hönd tryggingasala. Þá hefur ITF varað útgerðir við að þær gætu fengið ákæru um manndráp ef þær halda áfram að senda skip sín um hafsvæði þar sem sjóræningjar stunda iðju sína. Vissir þú þetta um Titanic? Árið 1898 eða fjórtán árum áður en Titanic fórst skrifaði Morgan Robertson rithöfundur bókina Futility, or the Wreck of the Titan. Í þeirri skáldsögu segir frá stóru farþegaskipi, Titan, sem sigldi á ísjaka eina kalda apríl nótt og margir farast með skipinu. Titan var stærsta skip sem nokkru sinni hafði verið smíðað af mannshöndinni. Skipið í sögunni var búið vatnsþéttum skilrúmum auk þess sem ekki var nægur fjöldi björgunarbáta á því fyrir alla um borð. Hvort Robertson hafi verið skyggn eða spámaður skal ósagt látið en hann skrifaði aðra skáldsögu árið 1914 sem fjallaði um stríð milli Banda- ríkjanna og Japans sem byrjaði með árás á Hawaii. Sjómenn hafa fengið nóg af sjóránum en hagsmunaaðilar segja þau vera orðin með öllu hömlulaus. Opið mán - fös kl. 10-18 laugardaga kl. 10-16 Mörkinni 6 - Sími 588 5518 Úlpur Kápur Peysur Góðar vörur á tilboði Yfirhafnir kvenna á öllum aldri í fjölbreyttu úrvali

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.