Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Blaðsíða 2
Efnis-
Þeir eru ekki margir á lífi í dag sem upplifðu Pourquoi
pas?-slysið. Þorsteinn Jónatansson er einn þeirra.
Göntuðust með öryggismálin; Ólafur Grímur Björns-
son ræðir við bræðurna Benedikt og Hauk Brynjólfs-
syni.
Dauðinn í Dumbshafi , hrollvekjandi saga Íshafsskipa-
lestanna. Magnús Þór Hafsteinsson skrifar.
Feðgarnir Þórbjörn Áskelsson heitinn, forstjóri
Gjögurs h.f., og sonur hans Guðmundur fara í
afdrifaríka ökuferð.
Loftskeytamaðurinn Birgir Aðalsteinsson rifjar upp
jólin 1959 þegar hann sigldi með Kötlu.
Akkur - styrkir
Lögmenn eru þurrir og leiðinlegir, segir almanna-
rómur. Er það svo? Er Jónas Haraldsson kannski
leyniskytta í frítíma sínum – og leiðinlegur – eða með
hnyttnari mönnum þessa lands?
Matti Björns sigldi með Carlsen í stað þess að fara
hina örlagaríku siglingu með Dettifossi 1945.
Árni Bjarnason fer í siglingu.
Ragnar Franzson lendir í tveimur ásiglingum í sama
túrnum.
Hverjir voru pólsku togararnir og hvar eru þeir í dag?
Helgi Laxdal segir okkur allt um þessa „sjömenn-
inga“.
Ljósmyndakeppni sjómanna 2011, laufl étt upprifjun til
áhersluauka.
Þórður Eiríksson fer útbyrðis í brjáluðu veðri. Gísli
Jónsson skipstjóri segir frá.
Páskagetraunin, úrslit kynnt.
Ólafur Ragnarsson rifjar upp daginn voðalega í janúar
1952
Hilmar Snorrason skyggnist út í heim.
Saga af sjónum: Helgi Laxdal ríður á vaðið.
Frívaktin er helguð hinni stórskemmtilegu bók, „Sögu
Útvegsbændafélags Vestmannaeyja 1920 – 2010“.
Hilmar Snorrason fer á netið og fi nnur meðal annars
allar Árbækur Slysavarnafélags Íslands og Lands-
bjargar.
Krossgátan.
Sjómenn og aðrir lesendur Víkings.
Sendið okkur línu um efni blaðsins, gagn-
rýni eða hrós, tillögur um efnisþætti og
hugmyndir um viðtöl við áhugaverða sjó-
menn, jafnt farmenn sem hina er draga fisk
úr sjó. Hjálpið okkur að halda úti þætt-
inum: Raddir af sjónum.
Netjið á jonhjalta@simnet.is
Forsíðumyndina tók Þorgeir Baldursson af
Hörpu VE-25 í brælu á leið til lands með
fullfermi, 950 tonn.
4
8
14
18
19
22
24
30
32
25
35
Útgefandi: Völuspá, útgáfa,
í samvinnu við Farmanna- og fi skimannasamband Íslands.
Afgreiðsla og áskrift: 862 6515 / netfang: jonhjalta@simnet.is
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Hjaltason, sími 862 6515,
netfang: jonhjalta@simnet.is Byggðavegi 101b, 600 Akureyri.
Auglýsingastjóri: Katrín Laufey Rúnarsdóttir, sími 856 4250 / netfang: katalaufey@gmail.com
Ritnefnd: Árni Bjarnason, Hilmar Snorrason og Jón Hjaltason.
Forseti FFSÍ: Árni Bjarnason.
Prentvinnsla: Ásprent.
Aðildarfélög FFSÍ: Félag skipstjórnarmanna, Félag íslenskra loftskeytamanna, Félag bryta,
Skipstjóra- og stýrimannafélögin Verðandi, Vestmannaeyjum og Vísir, Suðurnesjum.
Sjómannablaðið Víkingur kemur út fjórum sinnum á ári og er dreift til allra
félagsmanna FFSÍ.
ISSN 1021-7231
26
36
38
48
39
49
44
48
50
Stæsta vandamálið óleyst
Við Íslendingar höfum glímt við eitt og sama vandamálið frá upphafi kvótakerf-
isins. Vandinn felst í því að það magn sem heimilað er að veiða ár hvert er víðs
fjarri því að duga öllum þeim sem hafa vilja og löngun til að stunda fi skveiðar
sér til lífsviðurværis. Sé horft til sjávarútvegsins frá sjónarhóli þjóðhagslegrar
hagkvæmni og arðsemi þá blasir við að í raun og veru er fl otinn allt of stór og
afkastamikill. Ekki eitt einasta fi skiskip kemst nálægt því að búa yfi r fullnægj-
andi afl aheimildum sem duga til að nýta/ reka skip á fullum afköstum. Fiski-
skipafl otinn almennt er í raun á fl ótta undan fi ski sem hann hefur ekki heimild
til að veiða. Sem sagt, of margir að róa, allir með of lítinn kvóta.
Ef á annað borð stendur til að fylgja ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar eins og
yfi rlýst stefna stjórnvalda kveður á um og horft er til sömu sjónarmiða og að
ofan greinir þá hlýtur eina raunhæfa aðgerðin að felast í því að fækka fi skiskip-
um og aðlaga þar með stærð fl otans að afrakstursgetu fi skistofnanna. Því miður
hafa ráðamenn í gegn um tíðina ekki haft staðfestu til að stýra stjórnkerfi nu í
þennan farveg, heldur hefur frá upphafi verið látið undan kröfum um tilslakanir
og eftirgjafi r af ýmsum toga. Oftar en ekki umfram annað í þeim fróma tilgangi
að ná endurkjöri á Alþingi.
Því miður er réttlætið létt í vasa
Breytingar þær sem róttækustu stjórnarliðar vilja að nái fram að ganga byggja á
þeirri göfugu hugsun að allir þjóðfélagsþegnar eigi sama rétt til nýtingar auð-
lindarinnar og því markmiði verði að ná hvað sem tautar og raular. Ekki er
merkjanlegt að það trufl i þessa réttlætissinna að réttlæti til handa umbjóðendum
þeirra mun leiða gríðarlegt óréttlæti yfi r sjómenn, sem hafa þó ekki annað til
saka unnið en að starfa í því umhverfi sem stjórnvöld hafa búið til á liðnum
áratugum. Það er morgunljóst að ef þeir sem róttækastir eru ná sínu fram blasir
óásættanleg kjaraskerðing við atvinnusjómönnum. Og þá verða átök.
Gullfi ska-minni
Í nóvember árið 2007 komu fram á þingi FFSÍ þungar áhyggjur af stöðu sjó-
mannastéttarinnar og þeirri staðreynd að mjög erfi tt og jafnvel ómögulegt væri
að manna fl otann, jafnvel bestu plássin stóðu auð. Nú er öldin önnur og nú skal
sauma svo um munar að þessu „liði sem arðrænt hefur þjóðina um árabil“.
Hinum frábæra tónlistarmanni KK fi nnst sjálfsögð mannréttindi að hann og
skoðanabræður hans fái að veiða tugi þúsunda tonna og skerða þar með hlut og
tekjur atvinnusjómanna sem stóðu brosandi í stórsjó og byl á meðan hann
spilaði af fi ngrum fram á Strikinu í sól og blíðu. Ég dreg stórlega í efa að
Kristján eigi sér marga skoðanabræður meðal sjómanna er staðið hafa vaktina
við fi skveiðar, í gegnum súrt og sætt, jafnvel árum og áratugum saman.
Vonum að skynsemin ráði
Hugsanlega verður fram komið frumvarp um breytingar á stjórnkerfi fi skveiða
þegar þessi skrif koma fyrir almenningssjónir. Vonandi verður í því, umfram
annað, horft til þess með hvað hætti þjóðarbúið hefur mestan arð af sjávarút-
veginum án þess að setja hann á hliðina.
Óska sjómönnum, fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum
gleðilegs sjómannadags.
Árni Bjarnason