Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Side 19
Sjómannablaðið Víkingur – 19
Vorið 1959 útskrifaðist ég úr Loftskeytaskólanum þá tæp-
lega tvítugur. Ekki fengum við öll vinnu strax og fór ég
fyrst vestur á æskustöðvarnar í Tálknafi rði. Sá ég fl jótlega að
það væri ekki heppilegur staður til að sitja fyrir um afl eys-
ingatúra. Því fór ég til Reykjavíkur og fékk vinnu hjá gömlum
Patreksfi rðingi, Magnúsi Jóhannssyni sem átti húsgagnaversl-
unina Skeifuna. Þar vann ég ýmis störf sem til féllu, svo sem
aðstoð við bólstrun, útkeyrslu og fl eira.
Katla kallar
Um haustið fékk ég svo pláss á m/s Kötlu, ekki veit ég hvers
vegna, en held helst að það hafi verið vegna þess að Gísli Jóns-
son alþingismaður okkar Barðstrendinga hafi átt þar hlut að
máli, en á þessum árum gekk erfiðlega að fá störf nema ein-
hverjir áhrifamenn kæmu að málinu.
Ég leysti þar af Jón Örn Bogason loftskeytamann sem var að
fara í frí yfir jólin. Tók hann nú til að segja mér til um tækin
um borð, en þau voru dönsk af tegundinni M.P. Pedersen sem
voru eins og tækin sem við höfðum lært á í Loftskeytaskólan-
um, en nýrri. Leist mér vel á þau og höfðu Danirnir endurbætt
þau á ýmsa vegu. Þann 18. nóvember 1959 var ég svo lögskráð-
ur á m/s Kötlu sem loftskeytamaður.
Farið var frá Reykjavík kl. 2200 um kvöldið. Það er venjan
að tilkynna brottför úr höfn og næsta ákvörðunarstað. Ákvað ég
að gera þetta á morsi. Kveikti á sendi og móttakara, en þegar ég
ætlaði að byrja að kalla skorti mig skyndilega hugrekki, því ég
hafði aldrei gert þetta fyrr í raunveruleikanum. Í sjálfu sér er
þetta sáraeinfalt, kallað er TFA de TFUB QTO TFA bnd TFX.,
en þetta útleggst, Reykjavík radio Katla kallar, erum að fara frá
Reykjavík áleiðis til Siglufjarðar.
Sat ég nú fyrir framan tækin með allt rétt stillt, en svo óx
mér þetta í augum að það var ekki fyrr en klukkan var farin að
nálgast miðnætti að ég herti mig upp og lauk þessari stuttu
tilkynningu sem gekk alveg prýðilega. Reykjavík radio kvittaði
fyrir.
Síðan var haldið út Faxaflóann, fyrir Breiðafjörð og norður
með Vestfjörðum. Þegar við komum á Ísafjarðardjúp var komið
versta veður. Katlan var galtóm og skrúfan uppúr öðru hvoru
svo að skipstjórinn, Rafn A. Sigurðsson ákvað að reyna ekki í
bili að sigla fyrir Horn, heldur að láta reka undir Grænuhlíð-
inni. Það er mjög algengt að skip leiti þar skjóls og sumir kalla
þennan stað Hótel Grænuhlíð, því oft er ótrúlegur léttir að
komast þar í var fyrir hvassri norðaustan áttinni.
Eitthvað þurfti að hafa samband við land útaf þessari töf sem
orðin var, og fannst mér skrítið að skipstjórinn vildi að ég hefði
samband beint við Reykjavík radio, þótt við værum rétt við
sendana á radióinu á Ísafirði. En auðvitað gerði ég eins og skip-
stjórinn vildi, enda hefur hann í öllum efnum hið æðsta vald
um borð.
Nú voru komnir undir Grænuhlíðina nokkrir togarar, þar á
meðal Kaldbakur EA 1 frá Akureyri. Þar var loftskeytamaður
Stefán Guðjohnsen skólabróðir minn, ættaður frá Húsavík.
Hann er af sömu ætt og Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnu-
maður, en ekki veit ég til þess að hann hafi iðkað knattspyrnu.
Við borðuðum á sama stað um veturinn og hittumst því dag-
lega. Naut ég aðstoðar hans um ýmsa hluti sem tengdust
náminu, en Stefán er gáfaður heiðursmaður sem fór síðar í
tækniskóla í Noregi og er einn þekktasti hljóðfræðimaður hér-
lendis.
Erindi Stefáns var að vita hvort ég vildi ekki taka við loft-
skeytamannsstarfinu á Kaldbaki, því hann ætlaði að hætta um
áramótin og fara að vinna hjá Radioverkstæði Landsímans að
Sölvhólsgötu 11, en þar unnu margir af bestu tæknimönnum
landsins á þessum tíma. Þetta samkomulag okkar var náttúrlega
Birgir Aðalsteinsson
Jólatúr 1959
Gæti þetta verið Kaldbakur sem var á Hótel Grænuhlíð þegar Katlan leitaði þar vars? Og þá kannski Súlan fjær? Hver þekkir skipin? Kæru lesendur, netjið nú á
ritstjórann og leysið hann úr þessum beyglum.