Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Síða 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Síða 42
42 – Sjómannablaðið Víkingur Þegar vélin svo komst í lag, tókum við stefnu til lands að ég hélt, en straum- ur og vindur hafa ráðið öðru. Mikil ísing tók nú að setjast á skipið, Ioftnet slitn- aði, vírar urðu sem trjábolir og tveggja feta klakalag var á þilfari, og mjög illt að athafna sig þar. Lúkarinn hafði hálffyllt þannig að skipshöfnin varð að hafast við aftur í. Ógerningur var að ná sambandi við land. Þó vél skipsins væri nú aftur komin í sæmilegt lag, varð hún aldrei eins og áður og bilaði alltaf öðru hvoru. Verstur var þó kuldinn eftir að hitakerfið bilaði, ásamt vatnsleysinu. Vatn þraut sex dögum áður en við komum hingað, sagði skipstjórinn. Undanfarna daga höfðum við aðeins til neyzlu vatns- skammtinn úr björgunarbátunum. Á Patreksfirði hlutu skipverjar, 9 að tölu, hinar beztu viðtökur í sjúkrahúsi þar. Voru þeir að sjálfsögðu hraktir og kaldir, en allir ómeiddir og fengu engin mein af volkinu. John Holm skipstjóri rómar mjög gestrisni og hjálpfýsi Íslend- inga og alla aðstoð, sem þeim félögum var veitt, bæði á togaranum Júní og eins fólkinu á Patreksfirði.“ Laxfoss strandar Þetta sagði í blöðum þess tíma: Þau hörmulegu tíðindi gerðust föstudag- skvöldið 18. janúar s.l. að vélbáturinn Grindvíkingur fórst við landtöku í Grindavík, er hann var að koma úr róðri. Hvassviðri var, hríðarveður og myrkur, er slysið vildi til. Strandaði báturinn á Þórkötlustaðanesi, aðeins tveggja kíló- metra vegalengd frá höfninni. Með Grindvíkingi fórust fimm vaskir sjó- menn, fjórir úr Grindavík og einn af Vestfjörðum. Um miðnætti sama kvöld strandaði Laxfoss á Kjalarnestöngum. Með skipinu voru 14 farþegar, auk níu manna áhafn- ar. Stórhríð var er skipið strandaði og vissi skipshöfnin ekki hvar skipið var statt. Gátu skipsmenn greint, og þó mjög óljóst, klettabelti rétt framundan. Klukk- an um 15 mínútur yfir miðnætti, hafði varðskipi og miðunarstöðinni á Akra- nesi, tekist að miða skipið út en við miðunina var talstöð Laxfoss notuð. Skipstjórinn á Laxfoss skýrði svo frá, að sjór væri ekki kominn í vélarúm, en eitthvað vætlaði inn í það að framan. Með Laxfossi voru sem fyrr sagði 14 farþegar. Hafði skipið farið um klukkan átta um kvöldið frá Akranesi. Nokkru fyrir klukkan eitt skýrði skipstjórinn frá því að hann teldi enga hættu yfirvofandi. Nokkuð hafði fallið út eftir að skipið strandaði og sagði skipstjórinn skipið skorðað þar sem það stæði á klöppum, en veðrið hristi það til. Varðskipið, sem aðeins var í um þriggja sjómílna fjarlægð, sá ekki er Lax- foss skaut upp neyðarrakettum, enda var stórhríð, sem fyrr segir. Skipherrann á varðskipinu taldi sig ekki geta siglt á strandstað í hríðinni vegna þess að ratsjá varðskipsins væri úr lagi. Björgun skip- brotsmanna gat loks hafist um áttaleytið. Þá voru allir farþegarnir 14, og fimm af skipshöfninni, teknir í land. Var því lokið á um það bil klukkustund. Tókst björgun fólksins mjög vel, enginn blotn- aði hvað þá heldur meira og var fólkið hið hressasta er það kom í land. Hafði það orð á því við björgunarsveitina, að því hefði liðið eftir atvikum vel um borð í hinu strandaða skipi um nóttina. Vélar skipsins voru í gangi svo heitt var í því og öll ljós loguðu. Var fólkið flutt heim að Brautarholti á Kjalarnesi en þar beið þess góð hressing og aðhlynning húsmóðurinnar. Þrjú skip voru á strandstaðnum er birti. Voru það Magni, Þór og einn vél- bátur. Var í ráði að Magni reyndi að ná skipinu á flot á morgunflóði um klukk- an níu En Magna mönnum þótti ekki ráðlegt að fara svo nærri sem með þurfti til að reyna björgun, eins og veðri var háttað. Var því hætt við björgunartil- raunina og nokkru fyrir hádegi voru yfir- menn allir, ásamt skipstjóra á Laxfossi, teknir í land í björgunarstól. Aðeins afturhluti Laxfoss náðist svo út en hann sökk þegar reynt var að draga hann í Kleppsvík. 00000 Reykjanes. Myndin er tekin í Reykjavíkurhöfn. Það sýnir kolakraninn stóri – en hvenær? Hvaða önnur skip eru á myndinni? Upplýsið nú Víkinginn. - Tóti í Berjanesi/Ljósmyndasafn Vestmannaeyja

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.