Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Side 16
16 – Sjómannablaðið Víkingur
Bretlandi suður fyrir Afríku, um Ind-
landshaf til Írans og þaðan með bílum
og járnbrautum til Sovétríkjanna. Báðar
þessar leiðir voru mjög tafsamar og erf-
iðar. Þriðja leiðin var með skipalestum
yfir Atlantshafið, og þaðan áfram gegn-
um Barentshaf norður af Noregi til Ark-
hangelsk og Múrmansk í Norðvestur-
Rússlandi. Þetta voru hinar svokölluðu
Íshafsskipalestir.
Þessi leið var vissulega sú stysta og
kannski skilvirkust, en hún var alls ekki
hættulaus. Skipalestirnar yrðu bæði að
berjast við óblíð náttúruöfl norðurslóða,
og hernaðarmátt Þjóðverja sem myndu
eflaust nota aðstöðu sína í hernumdum
Noregi til að ráðast á þessa flutninga. Ís-
hafsleiðin varð þó fyrir valinu þar sem
þannig mátti koma hjálp til Sovétríkj-
anna sem fyrst. Það reið á að sýna þeim
strax stuðning í verki. Þannig mátti
styrkja baráttuandann og sýna umheim-
inum að þjóðir stæðu saman gegn hinum
sameiginlega þýska óvini. Sovétmenn
með Jósef Stalín í fararbroddi háðu ör-
væntingarfulla en hetjulega baráttu við
innrásarheri Þjóðverja sem virtust
óstöðvandi. Þeir þörfnuðust hjálpar frá
bandamönnum sínum, þar sem her-
gagnaiðnaður þeirra hafði orðið fyrir
miklum skakkaföllum á fyrstu vikum
innrásarinnar. Bretar og Bandaríkjamenn
höfðu lofað hjálp og heiður þeirra var að
veði ef það tækist ekki að veita hana.
Íshafsskipalestirnar frá Íslandi urðu fljótt
stórpólitískt og heitt umræðuefni milli
Churchill, Roosevelt og Stalín, þegar
Sovétmönnum þótti bandamenn þeirra
ekki standa sig í stykkinu.
Skipunum sem mynduðu Íshafsskipa-
lestirnar var safnað saman í Hvalfirði.
Þar reis brátt fullkomin bækistöð fyrir
herskip og kaupskip. Þangað voru einnig
send verndarskip af ýmsum gerðum; allt
frá vopnuðum togurum upp í orrustu-
skip og flugmóðurskip. Fjörðurinn var oft
fullur af skipum. Skipalestirnar sigldu í
fylgd verndarskipa norður og austur fyrir
Vestfirði. Stærri herskip fóru oft beint frá
Skotlandi, komu við á Seyðisfirði til að
taka olíu og mættu síðan skipalestunum
norðaustur af Langanesi. Síðan var hald-
ið í norðaustur og reynt að halda eins
mikilli fjarlægð við strendur Noregs og
aðstæður leyfðu. Kafbátar Þjóðverja sátu
fyrir skipalestunum. Flugvélar þeirra
gerðu loftárásir frá flugvöllum í Norður
Noregi og þýsk herskip lögðu út á
Barentshaf til árása á kaupskipin.
Dýrmætir farmar og stöðug ógn
Kaupskipin sem sigldu til Rússlands,
báru vissulega dýrmæta farma, og Þjóð-
verjum var í mun að sökkva sem flestum
þeirra. Eitt skip gat haft meðferðis her-
gögn sem tæki heila landorrustu með
miklu mannfalli og tilkostnaði að tor-
tíma, ef þau kæmust á leiðarenda. Þessar
skipalestir og aukin umsvif herskipa
Bandamanna í hafinu milli Íslands og
Noregs mögnuðu einnig mjög ótta Adolf
Hitlers um að reynt yrði að gera innrás í
norðanverðum Noregi. Af þessum ástæð-
um lét hann því senda öll helstu herskip
þýska flotans til Noregs. Verðmætir kaf-
bátar sem annars hefðu nýst betur til að
herja á skipaumferð til og frá Bretlands-
eyjum voru sömuleiðis sendir norður í
höf. Auk þess voru mikilvægar flugsveit-
ir sprengjuflugvéla sem voru sérhæfðar
til árása á skipaumferð sendar til Norður
Noregs vorið 1942. Allur þessi herstyrk-
ur flota og flughers var þannig tekinn úr
verkefnum þar sem hann hefði getað
valdið mun meiri skaða á því skeiði sem
virkilega var ögurstund styrjaldarinnar.
Bandamönnum stóð réttilega mikil
ógn af þýska heraflanum í Noregi. Kaf-
bátarnir voru mjög skeinuhættir, þýskir
flugmenn voru vel þjálfaðir í árásum á
skipaumferð og stærstu herskip Þjóð-
verja voru með þeim best búnu í heimi.
Meðal þeirra var hið glænýja Tirpitz,
systurskip Bismarck. Ef slík skip kæmust
í tæri við kaupskipalest þyrfti vart að
spyrja að leikslokum. Þau gætu eytt
henni á fáum mínútum. Hver einasta
skipalest varð því að meiriháttar hern-
aðaraðgerð þar sem öflugur herfloti
fylgdi skipalestunum, tilbúinn að grípa
inn í ef Þjóðverjar sendu herskip sín út
til árása. Þessi ógn batt dýrmæt skip við
verkefni í Íshafinu, þó þeirra væri mikil
þörf á öðrum hafsvæðum svo sem sunn-
ar í Atlantshafi, Miðjarðarhafi, Indlands-
hafi og Kyrrahafi. Af öllum þessum
sökum leikur því enginn vafi á að Íshafs-
skipalestirnar höfðu veruleg áhrif á gang
stríðsins.
Flutningar goldnir dýru verði
Fyrsta skipalestin fór frá Hvalfirði í ágúst
árið 1941, aðeins tveimur mánuðum eftir
að innrás Þjóðverja hófst. Nú kom sér
vel að hafa hernumið Ísland vorið 1940.
Skipalestum sem fóru til Rússlands voru
gefnir auðkennisbókstafirnir PQ og síðan
númer eftir því hvar þær voru í röðinni.
Sú fyrsta hét þannig PQ1. Það þurfti líka
að koma skipum sem höfðu skilað af sér
förmum, sömu leið aftur heim. Þau fóru
líka í skipalestum sem höfðu öfugt heiti,
það er einkennisbókstafina QP. Alls fóru
18 skipalestir af ýmsum stærðum frá Ís-
landi til Rússlands á árunum 1941 og
1942. Þessi skip sneru aftur í 15 skipa-
lestum, - að sjálfsögðu að undanskildum
þeim sem var sökkt. Frá árslokum 1942
var breytt um aðferðir þannig að skipa-
lestirnar hófu að sigla beint frá Skotlandi
til Rússland. Ísland varð þó eftir sem
áður mikilvæg miðstöð fyrir eftirlit,
varnir og öryggi skipalestanna.
Alls var 104 kaupskipum sökkt á Ís-
hafsskipaleiðinni á stríðsárunum. Af
þessum skipum fórust 830 farmenn.
Íshafsskipalestirnar voru hlutfallslega
séð, mannskæðustu skipalestir seinni
heimsstyrjaldar. Skipin voru illa búin til
siglinga á norðurslóðum. Álag á menn og
búnað var mikið vegna þessa. Siglinga-
tæki voru frumstæð, sjómenn og yfir-
menn á kaupskipum og herskipum
þekktu illa til þessarar siglingaleiðar, og
áhafnirnar almennt illa útbúnar til að
takast á við erfið skilyrði. Líkamlegt og
andlegt álag var mikið, og margir voru
ekki samir menn eftir að hafa tekið þátt í
þessum hildarleik. Menn létust fljótt í
köldum sjónum eða frusu í hel í opnum
björgunarbátum. Margir hlutu ævilöng
örkuml vegna sára og kuls. Þessar skipa-
lestir fengu fljótt mjög slæmt orð á sig
meðal sjómanna, og enn í dag er þeirra
minnst með hryllingi.
Bandamenn töpuðu 18 herskipum og
með þeim fórust rétt tæplega tvö þús-
und manns. Þjóðverjar urðu einnig fyrir
verulegum skakkaföllum. Þeir töpuðu
fimm herskipum. Þar á meðal voru
þeirra öflugustu herskip - bryndrekarnir
Scharnhorst og Tirpitz. Tæplega tvö þús-
und manns fórust þegar flotadeild sem
Höfundur, Magnús Þór Hafsteinsson fiskifræðingur
og fyrrverandi alþingismaður, hefur sjálfur stað-
góða þekkingu á þeim hafsvæðum sem um ræðir í
bók hans um Íshafsskipalestirnar. Hann hefur starf-
að þar á rannsókna- og fiskiskipum, auk þess sem
hann er alinn upp við Hvalfjörð og hefur m. a.
starfað þar í hvalstöðinni. Hann hefur um árabil
kynnt sér sögu skipalestanna.