Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Síða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Síða 24
24 – Sjómannablaðið Víkingur Í 3. tölublaði Víkingsins 2010 var fróð- leg grein eftir ritstjóra blaðsins, Jón Hjaltason, sem bar heitið „Stríðið við háhyrningana“, þar sem lýst var barátt- unni gegn þessum dýrum á árunum 1954 – 1959, þar sem bæði sprengjum og skotvopnum var beint, eins og lýst er í greininni. Þessir atburðir gerðust fyrir mitt minni, en þar sem ég löngu seinna tengdist þessu með óbeinum en sérstökum hætti, langar mig að segja frá því. Riffi llinn Á árunum 1972 – 1999 starfaði ég sem skrifstofustjóri hjá samtökum útvegs- manna, sem voru til húsa á II. hæð í Hafnarhvoli v/ Tryggvagötu í Reykjavík. Herbergi mitt var í norðurenda hússins og hafði ég gott útsýni yfir allan Ægis- garðinn, en lítið meir en það af höfn- inni. Fljótlega eftir að ég hóf þarna störf rakst ég á tvo rifla, sem geymdir voru í skjalageymslu í miðju húsinu og af ein- hverjum ástæðum höfðu dagað þarna uppi. Var mér sagt, að riflarnir hefðu verið notaðir í baráttunni gegn háhyrn- ingum á sínum tíma. Var annar riffillinn eldgamall hermannariffill af gerðinni Springfield, en hinn af gerðinni Reming- ton og var með áföstum kíki, sem átti að hafa verið keyptur nýr í þetta verkefni. Utan um þennan riffil hafði verið sér- smíðaður trékassi, sem ólaður var aftur með tveimur ólum. Var greinilegt, að kassinn átti að þola töluvert hnjask og áníðslu. Oft þegar maður átti leið í skjalageymsluna handlék maður þessar byssur og varð um leið hugsað til há- hyrninganna. Í október 1986 gerðist sá stórviðburð- ur, eins og menn muna, að til Reykja- víkur komu til fundar þeir Reagan bandaríkjaforseti og Gorbatsjov ritari sovéska kommúnistaflokksins til að ræða um afvopnunarmál. Bjó Gorbatsjov á meðan á dvöl hans stóð um borð í rúss- nesku skipi, sem komið hafði sérstaklega til Reykjavíkurhafnar í því skyni og lá við Ægisgarð. Voru miklar öryggisráð- stafanir gerðar, þegar foringjar þessara heimsvalda áttu í hlut og það ekki bara í næsta nágrenni leiðtogafundarins, sem haldinn var að Höfða, eins og menn muna, heldur einnig við dvalarstaði þessara þjóðhöfðingja. Vegna nálægðar- innar við Ægisgarð og með þetta fína útsýni gat maður þarna fylgst með því yfir daginn, þegar Gorbatsjov var að fara frá borði eða koma með fríðu föru- neyti. Hafði Gorbatsjov í riffi lsigtinu Eitt sinn kom inn í herbergið til mín út- gerðarmaður utan af landi, sem fór strax að horfa á skipið og tala um það, hvað það væri gott fyrir leyniskyttu, vopnaða góðum riffli með kíki, að skjóta Gor- batsjev þarna við skipið, ef því væri að skipta. Ég leiddi þetta tal hans í fyrstu hjá mér, enda var ég tímabundinn, þar sem ég var að reyna að klára að ganga frá afsali á skipi, sem lá á að ljúka. En þar sem maðurinn hætti ekki þessu leyni- skyttutali, stóð ég upp og fór ég til hans og leit út um gluggann og sagði síðan upprifinn: „Já satt segir þú. Skotfærið verður ekki betra en þetta. Bíddu hérna kyrr!“ Að því sögðu gekk ég út úr her- berginu og skyldi maðurinn ekkert af hverju ég væri að fara, fyrr en ég kom til baka með riffilkassann, sem ég skellti á borðið. Maðurinn varð furðulostinn, þegar ég opnaði kassan og dró upp Rem- ington riffilinn með kíkinn áfastan. Svip- urinn breyttist brátt í skelfingarsvip, þegar ég tók nú að munda riffilinn í átt- ina að skipinu, tautandi aðallega við sjálf- an mig, hvort ekki væri betra að skjóta Gorbatsjov, þegar hann kæmi út úr bíln- um eða kannski frekar þegar hann kæmi upp landganginn. Svona hluti þarf eðli- lega að vera búið að skipuleggja og ákveða áður, enda fer maður ekki að varpa hlutkesti um það, hvaða aðferð maður á að beita, þegar til skara á að skríða. Jónas Haraldsson LEYNISKYTTAN Gorbatsjov á góðri stund, þremur árum eftir Ís- landsheimsóknina; hér smellir hann einum á Erich Honecker í tilefni 40 ára afmælis Þýska alþýðulýð- veldisins sem átti þá skammt eftir ólifað. Myndin sýnir Remington riffil, sérhannaðan fyrir leyniskyttur. Hvort þessi er nákvæmlega eins og sá sem Jónas mundaði forðum skal þó ósagt látið.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.