Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Síða 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Síða 48
48 – Sjómannablaðið Víkingur Saga af sjónum Ritstjóri vor var að lesa viðtalið við hann Erhard í síðasta tölublaði og varð þá svo óskaplega uppveðraður. Allt í einu runnu upp fyrir honum ný sann- indi; þorskurinn sefur og það sem meira er, hann kann sömu list og kafarar að þyngja sig þegar hann vill fara djúpt. Þetta vita þó engir nema sjómenn. Kannski fiskifræðingar, þó er ég ekki viss, þarf að spyrja Jóhann. Í framhaldi af þessu langar mig til að biðja ykkur sjómenn að vera nú dug- legir að senda Víkingnum frásagnir af upplifunum ykkar á sjónum. Þetta þarf ekki að vera langt og aldrei má hugsa svo að eitthvað sé svo ómerki- legt að það megi ekki koma fyrir sjónir lesenda Víkings. Látum þá dæma sjálfa og kvarta – nú eða hrósa sem er líklegra því að sögur af sjónum eru aldrei ómerkilegar, það er að minnsta kosti mín reynsla. Helgi Laxdal ríður á vaðið: Það gerðist eitt sinn á vetravertíð í Grindavík, þegar netbátar voru að koma úr róðri, að ljósin á innsigl- ingamerkjunum fóru af án fyrir- vara. Smámsaman fjölgaði í hópn- um sem beið þess fyrir utan að ljósin kæmu á aftur. Þá kemur að bátur sem gerður var út frá Grinda- vík á vetrarvertíð. Eftir stuttan stans fyrir utan ákvað skipstjórinn að leggja í rennuna. Til þess að ganga úr skugga um að báturinn væri á réttum stað fór skipstjórinn út á bak- borðsbrúarvænginn, greip sterk- lega utan um rekkverkið þannig að hnúar beggja handa hvítnuðu, rýndi ofan í sjóinn nokkra stund en reis síðan skyndilega upp og stökk sem ör inn í brúna, beint í talstöð- ina og kallaði í annan bát sem einnig beið fyrir utan: ,,Fylgið mér, fylgið mér.“ Síðan var haldið til hafnar og gekk allt eins og í sögu þótt innsigl- ingamerkin sæjust ekki. Enn er það hulin ráðgáta, þeim sem með fylgdust, hvað það var í sjónum þarna í innsiglingunni sem leiddi þennan margreynda skip- stjóra inn örmjóa rennuna þar sem metrinn skiptir máli; kanske beitt- ´ann fránum augunum að sjólaginu í sama tilgangi og formenn fyrri tíma smökkuðu á sjónum til þess að kanna aflalíkur. Hver veit? Hvað sá hann? Að þessu sinni er Frívaktin helguð hinni stór- skemmtilegu bók, „Sögu Útvegsbændafélags Vestmannaeyja 1920 – 2010“, en um hana var fjallað í jólablaðinu 2010. Sagnabrunnur Líklega hafa fáir Vestmannaeyingar öðlast aðra eins „sögulega“ frægð og Bjarnhéðinn Elíasson, bóndasonurinn af Rangárvöllunum sem hingað kom á vertíð og ílentist hér. Bæði var að hann var afburða skemmtilegur í viðmóti og eins var hann þekktur fyrir að verða sjaldnast orða vant. Hér fara á eftir nokkrar sögu úr þeim sagna brunni sem orðið hefur til um Bjarnhéðin. Syngdu nú Dómínó, helvítið þitt! Bjarnhéðinn Elíasson var eina vertíð stýrimaður hjá Sigurgeiri Ólafssyni (Vídó) á Emmu VE. Á línuvertíðinni í janúar gerðist það eitt sinn að einn skipverja mætti til skips vel við skál og var lítill svefnfriður á útstíminu þar sem hann söng hástöfum lagið Dómínó, sem var einkar vinsælt um þær mundir. Gilti einu þótt honum væri skipað að halda sér saman og herti hann enn frekar á söngnum við það. Undir lokin seig þó svefn á söngmanninn en ekki var hann upplits- djarfur þegar ræst var og átti að leggja línuna. Bjarnhéðinn dró stampana að og frá en söng- fuglinn var í færunum og hafði ekki undan. Þá vatt Bjarnhéðinn sér að honum og sagði: „Syngdu nú Dómínó, helvítið þitt.“ Við þetta reiddist söngmaðurinn ákaflega og óð að stýri- manninum með kreppta hnefa og mátti hann verja sig með línustampi þar til móðurinn rann af þeim söngglaða. Það var þá kominn tími til Bjarnhéðinn stundaði m.a. sjómennsku á tog- urum Bæjarútgerðar Vestmannaeyja. Hann var lengi pokamaður á Bjarnarey og eitt sinn gerðist það sem er martröð allra pokamanna að upp kom fráleyst, pokahnúturinn hafði losnað og enginn afli í trollinu. Pálmi Sigurðsson, sem var skipstjóri á Bjarnarey, hallaði sér út um glugg- ann í brúnni, hellti úr eyrunum og sagði með ekki mjög þýðum rómi: „Þetta hef ég nú bara aldrei séð áður.“ Þá leit pokamaðurinn upp og svaraði að bragði: „Það var þá kominn tími til að þú sæir það.“ Fannst þér frekar að hann hefði átt að elta þig? Óskar Þórarinsson frá Háeyri hóf sína for- mennsku á Öðlingi VE á vetrarvertíð á trolli. Þá var árvisst undir vorið að vel fékkst af löngu í troll við Holtshraunið og þar sló enginn Bjarn- héðni við í aflabrögðum. Þetta vissi Óskar og reyndi eins og hann gat að elta Bjarnhéðin á bleyðunni. Þegar landað var um kvöldið var Bjarnhéðinn að vanda langaflahæstur með tæp 30 tonn af löngu. Óskar á Öðlingi hafði fengið 18 tonn og var ánægður með það. En þar sem Bjarnhéðinn stendur á bryggjunni að lokinni löndun, kemur til hans skipstjóri einn sem lítið hafði fengið þennan dag og segir: „Það var engu líkara en þú værir með hann Öðling í togi í allan dag.“ Og þá svaraði Bjarnhéðinn að bragði: „Fannst þér kannski frekar að hann hefði átt að elta þig?“ sendir félögum sínum og fjölskyldum þeirra bestu kveðjur og hamingjuóskir í tilefni Sjómannadagsins.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.