Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Side 4
4 – Sjómannablaðið Víkingur
1936. Síðan eru liðin 73 ár. Þá var ég
aðeins tíu ára, en nú er ég orðinn
áttatíu og fi mm. Þetta er orðinn langur
tími og margt hefur gerst í nánd og fjar-
lægð. Margt af því er horfi ð í gleymsku
og dá, sem betur fer kannski. En einn
er sá dagur á árinu 1936, sem svo ræki-
lega festist í minni mínu, að sí og æ
rifjast það upp í huga mínum, hvað
gerðist þennan dag. Það sama á ekki við
nokkurn annan dag á árinu 1936 né
heldur nálægum árum. Þetta er mið-
vikudagurinn 16. september 1936.
Ég átti heima að Laxárholti í Mýrar-
sýslu og hreppsfélagið hét Álftanes-
hreppur. Þar fyrir sunnan tóku við Borg-
arhreppur og kauptúnið Borgarnes. Nú
munu þessi hreppanöfn heyra sögunni
til, en í staðinn er komin Borgarbyggð.
Umræddan dag var ég nokkuð
snemma á fótum, og enda þótt veðrið
væri fremur leiðinlegt fór ég fljótlega að
taka upp kartöflur. Þannig var, að um
vorið hafði faðir minn aðstoðað mig við
að brjóta niður nokkrar þúfur og jafna
úr þeim, þannig að það myndaðist lítið
flag, er nota mátti sem kartöflugarð. Síð-
an voru mér gefnar kartöflur, er ég
notaði sem útsæði í þennan litla garð, og
mér var gefið fyrirheit um, að uppskeran,
sem ég fengi með haustinu, skyldi lögð
inn í kaupfélagið í Borgarnesi og ég fengi
andvirðið, peningana, til eignar og um-
ráða. Það blasti því við, að í fyrsta skipti
á ævinni eignaðist ég peninga og það
fyrir eigin vinnu. Merk tímamót voru
framundan.
En þegar ég hafði um stund verið við
kartöfluupptektina, fór ég heim í eldhús
til mömmu til að fá mér mjólkursopa að
drekka og kannski ekki síður til að segja
henni frá því, að það liti bara vel út með
uppskeruna. En þá höfðu mömmu borist
þær fréttir í gegnum símann, að skip
hefði þá um nóttina strandað skammt
undan landi í nágrenni Straumfjarðar í
Álftaneshreppi, talið væri líklegt að um
franskt skip væri að ræða, en það væri
þó ekki fullvíst ennþá. Ég hafði aldrei til
Straumfjarðar komið né til annarra bæja
við sjávarströndina í Álftaneshreppi, en
ég hafði samt heyrt, að þarna væri mjög
skerjótt, bæði við land og langt út frá
landi, og siglingaleið hættuleg. Jafnvel
kunni ég nöfn á einhverjum skerjanna.
Ekki þekkti ég þó til slysa, sem þarna
hefðu orðið, en nú hafði eitthvað gerst
þarna í nágrenninu að kalla mátti og
barnshugurinn varð svo bundinn því, að
annað komst eiginlega ekki að í bili.
Ég þekkti vel, hvernig öldurnar
brotna á skerjunum og hvernig brimið
fossar um þau og þau áhrif hvassviðris á
sjóinn. Nú braust margt um í huga mín-
um. Voru lifandi menn að brjótast um á
milli skerjanna út af Straumfirði? Og
hvaða menn voru það, voru þeir íslensk-
ir eða útlendir? Voru þeir kannski allir
Þorsteinn Jónatansson
Pourquoi pas?
– Hvers vegna ekki? –
Charcot eftir Meg Charcot, listmálara og eiginkonu Charcot.