Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Side 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Side 20
20 – Sjómannablaðið Víkingur háð því að skipstjóri Kaldbaks, Jónas Þorsteinsson, samþykkti að ég tæki við af Stefáni. Veðrið lægði og við komumst til Siglufjarðar. Þar var byrjað að lesta síldartunnur sem fara átti með til Austur Þýskalands, Finnlands og Svíþjóðar. Fékk ég aukavinnu við að telja tunn- urnar sem hífðar voru um borð, því frekar var rólegt hjá loft- skeytamanninum á ströndinni. Síðan var haldið austur með Norðurlandi, komið við á Rauf- arhöfn og endað á Austfjörðunum, en þaðan var lagt í haf. Fengum við slæmt veður til að byrja með og var ég sjóveikur. Eitt af því sem var í mínum verkahring var að taka veðurfréttir, vélrita þær á blað og færa skipstjóranum. Því miður þurfti ég að æla áður en veðurfréttunum lauk og því voru þær endasleppar. Spurði skipstjórinn af hverju vantaði afganginn á blaðið. Sagði ég sem satt var og lét hann það gott heita. Nú var tekin stefna fyrir austan Færeyjar, farið framhjá Hjalt- landseyjum og Líðandisnesi í suður Noregi. Veðrið var bjart og skyggni gott og mér er enn í minni hvað vitarnir í suður Noregi sáust vel. Á leiðinni var ég forvitinn um siglinguna og spurði Rafn skipstjóra hvar við værum a.m.k. einu sinni á dag og leysti hann úr þessum spurningum af ljúfmennsku. Staðarákvörðun- ina þurfti ég að nota til geta sagt Öskju sem var í eigu Eim- skipafélags Reykjavíkur hvar við værum, en við höfðum sam- band á hverjum degi. Mér fannst nokkur stéttaskipting um borð. Tveir borðsalir voru, yfirmenn höfðu annan og undirmenn hinn. Brytinn, öndvegismaðurinn Geir Vilbogason sem lengi sigldi með Rafni skipstjóra, bar á borð fyrir hann í íbúð hans. Messadrengir báru mat afturá til undirmannanna og voru ekki öfundsverðir af því ef veðrið var vont. Gekk illa með Danina Komið var að því að hafa samband við Danmörku þegar í Kattegat var komið. Gekk mér vel að tjá mig við dönsku loft- skeytamennina, en afleitlega að skilja þá því aldrei hafði ég heyrt Dana tala fyrr. Rafn skipstjóri heyrði að loftsketamaður- inn var í einhverjum vandræðum, kom í dyrnar á loftskeyta- klefanum, hallaði sér upp að dyrastafnum og hlustaði. Svo þýddi hann fyrir mig það sem þeir sögðu. Hann var búinn að sigla lengi og kunni málið. Stoppað var á ytri höfninni í Kaup- mannahöfn og varahlutur tekinn um borð, ég held í radarinn, en ekki var ég beðinn um neina aðstoð í sambandi við það. Held ég helst að skipstjórinn sjálfur hafi skipt um hann eða þá stýrimaðurinn Rögnvaldur Bergsveinsson sem síðar var lengi skipstjóri hjá Hafskip. Síðan var haldið til ákvörðunarstaðarins sem var Warnemunde í Austur Þýskalandi. Og þar var byrjað að losa síldina. Nú var ég kominn í fyrsta skipti til útlanda. Fannst mér lyktin öðruvísi en heima, skrítið að sjá göturnar steinlagðar en ekki malbikaðar eins og í Reykjavík. Líka þótti mér merkilegt að sjá stór tré vaxa upp úr gangstéttunum. Það var talsvert frost og verkafólkinu sem vann við skipið var greinilega kalt. Það var illa klætt og notaði tunnur með kolaeldi til að hlýja sér við. Varð ég ekki hrifinn af lífskjörum verkafólksins eins og þau komu mér fyrir sjónir þarna. Við lágum í fríhöfn og girðing allt um kring. Fór ég í land til að skoða mig um. Í hliðinu voru vopnaðir verðir og allt var skoðað og svo var hliðið opnað. Daginn eftir fór ég aftur í land, en þá hafði ég fundið einkennishúfu Jóns Bogasonar og setti hana á höfuðið. Nú tóku verðirnir mér allt öðru vísi og betur og gerðu bara honör. Mér datt í hug að fara til Rostock sem er 15-20 km. suður af Warnemunde. Tók ég lest þangað og var það í fyrsta skipti á æfinni. Hafði ég ákveðið að fara í sund í borginni, en á þessum árum hafði ég mikinn áhuga á sundi. Fann ég stóra sundhöll sem hét Neptun. Þegar ég ætlaði að borga aðgangseyrinn var mér sagt að þýska alþýðulýðveldið gæfi öllum frítt í sund. Þannig var að veturinn áður hafði ég æft dýfingar í sundhöll- inni í Reykjavík undir stjórn Valdimars Örnólfssonar sem þá var kominn heim frá námi í Frakklandi. Var hann afar skemmtilegur kennari og alltaf í góðu skapi. Bar nú vel í veiði, því í þessari sundhöll voru dýfingapallar af ýmsum hæðum. Datt mér í hug að fara upp á hæsta pallinn sem sennilega hefur verið 12 m. hár. Þegar þangað var komið „Hallenschwimmbad Neptun“ á 21 öldinni. Stökkbrettin eru þarna ennþá en hafa verið endurnýjuð síðan Birgir klifraði upp og síðan niður aftur. Fleira hefur breyst síðan þá. Þar var frítt í sund á meðan kommúnisminn var og hét en er ekki lengur í ríki neysluhyggjunnar. Sjómenn til hamingju með daginn hedinn.is

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.