Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Síða 26
26 – Sjómannablaðið Víkingur
Ágætu lesendur. Loksins lét undir-
ritaður verða af því sem staðið hef-
ur til að gera um langa hríð, en það var
að fara eina Evrópu-rútu með fraktara.
Bar ég málið undir Sigþór H. Guðnason
skipstjóra á Arnarfellinu sem tók því
ljúfmannlega eins og vænta mátti af
hans hálfu. Skömmu síðar var afráðið
að ég fengi að fljóta með í næsta túr.
Ég skipti all oft um skoðun næstu daga,
hvort ég ætti að fara eður ei, þar sem
óvenju miklar blikur voru á lofti í þjóð-
félaginu varðandi kjaramál og ýmislegt
þeim tengt, s.s. ný lög um stjórnkerfi
fiskveiða. Að endingu komst ég að raun
um að hjá mér var farið að gæta alvar-
legra ranghugmynda um að ég væri
ómissandi og yrði að vera til staðar á
kontórnum. Svo er Guði fyrir að þakka
að það rann upp fyrir mér þvílík della
þetta var og er. Þessu ættu allir sem
telja sig ómissandi á sínum vettvangi að
gera sér grein fyrir. Þegar þessi krísa
var að baki þá var einungis tilhlökkun
til ferðarinnar það sem eftir stóð. Til-
gangur ferðarinnar: Að kynnast lífi og
starfi íslenskra farmanna af eigin raun.
Þrátt fyrir 3. stigs farmannapróf varð
33 ára sjómannsferill allur tengdur
slorinu og því löngu tímabært að
auka þekkingu og tilfinningu fyrir far-
mennskunni.
Skipið
Arnarfellið er gámaflutningaskip (Cargo)
sem fulllestað ber 900 20 feta gámaein-
ingar. Skipið var smíðað 2005. Ristir
8,50 m. fullhlaðið. Mesta Lengd 137,5
m. Brd. 21,5 m. Ganghraði max. 17,9
sml. Aðalvél er MAN B&W 7 cylendra,
11500 hö, 8400 kw. Eyðir litlum 27
tonnum af olíu á fullu ferðinni. Tvær
Caterpillar ljósavélar eru um borð. 800
kw. hvor. Ásrafall 1500 kw. 800 kw.
Bógskrúfa er að framan .
Aðbúnaður
Hver áhafnarmeðlimur er með sér klefa
og baðherbergi. Rúm-
góð setustofa og vísir
að líkamsrækt er um
borð. Varla er þó þörf
fyrir mikla líkamsrækt-
araðstöðu þar sem frá
setustofu og upp í brú
eru 85 tröppur. Það eitt
að trimma þar upp og
niður nokkrar ferðir á
dag ætti að fara langt
með að duga sem
líkamsrækt.
Áhöfn
Í áhöfn eru 11 manns.
Skipstjóri, Sigþór H. Guðnason,
yfirstýrim. Rögnvaldur Bjarnason, 2.
stýrim. Böðvar Einarsson, yfirvélstj.
Magnús Trausti Ingólfsson, 1. vélst. Þor-
geir Hjaltason, dagmaður í vél Karl Birk-
ir Júlíusson, matsveinn Aðalsteinn Aðal-
steinsson, bátsmaður Sigurgeir Pálsson
og loks 3 hásetar, þeir Hólmsteinn Sig-
urðsson, Sigmundur Valdimarsson og
Steinar Daði Haraldsson. Allt eru þetta
úrvalsmenn, hver með sína sögu og
reynslu sem dygðu í þykka bók.
Verkefni
Lestun, losun, endalaus þrif, viðhald,
eftirlit, siglingin sjálf, eldamennska og
Texti og myndir: Árni Bjarnason
Evrópurúntur
með Arnarfellinu
Sigþór skipstjóri ábúðarfullur á svip.
Kalli dagmaður að störfum.