Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Blaðsíða 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Blaðsíða 49
Sjómannablaðið Víkingur – 49 Sumarið er nú loksins komið og því lítill tími til að sitja við tölvuna. Ég ætla þó að segja ykkur frá svo spenn- andi síðum að þið munuð sannarlega fi nna tíma til að setjast yfi r netinu og skoða síðurnar. Það er svo að við getum alltaf fundið smá tíma til afþreyingar sem ætti að draga okkur frá amstri dagsins, málningunni, blómabeðunum eða golfi nu. Fyrsta síðan sem ég fjalla um er sann- arlega áhugaverð fyrir alla landsmenn. Nú hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg komið því sem næst öllum árbókum félagsins í tölvutækt form öllum til af- lestrar á vefsíðu sem kallast www.issuu. com. Þegar þar er komið þarf að setja inn í leitarorð annað hvort Árbók eða Landsbjörg. Árbækur Slysavarnafélagsins hafa verið gefnar út árlega frá árinu 1929 og geyma þær ómældan fróðleik um íslenska björgunarsögu sem og upplýs- ingar um sjóslys, flugslys og önnur slys sem urðu á viðkomandi ári. Ég rakst á alveg stórkostlega síðu fyrir skömmu sem er þýsk, tileinkuð fjarskiptabúnaði. Slóðina www.seefunk- netz.de eiga margir skipstjórnarmenn eftir að skoða og rifja upp gömlu fjar- skiptatækin sem við notuðum hér áður fyrr á árum. Þótt síðan sé á þýsku þarf ekki þá kunnáttu til að njóta hennar. Næst ætla ég með ykkur yfir til Ír- lands að skoða síðu um írskar útgerðir á slóðinni www.irishships.com. Þar hefur maður að nafni Aiden McCabe tekið saman upplýsingar um gamlar írskar út- gerðir ásamt mörgum öðrum fróðleik um írska sjómennsku. Þá skulum við skoða síðu sem fjallar um fiskimenn á Írlandi en það er blaðið Irish Skipper sem er að finna á slóðinni. www.irishskipper.net. Í því blaði er fjallað um sjávarútveginn hjá þessum ná- grönnum okkar og eflaust hafa margir fiskimennirnir gaman af að sjá muninn á þeirra veiðum og okkar. Þegar íslenskir sjómenn eru farnir að starfa um allan heim og fjarri heimahög- um um langan tíma getur verið gott að leita uppi velferðarþjónustu sem sjó- mönnum stendur til boða um heim all- an. Mission to Seafarers en slóðin þeirra er www.missiontoseafarers.org. Þessi samtök eru sjómönnum afar mikilvæg en þau eru rekin á kristilegum grunni þar sem boðið er upp á guðsþjónustur en fyrst og fremst snýst starf þeirra um að aðstoða sjómenn með ýmsum hætti óháð trúarbrögðum. Ég hvet ykkur sjómenn sem eru siglandi úti í hinum stóra heimi til að heimsækja sjómannastofur þeirra en staðsetninguna má finna á síðunni. Án nokkurs vafa er ein mikilvægasta netsíða sjómanna sú sem sett var upp til að berjast gegn sjóránum sem ógna heimsflotanum svo um munar. Á slóð- inni www.saveourseafarers.com getum við kynnt okkur þessa herferð sem meðal annars gefur sjómönnum færi á að skrifa til ráðamanna í sínum löndum áskorun um aðgerðir gegn sjóránum. Því miður er ekki mögulegt að senda íslenskum stjórnvöldum bréf en þá er bara að þrýsta á dönsk stjórnvöld enda voru þeir síðast ríkjandi hér á landi áður en við fengum fullveldi. Á síðunni er teljari sem telur hversu margar heim- sóknir koma frá hverju landi en einungis 10 slíkar voru komnar á síðuna frá Ís- landi þegar þetta er skrifað. Ég treysti því að þessi tala muni hækka umtalsvert eftir að Víkingurinn er kominn út. Fyrir sigingafræðingana ætti næsta síða að vekja áhuga en Nautical Institute sem er með heimasíðu á slóðinni www. nautinst.org er stofnun sem hefur það markmið að vekja athygli á skiptjórnar- fræðum sem og að bæta kröfur til þeirra. Stofnunin er alþjóðleg og gefur meðal annar út fjöldan allan af fagbókum fyrir skipstjórnarmenn sem og tímaritið Sea- ways sem kemur út mánaðarlega. Hægt er að gerast meðlimur ef þið eruð hand- hafar alþjóðlegs atvinnuskírteinis skip- stjórnarmanna og þarf afrit af því að fylgja með umsókn. Næst munum við fara í ljósmynda- síðurnar og þá eru það skipin sem sigla um vötnin miklu sem ég ætla að vísa ykkur á. Slóðin www.mhsd.org er í eigu samtaka sem kallast Marine Historical Society of Detroit. Samtökin eru jafn gömul íslenska lýðveldinu og hafa það markmið að halda utan um sögu skipa á vötnunum miklu. Næst síðasta síðan tengist að sjálf- sögðu sumarfríinu og að þessu sinni eru það siglingar sem við viljum fá ykkur til að njóta á annan hátt en að vera að vinna. Á síðunni Ships and Cruises sem slóðin er www.shipsandcruises.com er að finna ótal leiðir til að njóta sumarleyfis í vellystingum um borð í skemmtiferða- eða fljótaskipi með fullt af þjónustuliði til að bera í ykkur mat og svaladrykki. Lokasíðan að þessu sinni hefur reynd- ar áður verið til umfjöllunar hér en henni var lokað um tíma en hefur nú verið sett í gang á ný. Er þetta Togarasíða Hafliða Óskarssonar frá Húsavík á slóðinni http://togarar.123.is/. Hafliði hefur safnað saman gífurlegum fróðleik um nýsköpunartogarana okkar sem svo voru kallaðir. Þeim fækkar nú óðum sem muna eftir þessum skipum og sigldu á þeim. Hafliði hefur leitað að ljósmynd- um um allt land frá þessum skipum hvort heldur sem er af þeim sjálfum eða lífinu um borð. Ef þú veist eða átt mynd- ir frá þessum skipum hafðu þá endilega samband við Hafliða. eftir Hilmar Snorrason

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.