Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Síða 36
36 – Sjómannablaðið Víkingur
Það var um haust árið 1979. Ég var
þá skipstjóri á Guðfi nnu Steinsdótt-
ur ÁR-10. Við höfðum lokið síldveiðum
sem höfðu gengið nokkuð vel þetta árið
og var að þeim loknum ákveðið að fi ska
í net. Fyrst var landað heima en seinni-
part nóvember var byrjað að fi ska fyrir
Þýskalands markað.
Haldið á Brjálaða
Eins og flestir vita er reynt að fá ufsa og
karfa fyrir þýska markaðinn frekar en
þorsk og ýsu. Það var nokkur reynsla
komin á að fiska ufsa á haustin á hrygg
sem er skammt sunna Víkuráls á land-
grunnsbrúninni. Hryggur þessi er um
það bil 20 sjómílur að lengd. Á þessum
slóðum eru haust og vetrarveðrin hörð
og oftar en ekki fengu bátar sem þangað
sóttu á sig vond veður. Sjómenn hafa í
gegnum tíðina gefið veiðislóðum hin
ýmsu nöfn og fékk hryggurinn eitt slíkt
nafn og gekk manna á meðal undir nafn-
inu Brjálaði hryggurinn eða bara Brjálaði
vegna hinna vondu veðra. Ég ákvað að
reyna á Brjálaða en það var kominn tími
á að ufsi gæfi sig til þar samkvæmt
reynslu undanfarinna ára.
Síðasta löndunin fyrir siglingatúrinn
var í Reykjavík og að hafnarfríi loknu
var lagt af stað undir miðnætti á fimmtu-
dagskvöldi. Flestir undirmennirnir voru
ungir og frískir strákar og höfðu notað
tækifærið og hellt aðeins upp á sig og
voru sumir talsvert íðí þegar lagt var af
stað. Þetta ástand hafði enga eftirmála,
enda sautján klukkutíma stím á miðin og
menn sváfu úr sér á leiðinni. Þarf ekki
að orðlengja það frekar að netin voru
lögð á föstudeginum og dregin í fyrsta
skipti á laugardeginum. Ég man ekki
lengur hvernig aflinn var en eitthvað
hefur fengist því aftur voru netin lögð.
Úti á Brjálaða voru fleiri með netin sín
en við, ég er ekki viss um hverjir voru á
svæðinu en þó man ég að tveir bátar úr
Vestmannaeyjum voru þarna, þeir Gull-
berg og Gjafar og Jóhannes Gunnar úr
Grindavík. Ég held að ég muni rétt að
Búrfell KE hafi verið þarna líka. Það
voru þó aðeins við og Jóhannes Gunn-
ar sem voru að fiska fyrir erlendan
markað.
Veiðarnar gengu vel nema afli hefði
mátt vera meiri, þetta fimm til níu tonn á
dag. Þegar búið var að draga netin á
þriðjudeginum var haldið til Reykjavíkur
að ná í net til endurnýjunar og eitthvað
fleira sem vantaði og síðan fyllt upp með
ís sem átti að duga túrinn. Á miðviku-
dagsmorgninum kom fyrsta stormspáin.
Ég hafði lesið viðtal við Tryggva
Ófeigsson þekktan togaraskipstjóra, sem
meðal annars stundaði veiðar á þessum
slóðum á árum áður, að þegar veður
gekk upp og útlit fyrir vont veður,
færðu þeir sig alltaf tuttugu til þrjátíu
sjómílur inn á Látragrunnið vegna þess
að straumar eru slæmir á þessum slóðum
og þegar norðaustan stórviðri ganga yfir
og straumurinn stendur upp í vindinn þá
verður sjólag mjög vont. Ég gerði eins og
Tryggvi og við færðum okkur að drætti
loknum grynnra á kvöldin vegna hinnar
slæmu spár. Þetta endurtók sig í 2 eða 3
daga og enginn kom stormurinn og þar
kom að ekki var tekið mark á spánni
lengur og hætti ég að eyða tíma í að sigla
í tvo tíma kvölds og morgna. Á þessum
veiðum tíðkast að staðnar eru vaktir á
nóttunni og skipta hásetarnir gjarnan á
milli sín vöktum og ýmist látið reka ef
gott er veður eða haldið upp í sjó og
vind í brælum.
Veðurspáin rætist - loksins
Það átti að byrja að draga klukkan sjö
þennan morgun en þá var orðið talsvert
hvasst og ekki fært til að draga. Ég ákvað
að bíða eftir veðurspánni klukkan tíu
mínútur yfir tíu og fór aftur í koju.
María Júlía BA 36 liggur við bryggju á Patreksfirði þangað sem átti að koma Þórði undir læknishendur.
Gísli Jónsson
MAÐUR FYRIR BORÐ!