Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Side 30
30 – Sjómannablaðið Víkingur
I.
Fyrsti túrinn minn
sem 1. stýrimaður
Þegar Þorkell Máni kom nýr til lands-
ins var Hannes Pálsson skipstjóri á
honum og Hallgrímur Guðmundsson 1.
stýrimaður, en Hannes sótti þrjú skip
Bæjarútgerðar Reykjavíkur til Englands.
Þá Ingólf Arnarson, Þorstein Ingólfsson
og Þorkel Mána. Ég fylgdi honum á
öllum þessum skipum.
Í salt og frystingu
Vorið 1952 var Máninn búinn til Græn-
landsveiða og átti að veiða í salt, fryst-
ingu og mjölvinnslu. Hann þótti víst svo
stórt skip, Máninn, að þessu var öllu
hrúgað í hann. Fjórar fremstu stíurnar í
lestinni voru einangraðar fyrir frysti-
geymslur. Þar skyldi geyma frosinn fisk
en fjórar öftustu voru mjölgeymsla. Svo
var hlaðið salti, olíu og vatni eins og
komst í skipið. Hannes Pálsson fór í frí
þennan túr. Hallgrímur – sem við köll-
uðum venjulega Grím – var því skip-
stjóri en ég 1. stýrimaður sem hafði ekki
gerst áður.
Það gekk allt tíðindalaust á miðin og
ekki slegið af fyrr en við komum norður
á Fyllasbanka. Þá var þar fyrir b/v Ólaf-
ur Jóhannesson frá Patró og hafði fengið
góðan afla í fyrsta holi. Bjartar vonir
kviknuðu því strax.
Þegar ég kom upp fyrsta kvöldið var
Grímur skipstjóri búinn að hafa tvö hol
sem voru eitthvað misheppnuð og lá illa
á karli þegar ég kom í brúna. Allt í einu
segir hann við mig, hálfgert í fússi: „Við
skulum skælast hérna.“ Síðan fór hann
inn til sín og skellti hurðinni á eftir sér
og var þó rétt byrjaður að kasta í þriðja
sinnið er ég kom upp.
Sjón að sjá
Það var kolsvarta þoka og þegar ég leit á
radarinn sá ég allt í kringum okkur
punkta eins og berjaskyr. Ég gerði mér
enga grein fyrir því hvort þetta voru skip
eða jakar, nú eða kannski eitthvað allt
annað. Ég gerði mér heldur enga grein
fyrir því í hvaða átt væri réttast að kasta
eða hvernig kanturinn lá. Mér var þó
ljóst að nú varð að skvera trollið, ég setti
því á ferð og var búinn að fara hálfan
annan hring í vandræðum mínum – og
eflaust búinn að galopna trollið – þegar
Grímur kemur aftur framm í brú og nú
heldur léttari á brún. Leiðbeindi hann
mér við að kasta og gekk allt vel.
Skömmu síðar siglum við framm á
færeyska skútu sem var á trolli. Ég hug-
leiddi það ekkert frekar en klukkutíma
síðar þegar við byrjum að hífa kalla
strákarnir á dekkinu upp til mín: „Það
er Færeyingur við skutinn á okkur að
kalla eitthvað.“
Og mikið rétt, þarna voru þeir, pat-
andi öllum öngum. Ég áttaði mig ekkert
á látunum í þeim en þegar forhlerinn hjá
okkur kom upp í gálgann gat á að líta.
Þar blasti við troll Færeyinganna í einum
haug. Við vorum búnir að draga skútuna
á eftir okkur í klukkustund án þess að
taka eftir því. Þetta var fyrsta holið sem
Ragnar Franzson
Við Grænland
Færeysk skúta, eða kútter; kannski eitthvað lík þeirri er Ragnar veiddi.