Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Síða 10
10 – Sjómannablaðið Víkingur
þegar troll fór á hvolf og snerist svo marga hringi á leiðinni upp
að tugir faðma af togvírunum voru snúnir saman. Slíkir stórat-
burðir og viðbrögð við þeim – rétt eða röng – urðu gjarnan
umræðuefni, þegar beztu menn skipsins höfðu fengið sér í
glas.
Í skáldsögu Njarðar P. Njarðvík, Hafborg1, er lýsing á tog-
aralífi. Þar er flott og raunsönn lýsing á því, þegar togara er
haldið til í vitlausu veðri. Það er tilkomumikið að standa í
brúnni og horfa fram eftir skipinu, þegar það hrapar í öldu-
dalinn, fær yfir sig fylluna, fer á kaf, en byrjar svo að lyfta sér
titrandi af átökunum undir sjófarginu, unz það rífur sig upp á
næsta ölduhrygg, og sjórinn fossar út af dekkinu. Og þannig
aftur og aftur, þar til veðrið hefur gengið niður.
Göntuðumst með öryggismálin
Benedikt: Þetta var svona með öryggismálin. Ég man, þegar við
vorum eitt sinn að landa, þá átti að sjósetja björgunarbát. Það
tók heilan dag að koma bakborðsbátnum út, koma honum í
sjóinn. Þótti ekki taka því að eyða tíma á hinn bátinn. Hugsum
um það, ef þurft hefði að nota þessa báta. Norðlendingur var þó
ein undantekning, allt hjólliðugt hjá þeim. Þau voru mjög fá
skipin, þar sem eitthvað var hugsað um þetta.
Haukur: Setustofa eða káeta var aftur í á Guðmundi Júní.
Þar voru lokrekkjur fyrir kyndarana. Umhverfis setustofuna
voru þrír klefar. Í þeim voru vélstjórarnir, kokkar og fyrsti
stýrimaður, alls bjuggu átta manns þarna niðri. Vel hafði verið
vandað til innréttinga í upphafi, harðviður og fínerí. En ein-
ungis ein aðkomuleið var að þessum vistarverum; stigi niður úr
ganginum stjórnborðsmegin. Það hefði því orðið harðsótt að
komast þaðan og upp á dekk í því neyðartilfelli, að skipið hefði
legið á stjórnborða. Við þessu höfðu menn séð, þegar skipið var
smíðað, því yfir stóru borði í setustofunni var lúga, mannop
upp á bátapall, og hefur augljóslega átt að vera neyðarútgangur.
1 Njörður P. Njarðvík. Hafborg. Rvk. 1993.
Þetta var stórt kýrauga lokað með boltum, sennilega ¾”, með
vængjaróm. En rærnar voru óhreyfanlegar, því búið var að mála
þetta allt saman ótal sinnum með olíumálningu. Og þótt menn
hefðu nú haft slípirokk með skurðarskífu við hendina og kúttað
boltana, þá hefði það engu breytt, því stór kista var boltuð í
bátapallinn, beint yfir mannopinu. Hún var full af björgunar-
beltum þessara tíma; gerðum úr striga með korkflotum. Þarna
hefur áreiðanlega verið geymdur lögboðinn fjöldi björgunar-
belta fyrir skipið.
Ekki misstum við sægarparnir svefn vegna ónothæfs neyðar-
útgangs, heldur gerðum við grín að öllu saman. Einkum minnir
Olav Öyahals, vélstjóri, með konu sinni Huldu og börnum á Flateyri við heim-
komuna. - Ljósmynd: Ól. K. M.
Breskur togari á Íslandsmiðum, svipaðrar gerðar og Loch Milford.
Ljósmynd: Ragnar Franzson.