Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Side 37
Sjómannablaðið Víkingur – 37
Vaktirnar gengu áfram í brúnni og var
bátnum haldið upp í vind og sjó. Ég var
síðan ræstur aftur rétt fyrir klukkan tíu
eins og fyrir var lagt.
Ég kom við í borðsalnum og fékk mér
kaffi og brauðsneið áður en ég færi að
takast á við verkefni dagsins. Fáir af
áhöfninni voru í borðsalnum, voru flestir
í klefum sínum. Einar Reynisson, annar
vélstjóri, var á vakt í vélinni og var hann
og Jens Þorsteinsson háseti í borðsaln-
um en Jens var að fara á vakt í brúnni og
urðum við samferða upp. Þórður Eiríks-
son háseti var að enda sína vakt. Þessir
menn áttu allir eftir að koma við sögu
þennan örlagaríka dag.
Það sem við blasti þegar ég leit út um
brúargluggann var ekki árennilegt, stóra
stormur og mikill sjór, en engir sjáan-
legir brotsjóir. Ég hef áður getið þess að
á þessum slóðum geta orðið mjög vond
veður í norðaustan stórviðrum og vont
sjólag ef straumur stendur norður. Þarna
voru komnar þær aðstæður.
Ég heyrði ávæning af samtali þeirra
Þórðar og Jens þar sem þeir töluðu um
að keðja á netadreka sem staðsettur
var við vantinn bakborðsmegin á efra
dekki væri að dragast eftir dekkinu og
truflaði svefn þeirra sem sváfu í klef-
unum frammí. Þeir félagarnir Jens og
Þórður gengu eitthvað niður rétt áður en
veðurspáin var lesin klukkan tíu en ég
fór að hlusta á veðrið.
Ég man enn formálann að veður-
spánni: „Nú geysar fárviðri á Vestfjarða-
miðum.“ Það var orð að sönnu.
Ég öskraði
Víkjum nú að þeim Þórði og Jens. Þeir
höfðu orðið samferða niður og voru enn
að velta fyrir sér með drekakeðjuna og
urðu lyktir þær að keðjan skyldi fest.
Upphaflega ætluðu þeir að fara báðir en
úr varð að Þórður fór einn. Þetta vissi ég
ekki fyrr en síðar.
Að veðurspánni lokinni fór ég að tala
í talstöðina og voru skipstjórarnir að
ráða ráðum sínum hvað best væri í
stöðunni, hvort ætti að reyna að sigla í
var eða að halda sjó. Hvorutveggja var
vondur kostur því tæpar sjötíu mílur
voru í næsta var og yrði það löng sigling
á móti svo miklum vindi. Hitt var líka
slæmur kostur þar sem veðrið var enn að
versna. Þar sem ég stóð við gluggann sé
ég að einhver var að fara fram á dekkið,
ég sá ekki hver þar fór en reif upp glugg-
ann og öskraði af lífs og sálarkröftum til
að stoppa manninn. Ekki gekk það og
var sama hvað ég gerði mér tókst ekki að
ná sambandi við hann fyrir veðurofs-
anum.
Þórður, en þetta var hann, skreiddist
fram dekkið og yfir að drekahrúgunni á
rekkverkinu og ætlaði að fara að festa
keðjuna. Þar kom að því, það reis upp
eitthvert það stærsta brot sem ég hef séð
og stefndi á bátinn þar sem Þórður var
að bjástra við keðjuna. Brotið skall á
bátnum og fann ég þegar það skall á
bátnum að framan og síðan ofaná brúna.
Þegar þessi öflugi brotsjór hjaðnaði og
þegar ég fór að sjá út var sem mig
grunaði, Þórður var horfinn. Um leið
hentist ég út í dyrnar fyrir aftan mig og
leit aftur fyrir bátinn og þar lá hann í
sjónum svona fimmtíu til sjötíu metra
fyrir aftan bátinn. Þórður veifaði til mín
þar sem hann lá í sjónum og ég kallaði
til hans að við myndum bjarga honum.
Þeir Einar annar vélstjóri og Jens
komu upp í brúna þegar brotið skall á
bátnum og man ég ekki hvort fleiri bætt-
ust í hópinn. Ég setti vélina í botn og fór
að snúa bátnum en gætti þess jafnframt
að tapa ekki sjónum af Þórði. Ætlun mín
var að komast vindmegin við manninn
og láta bátinn síðan reka að honum og
reyna að ná til hans þannig. Þegar stutt
var eftir í að komast fyrir vind var Þórð-
ur orðinn meðvitundarlaus og lá á grúfu
í sjónum og mátti nú engan tíma missa
því lífslíkurnar minkuðu nú hratt.
Það sem mér fannst vera heil eilífð
hefur ekki verið nema eitthvað um fimm
mínútur frá því brotið reið á og þar til
www.ishusid.is
S: 566 6000
Smiðjuvegi 70
200 Kópavogi
FREON
Hágæða
Framleiðendur kælikerfa hafa varað við óvönduðum
framleiðendum en mikið hefur verið um efni á markaðnum
sem geta eyðilagt kerfi vegna lélegra grunnefna og raka í
freoninu.
Íshúsið býður upp allar gerðir hágæða freons frá Koemans.
Skiptiefnið í staðinn fyrir R-22 er væntanlegt.
Um þetta snýst íslenskur sjávarútvegur, verkun og útflutning. Þeir á Guðfinnu Steinsdóttur ætluðu að fiska
fyrir Þýskalandsmarkað. Aðrir sendu skreið til Afríku.