Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Síða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Síða 14
14 – Sjómannablaðið Víkingur Þann 21. júní árið 1941 urðu vatna- skil í sögu seinni heimsstyrjaldar. Þjóðverjar gerðu innrás í Sovétríkin. Þetta kom mörgum á óvart. Vígstaða stórveldanna gerbreyttist við þetta. Sín á milli höfðu Þýskaland og Sovétríkin áður gert með sér griðasáttmála. Fátt benti því til að þessi stórveldi myndu rjúka saman, þó litlir kærleikar væru reyndar með nasistum og kommúnist- um. Þýskaland undir stjórn Adolfs Hitlers hafði fram til þessa notið ótrú- legrar velgengni á vígvöllunum. Það réði nánast yfi r allri Vestur-Evrópu. Bretar voru eina þjóðin sem enn varðist af kappi, og stóð uppi í hárinu á Þjóð- verjum. Vatnaskil í vígaferlum Öllum var ljóst að staða Bretlands var orðin mjög þröng, en nú eignuðust þeir skyndilega nýja bandamenn í austri. Þjóðverjar voru skyndilega farnir að berj- ast á tveimur megin vígstöðvum. Annars vegar í vestri við Breta og svo í austri við Sovétríkin. Bandaríkjamenn höfðu fram til þessa fylgst með hildarleiknum úr fjarlægð. Mikil andstaða var í Bandaríkjunum gegn því að þjóðin skipti sér af styrjöld- inni sem margir litu á sem evrópskt vandamál. Roosevelt forseti hafði greini- lega samúð með Bretum, en varð af póli- tískum ástæðum að fara varlega í að sýna hana í verki. Bandaríkjamenn höfðu því forðast beina þátttöku í átökum. Þeir drógust þó smátt saman inn í þau, því tengslin við Bretland voru sterk og mikil viðskipti milli þessara stórvelda þar sem skipaumferð um Atlantshafið var lífæðin. Bandaríkjamenn seldu Bretum hergögn og vistir, fyrst gegn greiðslu en síðan á svokölluðum láns- og leigukjörum þegar bresk stjórnvöld voru orðin uppiskroppa með fé og urðu að fá „skrifað“ hjá vinum sínum. Snemma í styrjöldinni höfðu skipalestir hlaðnar varningi byrjað að sigla á milli Bretlands og Bandaríkjanna. Þetta leiddi til þess að Þjóðverjar fóru að líta á Bandaríkin sem andstæðinga. Bandarísk herskip fylgdu skipalestun- um áleiðis yfir hafið. Þeim lenti saman við þýska kafbáta í grennd við Ísland. Bandaríkin tóku við hersetuhlutverki hér á landi og leystu þannig Breta af hólmi sem gátu þá sent herlið sitt hér á vígstöðvarnar. Leikur á borði fyrir Breta Bretar sáu strax tækifærin í því að Þýska- land væri nú komið í stríð við hin geysi víðfeðmu og mannmörgu Sovétríki. Með því myndi létta mjög þunganum af bresku herjunum. Winston Churchill forsætisráðherra hét því strax að Bretar myndu hjálpa Sovétmönnum með því að senda þeim hergögn og vistir. Bretum tókst að fá Bandaríkjamenn til að fallast á að senda hergögn til Sovétríkjanna. Það reið á að halda Þjóðverjum við efnið á austurvígstöðvunum. Þar myndi þeim vonandi blæða hægt út, á meðan mönn- um gæfist svigrúm til að undirbúa stór- sókn á hendur þeim úr vestri. Þá mætti að lokum leggja nasistaskrímslið að velli. Síðar um haustið var gengið frá sam- komulagi við Sovétríkin um að Banda- ríkjamenn og Bretar sendu hráefni til hergagnaframleiðslu, skriðdreka, flug- vélar, ökutæki, vopn og skotfæri, og ýmsan annan varning til Sovétríkjanna. Bandaríkjamenn urðu þó ekki fullir þátttakendur í styrjöldinni fyrr en í desember 1941 þegar Japanir réðust á Perluhöfn á Hawaii. Hvalfjörður verður bækistöð Yfirburða staða Þjóðverja í Evrópu kom að sjálfsögðu í veg fyrir alla flutninga um álfuna. Þrjár flutningaleiðir voru færar til að koma birgðum til Sovétríkjanna. Það mátti fara sjóleiðina yfir Kyrrahaf frá Norður Ameríku til Vladivostok, og flytja varninginn þaðan með járnbrauta- lestum yfir þver Sovétríkin. Annar möguleiki var að senda skipalestir frá Magnús Þór Hafsteinsson Dauðinn í Dumbshafi – Saga Íshafsskipalestanna sögð Skipalest safnast saman í Hvalfi rði.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.