Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Síða 6
6 – Sjómannablaðið Víkingur
dánir núna? Og hvað voru þeir margir?
Var ekkert hægt að gera til að bjarga
þeim? Var ekki hægt að komast á báti út
að strandstaðnum? Eða var veðrið svo
vont, að alls ekki væri hægt að komast
neitt? Og hvernig var með björgunar-
bátana, höfðu engir komist í þá? Spurn-
ingarnar, sem leituðu á hugann voru
margar, en það var fátt um svör í bili.
Fréttir af því, hvað þarna væri að ger-
ast, var aðeins að fá í gegnum símann.
Símalína var til bæjanna Laxárholts og
Vogs frá miðstöð, sem var á bænum
Hundastapa. Fólki þar var þó ekki skylt
að sinna símsvörun nema ákveðna tíma
kvölds og morgna, en þegar svo mikil
tíðindi lágu í loftinu sem nú virtist vera,
var þó oftast svarað. Við hringdum
nokkrum sinnum frá Laxárholti til að
forvitnast og hlustuðum svo að sjálf-
sögðu einnig, þegar hringt var frá Vogi
eða þangað. Útvarp var þá ekki í gangi
allan daginn eins og nú er orðið, aðeins
um tíma að kvöldinu.
En smám saman skýrðist málið.
Fljótlega varð ljóst, að aðeins gat verið
um eitt skip að
ræða, franskt segl-
skip, sem farið hafði
frá Reykjavík daginn
áður og ætlað áleiðis
til Frakklands, en
hefði lent í miklu
hvassviðri um nótt-
ina og hrakið undan
veðrinu upp í skerja-
garðinn við Mýrar.
Þá upplýstist einnig
að þetta var frægt
hafrannsóknaskip og
leiðangursstjórinn
heimsfrægur vísinda-
maður, en eitthvað
vafðist nafnið á skip-
inu fyrir fólki að svo
stöddu. Smám saman
bárust fréttir af því,
að lík skipverja væri
farið að reka á land,
fyrst heyrðum við að
þrjú væru fundin,
síðan fimm og loks
17, þegar líða tók á
daginn. En þá hafði
líka einn skipverja
rekið að landi lif-
andi.
Um kvöldið komu
svo fréttir í útvarpi
og síðar í blöðun-
um. Það var franska
rannsóknaskipið
Pourquoi pas? sem
strandaði á skerinu
Hnokka undan
Straumfirði um
fimmleytið aðfaranótt 16. september
1936. Um borð voru 40 skipverjar og
fórust 39 þeirra, en einn rak lifandi til
lands og ungur maður í Straumfirði,
Kristján Þórólfsson, bjargaði honum í
flæðarmálinu. Leiðangursstjórinn hét dr.
Charcot, víðkunnur vísindamaður. Skip-
ið hafði verið í Reykjavík nokkra daga
vegna viðgerða, en haldið á brott þaðan
eftir hádegi daginn áður. Þegar reynt var
að setja björgunarbáta á flot eftir strand-
ið brotnuðu þeir jafnharðan í illviðrinu
og þegar björgunarsveit frá Akranesi
kom á vettvang var allt um garð gengið.
Alls rak 22 skipverja til lands, þar á
meðal lík dr. Charcot. Nokkrum dögum
áður hafði hann hitt vesturíslenska land-
könnuðinn Vilhjálm Stefánsson í Reykja-
vík. Sjálfsagt hafa þeir tveir verið flestum
fróðari um eitt og annað í norðurhöfum
jarðar og ekki skort umræðuefni.
En hvað kemur til, að ég skuli muna
svo vel eftir þessum atburði og hann láta
svo oft á sér kræla í huga mínum? Vissu-
lega var þetta stórslys og margir létu
lífið. Það voru þó menn, sem ég þekkti
ekkert og ekki einu sinni samlandar
mínir. Ekki var heldur einsdæmi að sjó-
slys yrðu við Ísland. Þau hafa því miður
orðið mörg á þeim áratugum, sem ég
hefi lifað og margir sjómen látið lífið í
harðri baráttu við hafið. Hversvegna man
ég ekki eins vel eftir neinu af þeim slys-
um? Hversvegna er ég búinn að gleyma
þeim mörgum?
Ég held að skýringin sé ein og aðeins
ein: Menn muna hverskonar atburði,
góða og illa, því betur sem þeir gerast
nær þeim, og skiptir þá ekki öllu máli
hvort viðkomandi sér atburðina eða
ekki, þó að vitaskuld skerpi það minnið
að sjá það sem gerist. Ég sá ekki franska
skipið strandað á skerinu Hnokka. Ég sá
ekki heldur líkum sjómannanna raðað
upp í fjöruborðinu. Ég sá ekki neitt af
því, sem gerðist í fjörunni við Straum-
fjörð 16. september 1936. Samt man ég
einkennilega vel eftir þessu. Það hlýtur
að vera vegna þess hve nálægt mér þetta
gerðist. Ef Pourquoi pas? hefði farist við
Skeiðarársand væri ég líklega búinn að
gleyma því og örugglega, ef það hefði
farist við Noreg. Þau eru orðin mörg
skipin, sem hafa farist við sandana í
Skaftafellssýslum. Ég man ekki nafn á
neinu þeirra.
Fyrir mér er þetta sönnun þess, að
menn muna það sem gerist því betur,
sem það gerist nær þeim, nema annað
komi til, sem heldur minninu vakandi. Á
ég þá einkum við það, sem snertir við-
komandi persónulega, nákomna ættingja
eða ástvini. Þá verður, eftir því sem við
á, gleði eða sorg til að örva minnið og
festa atburðina þar til lengri tíma, og
skiptir þá nánd eða fjarlægð minna máli.
Einhverjir kunna að segja, að vegna
þess hve ungur ég var, þegar slysið við
Straumfjörð varð og hversu stórt í snið-
um það var, hafi það skotið óslítandi rót-
um í huga mér. Ég held, að því sé ekki
þannig farið. Ég var á þessum tíma far-
inn að fylgjast mjög vel með fréttum,
innlendum og erlendum, og nægar voru
þar slysafréttir og af mannskæðum at-
burðum. Og ekki fækkaði slíkum frétt-
um, þegar heimsstyrjöldin hófst, en fátt
festist þá mér í minni. En nándin réði,
þegar Pourqoui pas? fórst.
En meðan ég man, það varð minna úr
kartöfluupptektinni þann 16. september
1936, en ég hafði áformað, enda var
veðrið ekki gott og fleira um að hugsa.
En ég lauk við að taka upp næstu daga
og kartöflurnar fóru til kaupfélagsins
skömmu síðar og ég varð reikningseig-
andi þar. Fyrsta úttektin var Stafsetning-
arorðabók Freysteins Gunnarssonar, sem
kostaði kr. 3.50. Bókin sú hefur oft kom-
ið mér að gagni og skipar enn heiðurs-
sess í minni bókahillu.
Siglingaleið Charcot 1931.