Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Síða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Síða 27
bakstur hjá góðum kokki, vinna við landfestar, mikil pappírsvinna yfirmanna og síðast en ekki síst að koma svona skipi áfallalaust inn og út úr þeim höfn- um sem leiðin liggur um. Þetta eru í grófum dráttum þau verkefni sem áhöfn- in hafði á sinni könnu og fórst það vel úr hendi. Ferðapunktar Fórum frá Vogabakka í Sundahöfn upp úr kl. 23 fimmtudaginn 7. apríl. Áhuga- vert og upplýsandi að sjá hvernig skip af þessari stærð er manúerað frá bryggju. Öll stjórntök Sigþórs skipstjóra örugg og fumlaus. Halldór hafnsögumaður, skóla- bróðir minn úr farmanninum ´73, var Sissa til halds og trausts. Vanir menn á ferð. Fyrsti áfangastaður Vestmannaeyjar. Komum til Eyja um 9 leytið að morgni þess 8. apríl. Þar teknir nokkrir gámar af okkar traustustu útflutnings- afurðum semsagt frosnar og ferskar fiskafurðir. Höfnin skuggalega þröng fyrir skip af þessari stærð. Ljóst er að ekki eru margir metrar upp á að hlaupa þegar skipinu er snúið inni í höfninni og næsta víst að ekki má vera mikið að veðri til að varasamt og um leið vafasamt sé að fara þarna inn, ef gæta á fyllsta öryggis. Við Sigþór fórum á skrifstofu Samskipa í Eyjum og hittum þar fyrir Kaju sem ræður þar ríkjum. Hún tók vel á móti okkur og lánaði okkur bílinn sinn. Fórum í sigthseeing um Heimaey. Hitti Kúta, öðru nafni Björgvin Sigurjónsson (sem hannaði Björgvinsbeltið sem talið er að hafi bjargað á þriðja tug manna) en hann er Akureyringur og gamall togarajaxl. Urðu þar miklir fagnaðar- fundir þar sem við ræddum þá upplifun þegar fjölmargir síðu- togarasjómenn hittust á Akureyri síðastliðið sumar og rifjuðu upp gömul kynni. Leystar landfestar í hádeginu og haldið áeiðis til Immingham. Föstudagur 9. apríl. Áhöfn sýndir fræðslu- þættir um öryggismál og sérstakur þáttur um björgun með þyrlu. Eftir það var undir- ritaður tekinn í • Vestmannaeyjar hafa lengi verið öflugasti útgerðarstaður landsins og nálægð nemenda við atvinnulífið er hvergi meiri. • Margra ára hefð er fyrir góðri samvinnu skólans og fiskvinnslustöðvanna. • Fiskiskipaflotinn er sá best búni á landinu og er nú verið að undirbúa fljótandi kennslustofu um borð í fullbúnu skipi. • Verknámsaðstaða vélstjóra er mjög góð og öll kennsla persónuleg. • Vönduð og ódýr heimavist á góðu hóteli. Heiti Námstími Einingafj. Réttindi SA 2 annir 45 24 m skip SB 4 annir 80 45 m skip SKIPSTJÓRN Framhaldsskólinn Vestmannaeyjum • Dalavegi Vestmannaeyjum • skrifstofa@fiv.is • sími 488 1070 • www.fiv.is Heiti Námstími Einingafj. Réttindi VA 2 annir 38 <750 kW VB 6 annir 126 <1500 kW VÉLSTJÓRN Skip- og vélstjórnarnám í stærstu verstöð á Íslandi H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Rögnvaldur yfi rstýrimaður og Hólmsteinn á stímvaktinni. Trausti yfi rvélstjóri á heimavelli.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.