Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Side 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Side 33
Sjómannablaðið Víkingur – 33 á meðan þau voru skráð hér á landi eða að meðaltali 4,14 nöfn pr/skip sem tæp- ast telst til frétta sé litið til eigendaskipta í íslenska fiskiskipaflotanum. Örlög skipanna Búið er að úrelda bæði Ögra og Vigra. Vigri hét síðast Haukur ÍS-847 þegar hann var úreltur og seldur í brotajárn til Danmerkur. Tekinn af íslenskri skipaskrá í apríl ´07. Ögri hét síðast Bravo SH-163 þegar hann fór í úreldingu og seldur til Póllands. Tekinn af íslenskri skipaskrá í ágúst ´03. Engey RE-1 er enn á skrá og ber nafn- ið Kleifarberg ÓF-2, gerð út af Brimi h/f Reykjavík. Hrönn RE-10. Skipið heitir núna Yaisa og er flutningaskip skráð á Belize. Sem stendur er skipið verkefnalaust. Skipið var tekið af íslenskri skipaskrá í okt. 1999. Baldur EA-124 var seldur til útgerðar- félagsins Reyktal A/S í Eistlandi í des. ´03 og tekinn af íslenskri skipaskrá. Hét þá Eldborg RE-13. Skipið er enn á skrá í Eistlandi og í fullum rekstri; heitir núna Eldborg EK og er gert út af sama félagi og keypti það Reyktal A/S. Sam- kvæmt gögnum Siglingastofnunar Ís- lands var skipið í eigu ríkissjóðs allt þar til í janúar 1991 að það var skráð undir nafninu Skut- ull ÍS-180. Í nóv. 1975 varð Hafrann- sóknastofnunin formlegur eigandi skipsins. Var þá strax hafist handa við að breyta því í sam- ræmi við nýtt hlutverk. Á þessum breyt- ingum varð nokkuð hlé í upphafi árs 1976 en þá var skipið tekið til landhelgis- gæslu í síðasta þorskastríðinu við Breta sem lauk formlega í júní sama ár. Á með- an skipið var í eigu Hafrannsóknastofn- unarinnar hét það Hafþór RE-40. Ver AK-200. Rétt er að geta þess að um vorið 1976 þegar landhelgisstríðið við Breta var í algleymingi tók ríkið tog- arann trausta taki til þess að taka þátt í landhelgisstríðinu. Í sinni fyrstu ferð lenti skipið í árekstri við breska freigátu og laskaðist svo illa að það varð að fara beint í viðgerð. Að viðgerð lokinni var búið að ná sátt í deilunni við Breta. Skip- ið var selt til Noregs og hét þá Víðir EA- 910. Tekinn af íslenskri skipaskrá í okt. ´08. Guðsteinn GK-140 varð í maí 1983 hið fræga skip Akureyrin EA-10, eða fyrsta skipið sem Samherji á Akureyri eignaðist sem má trúlega segja að hafi lagt grunninn að Samherjaveldinu. Í maí 2005 var það skýrt Norma Mary og fékk einkennisstafina EA-12 Í framhaldinu var það selt til Englands og tekið af íslenskri skipaskrá. Í dag siglir það með ýmsar nauðsynjar til fiskiskipa sem eru að veiðum við vestur Afríku og heitir Yaiza og er skráð í Belize. Í skipunum voru aðalvélar frá tveimur framleiðendum, Blacstone og Zcoda Zulser. Aðalvélarnar í Ögra og Vigra voru frá Mirrleess Blacstone en í hinum fimm frá Zcoda Zulser. Í töflunni hér að neðan koma fram helstu tæknilegar stærðir vélanna: Í línu 1 og 2 koma fram helstu upp- lýsingar um aðalvélarnar sem settar voru í Ögra og Vigra á sínum tíma. Í línu 1 eru tæknilegar upplýsingar um vélarnar eins og þær voru útfærðar þar um borð. Í línu 2 koma fram tæknilegar upplýs- ingar um vélarnar miðað við það há- marks stöðugt álag sem þær voru fram- leiddar til að skila. Eins og fram kemur í töflunni þá voru vélarnar um borð í Ögra og Vigra keyrð- ar á um 55% álagi miðað við það há- marks stöðugt álag sem vélarnar voru framleiddar til að skila. Það var gert með því að færa snúningshraðann niður úr 600 sn/mín í 450 sn/mín. Af því leiddi að meðalþrýstingurinn fór úr 19,01 kg/ cm² í 13,88 kg/cm² Í línu 3 og 4 koma fram helstu upp- lýsingar um aðalvélarnar sem settar voru í síðari fimm skipin á sínum tíma. Í línu 3 eru tæknilegar upplýsingar um vél- arnar eins og þær voru útfærðar þar um borð. Í línu 4 koma fram tæknilegar upplýsingar um vélarnar miðað við það hámarks stöðugt álag sem þær voru framleiddar til að skila. Eins og fram kemur í töflunni þá voru vélarnar, í seinni fimm skipunum, keyrð- ar á um 67% álagi miðað við það hámarks stöðugt álag sem þær voru framleiddar til að skila. Það var gert með því að færa snúningshraðann niður úr 560 sn/mín í 485 sn/mín. Af því leiddi að meðalþrýst- ingurinn fór úr 19,99 kg/cm² í 15,39 kg/ cm². Í einu skipanna sem nú heitir Yaiza sem í upphafi hét Guðsteinn GK-140 og síðan Akureyrin EA-10 hefur aðalvélin Vigri/Ögri Hinir 5 Ein. Br. í % Rúmlestir ............................ 726,00 742,00 brl 2,20 Mesta lengd ....................... 59,50 60,60 m 1,85 Lengd milli lóðlína .............. 52,45 53,00 m 1,05 Breidd ................................ 11,30 11,30 m 0,00 Dýpt að efra þilfari ............. 7,30 7,30 m 0,00 Dýpt að neðra þilfari .......... 5,00 5,00 m 0,00 Djúprista (KVL) ................... 4,60 4,60 m 0,00 Lestarrými ........................... 475,00 530,00 m³ 11,58 Brennsluolíugeymar ............ 107,00 145,00 m³ 35,51 Brennsuolíu/kjölfestugeymar 133,00 137,00 m³ 3,01 Ferskvatnsgeymar ............... 56,00 57,00 m³ 1,79 Ganghraði reynslusigling .... 14,90 16,20 sml 8,72 Aðalvél ............................... 1596,00 2208,00 kW 38,35 Mirleess K6 Major Stöðugt Snúnings- Virkur.m Meðal álag hraði þrýst. bulluhraði kW sn/mín kp/cm² m/sek 1 1.596 450 13,88 6,86 2 2.915 600 19,01 9,14 Sulzer 6zL 40/60 3 2.208 485 15,39 7,76 4 3.312 560 19,99 8,96 Upphaf Samherja voru frændurnir þrír í brúnni – og þetta skip; Guðsteinn GK, seinna Akureyrin EA en nú skráð í Mið-Ameríku-ríkinu Belize þar sem Elísabet 2. er enn drottning. Ljósmynd: Hilmar Snorrason.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.