Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Síða 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Síða 45
Sjómannablaðið Víkingur – 45 Kjarnorkan ógnar Jarðskjálftinn sem skók Japan fyrr á þessu ári hefur haft veruleg áhrif í skipaheiminum. Geislunin frá Fukushima kjarnorkuver- inu er aðaláhyggjuefnið en margar hafnir eru farnar að gera mælingar á geislavirkni í förmum frá Japan. British Petroleum hefur til að mynda sett inn í leiguform sitt að eigendur skipa í leigu hjá þeim og sigla á Japan verði að taka þá áhættu að geta orðið fyrir geislun. Japönsk stjórnvöld tilkynntu að 28. apríl myndu hefjast mælingar á geislavirkni í öllum gámum sem frá landinu fara sem og þeim skipum sem þaðan sigla. Þá hafa verið gefnar út leiðbeiningar til eigenda, skipverja og annarra sem í hlut eiga um hvernig eigi að framkvæma þessar mælingar. Menn horfa líka til þess að ef geislun fyndist í einhverju skipi eftir að hafa verið í Japan gæti orðið ógerlegt að gera það út áfram sökum þess mikla eftirlits sem það fengi í kjölfarið í öllum þeim höfnum sem skipið kæmi til. Sjómenn varnarlausir Ekkert lát er á stjórnvöldum í Venesuela varðandi fangelsun sjómanna á skipum sem eiturlyf finnast í. Nýlega var öll áhöfn gríska stórflutningaskipsins Maria L, sem er 50 þúsund tonn að stærð, fangelsuð eftir að 400 kg af kókaíni fundust í stýrisáss- rými sem einungis er aðgengileg utan frá og þá með köfurum. Tuttugu skipverjar skipsins eru af fjórum þjóðernum, Grikkir, Sílear, Indónesar og Úkraínumenn. Það er ógjörningur fyrir áhafnir að verjast þegar eiturlyfjum er komið fyrir utan á skip- um þeirra og þá gjarnan neðan sjólínu. Maria L hefur verið kyrrsett og má útgerð skipsins vænta þess að fá skipið ekki aftur ef tekið er mið af því sem áður hefur verið að gerast í Venesuela. Nýlega voru tveir yfirmenn frá Ukraníu af stórflutn- ingaskipinu B Atlantic látnir lausir eftir þriggja og hálfs árs fangelsun þrátt fyrir að engin sönnunargögn bentu á að menn- irnir væru á einn eða annan hátt viðriðnir smyglið. Þá eru tveir yfirmenn af olíuskipinu Astro Saturn í fangelsi í Venesuela eftir að hafa verið dæmdir í 8 ára fangelsi á síðasta ári. Tveimur skipum sem eiturlyf fundust í var nýlega sleppt úr kyrrsetningu þar í landi en annað hafði verið í kyrrsetningu í 10 mánuði og hitt í fjóra. Nýleg lagabreyting í Venesuela mun enn frekar auka áhættuna fyrir sjómenn að sigla þangað þar sem lágmarksrefs- ing fyrir eiturlyfjasmygl var hækkuð úr 10-20 árum í 15-25 ár. Nýr orkugjafi skipa Með hækkandi eldsneytisverði eru útgerðir stöðugt að leita eftir hagkvæmari rekstri og hafa margar lækkað siglingahraða skipa sinna í sparnaðarskyni. Nýlega var kynnt áform um smíði á ekjuferjum til siglinga til afskektra byggða í Skotlandi, Írlandi og Norður-Írlandi. Smíði skipanna er styrkt af Evrópusam- bandinu og kallast verkefnið „Small Ferries Project“. Margar ferjanna á þessum svæðum eru komnar til ára sinna og því þótti mönnum tímabært að gera heildaráætlun um endurnýjun með hagkvæmni í huga. Nýju ferjurnar geta flutt 150 farþega, 23 fólksbíla og tvo flutningabíla í hverri ferð og sigla með níu mílna hraða. Eiga þær að endast næstu 25 árin. Það sem gerir þessar ferjur merkilegar er að orkan sem þær munu nota kemur frá rafgeymum sem hlaðnir verða annars vegar með sólar-, vind- og bylgjuorku. Þá munu ferjurnar vera tengdar við land- rafmagn á nóttunni til að hlaða rafgeymana. Reyndar verða líka olíuknúðar vélar í skipunum til að framleiða rafmagn í neyð. Búist er við að fyrstu ferjurnar verði tilbúnar til siglinga árið 2013. Fjarlægja ónýt skip Mikill fjöldi íslenskra sjómanna hefur verið við störf niðri í Máritaníu og hafa þeir eflaust séð mikið af skipum sem löngu eru búin að ljúka sínu hlutverki. Evrópusambandið hefur nú lagt til 28,8 milljónir evra til að fjarlægja 70 skip sem liggja strönduð í Nouadhibou flóa og hefur verið samið við fyrirtækið Mammoet Salvage um að annast verkið. Verkið hófst nú í apríl og á að vera lokið á 22 mánuðum. Skipsflökin sem farlægð verða eru frá 200 og upp í 1200 tonna skip en þau hafa verið til trafala annarri skipaumferð. Vitað er að mikið sé um mengandi efnum um borð í þessum skipum s.s. olíur, asbest og ýmiss skaðleg einangrunarefni. Fangaklefar um borð Útgerðarfyrirtækið Atlantic Container Line hefur komið sér upp fimm 40‘ gámum sem þeir nota sem fangelsi í skipum sínum. Þeir hafa átt í verulegum vandræðum með stöðuga aukningu á laumufarþegum um borð en hafa fengið lítinn skilning á vand- anum frá lögregluyfirvöldum í þeim höfnum sem skip þeirra sigla á en það er á milli Evrópu og Kanada. Mikill fjöldi fólks reynir að komast vestur um haf og erfiðlega gengur að verja skip útgerðarinnar í höfnum þannig að þeir taka sumpart lögin í sínar hendur með þessum aðgerðum. Fangelsisgámarnir eru upphitaðir og með salernisaðstöðu. Bannað að mismuna í launum Meðan við erum að lesa í íslenskum fjölmiðlum að verið sé að gera íslenska sjómenn að annars flokks undirmönnum um borð í ferjunni Norrænu eru Bretar að setja reglur sem kveða á um að allir sjómenn frá löndum innan Evrópska efnahagssvæðisins skuli hafa sömu laun á þarlendum skipum. Það var Evrópuráðið sem skipuði Bretum að stöðva þarlendar útgerðir í að mismuna Evrópubúum í launum enda brot á tilskipun ráðsins. Breska út- gerðarsambandið Chamber of Shipping hefur varað við því að þetta geti leitt til þess að skip verði færð undir þægindafána til að þurfa ekki að gangast við þessum kröfum. NUMAST, stéttar- Skipakirkjugarðurinn í Nouadhibou fl óa mun brátt hverfa og það fyrir Evrópu- peninga.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.