Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Síða 41
Sjómannablaðið Víkingur – 41
skipunum, Eldborgu og Faxa, út
óskemmdum.
Hinn kunni skipstjóri, Sigurjón Ein-
arsson, oft kenndur við B/V Garðar, hafði
ásamt Jóni Gíslasyni útgerðarmanni í
Hafnarfirði keypt togarann Arinbjörn
Hersi og skírt hann Faxa. Sigurjón var
einn af baráttumönnum fyrir málefnum
sjómanna og að degi þeirra yrði sómi
sýndur.
Bangsi ferst
Þann 10 janúar lá breska flutningaskipið
Reykjanes við aðalskipabryggjuna á
Reyðarfirði. Slitnaði það frá bryggjunni
og rak suður yfir fjörð-
inn og strandaði í sand-
fjöru hjá bænum Strönd.
Áhöfninni tókst að ná
skipinu út aftur. Sjólaust
var þarna innfjarðar og
skipshöfn aldrei í neinni
hættu. Reykjanes var
leiguskip SÍS en Jón Odd-
son togaraskipstjóri og
útgerðarmaður í Hull var
aðaleigandi þess.
Hinn 15. janúar 1952
var Bangsi IS 80 frá Bol-
ungarvík við línudrátt, 7
sjómílur N. af Rit, þegar
skrúfublað brotnaði af og
hraktist báturinn eftir
það undan sjó og vind-
um. Kallað var á hjálp. Veður fór nú ört
versnandi og var skollið á fárviðri þegar
varðbáturinn María Júlía kom á staðinn
laust eftir miðnætti. Í því bili reið hroða-
legur brotsjór yfir Bangsa og hreif með
sér tvo menn er sáust ekki aftur. Bátur-
inn lagðist á hliðina, ljósin slokknuðu og
stórhríðin og bleksvart myrkrið gleyptu
Bangsa þar sem hann byltist í ölduhaf-
inu, hálffullur af sjó og við það að
sökkva. Von bráðar fundu varðskips-
menn bátinn aftur og lýstu hann upp
með sterkum ljóskösturum. En nú varð
að hafa hraðar hendur. Haraldur Björns-
son skipherra lagði Maríu Júlíu upp að
sökkvandi bátnum, dældi olíu í sjóinn
og áræðnir varðskipsmenn tóku sér
stöðu á þilfarinu, tilbúnir að grípa menn-
ina á Bangsa. Og það tókst þeim á ör-
skammri stund.
Þrátt fyrir æðið í veðrinu var mann-
anna tveggja leitað en án árangurs. En
svo slæmt var í sjóinn að á leið til lands,
og inn fyrir Rit, lét Haraldur stöðugt
dæla olíu í sjóinn. Legið var undir
Grænuhlíð til morguns en þá haldið til
Ísafjarðar. Frá þessum atburði segir í
Víkingnum, 1. til 2. tölublaði 1952.
Sænski skipstjórinn vissi
ekkert hvar hann var
Þann 19. janúar fannst
sænska skipið Bláfell,
leiguskip Sambands
íslenskra Samvinnu-
félaga, sem farið var að
óttast mjög um, og virt-
ist stefna til hafnar á
Patreksfirði. Slysavarna-
félagið lýsti eftir skipinu
um hádegi þann 18. en
þá átti það að vera á leið
til Neskaupstaðar með
kol frá Svíþjóð. Bláfell er
600 tonna skip. Um
nónbil þann 19. bárust
fregnir um það frá tog-
aranum Júní frá Hafn-
arfirði, að skipið sem lýst væri eftir, væri
á sveimi á miðum togaranna, um 45
sjómílur út af Barða. Fyrst í stað náðist
ekki loftskeytasamband við skipið, en
með ljósmerkjamáli var skipstjóranum á
skipinu sagt, hvar hann væri. Sá sænski
vildi ekki trúa því og sagðist hafa talið
víst að hann væri fyrir suðaustan land.
Rengdi hann þessa staðarákvörðun fyrst
í stað, en lét sig að lokum. Loftskeyta-
maðurinn á Júní sagði að skipið væri
líkast hafísjaka svo klakað væri það.
Bláfell hafði lent í miklum hrakning-
um. Það var orðið vatnslaust, vélin biluð
og ýmislegt fleira var að. Skipinu var svo
fylgt inn á Patreksfjörð og fylgdist togar-
inn Júní með ferð þess þangað. Í viðtali
skipstjóra Bláfells við blaðamenn sagði
hann m.a: „Við fórum frá Gautaborg 7.
janúar og ætluðum okkur fimm daga til
Norðfjarðar. En brátt hrepptum við hið
versta veður í hafi, sérstaklega norður af
Orkneyjum. Á sjöunda degi, 14. janúar,
töldum við okkur sjá land og álitum það
Eystra-Horn við Lónsvík. En þá gerði
aftur fárviðri af suð-vestri og í því veðri
bilaði vél skipsins, sömuleiðis dýptar-
mælir, miðunarstöð og hitakerfi skipsins.
Strax var reynt að gera við vélina og
tókst það fyrst eftir 36 klukkustundir.
Allan þann tíma rákum við stjórnlaust
og án minnstu hugmyndar um hvar við
vorum.
Hvaleyrarbraut 27 · 220 Hafnarfjörður
Sími: 564 3338 · Fax: 554 4220
GSM: 896 4964 ·898 2773
Kt.: 621297-2529
Faxi sigldi mannlaus. Þekkir einhver áhöfnina?
Haraldur Björnsson skipherra var hjá
Gæslunni í nálega hálfa öld.