Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Síða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Síða 25
Sjómannablaðið Víkingur – 25 Og kötturinn hélt áfram að éta mýsnar Maðurinn var nú orðinn skrækur af hræðslu, þrýsti sér upp að veggnum frá glugganum og æpti á mig: „Ertu orðinn snarvitlaus maður! Rússarnir geta verið að fylgjast með gluggunum sem snúa beint að skipinu og skotið strax niður þann sem er að miða leyniskytturiffli að skipinu.“ Ég lét þetta eins og vind um eyrun þjóta, hvernig sem maðurinn lét, og hélt áfram að miða rifflinum til að finna besta skotfærið. Það var ekki sökum að spyrja, þegar maður er á annað borð kominn í gírinn. Að vísu voru engin skot til í byss- una, en maður hefði ekki látið slíka smá- muni stöðva sig, slíkur var ákafinn og einbeitingin. Þar sem enginn vinnufriður var vegna píkuskrækjanna í manninum, rétti ég úr mér, skellti rifflinum í kassann, smellti honum aftur og leit illilega á manninn um leið og ég gekk út úr herberginu til að fara með riffilinn aftur í geymsluna. Maðurinn var þá orðinn náfölur, þar sem hann stóð fast upp við hvítmálaðan vegginn. Sá ég á samanburðinum að ég þyrfti að fara að láta mála veggina. Þegar ég kom til baka var maðurinn horfinn. Gufaður upp. Er þetta ekki týpiskt með marga. Fá einu sinni á æv- inni snjalla hugmynd, en þegar til kast- anna kemur og á reynir, þá geta þeir ekki unnið úr henni, jafnvel þótt aðrir séu til- búnir að taka að sér aðalhlutverkið við framkvæmdina. Þora ekki neinu þegar á reynir. Þetta minnir á ævintýrið um mýsnar og köttinn, sem hafði þann vana að éta mýsnar, sem fannst það eðlilega ótækt með öllu. Allar voru þær sammála um að brýna nauðsyn bæri til að hengja bjöllu á köttinn, en engin þeirra fékkst til að framkvæma verkið, þannig að kött- urinn hélt bara áfram að éta mýsnar að venju, unz hann dó væntanlega úr offitu. Eingöngu þannig leystist vandamál músanna, sem einhver hinna eftirlifandi músa hefur vafalaust þakkað sér fyrir, eins og við þekkjum mörg dæmi um úr mannheimum. Þetta atvik rifjaðist upp fyrir mér ekki alls fyrir löngu, en þá hafði ég keypt myndskreytta enska bók, sem heitir „Out of nowhere“, sem er saga leyniskyttunn- ar frá því riffillinn í sínu fyrsta formi er fundinn upp um 1550 og til nútímans. Ég vona bara að þetta sé tilviljun, en ekki eitthvað í undirmeðvitundinni, sem bankahrunið hefur kallað fram, að minnsta kosti hef ég ekki enn þorað að byrja á bókinni og því enginn beðið enn skaða af. Gorbatsjov gat valið á milli þess að dvelja á Hótel Sögu eða um borð í eistnesku ferjunni, M/S Georg Ots, sem verið hafði í ferðum á milli Tallinn og Helsingfors síðan hún var sjósett 1980. Hann valdi síðari kostinn. Ferjan dró nafn sitt af hinum fræga eistneska baritónsöngvara, Georg Ots, er um sína daga söng öll helstu hlutverk óperunnar er hentuðu rödd hans. Morgunblaðið sagði Ots stundum kallaðan „hinn sovéska Frank Sinatra“! Bernharð Haraldsson skrifaði stórskemmtilega og fróðlega grein í jólablað Víkings á seinasta ári þar sem sagði frá danska skipstjóranum, Henrik Kurt Carlsen, og baráttu hans við að bjarga skipi sínu Flying Enterprise. Það sem færri vita er að Íslendingur sigldi eitt sinn með Carlsen. Sá hét Matthías Björns- son, fæddur Akureyringur, en lærði síðar lofskeytafræði og til vélstjórnar. Hann var lengi í siglingum, meðal annars á stríðs- árunum. Í febrúar 1945 var Matthías staddur í New York á milli skipa. Dettifoss var þá í höfninni en þar var hvert rúm skipað, var Matthíasi sagt, þegar hann reyndi að fá sig munstraðan á skipið. Í staðinn fékk hann skipspláss á leiguskipi Eimskipa- félagsins, M/S Yemassee, og sigldi í sömu skipalest heim og Dettifoss. Allir vita hvernig fór um sjóferð þá, Dettifoss var skotinn niður með hörmulegum afleiðingum. Löngu síðar rifjaði Matthías upp í viðtali við Guðjón Guðmundsson, blaðamann Morgunblaðsins, þennan örlagaríka atburð: „Við vorum tveir aftur á þegar neyðarbjallan hringdi. Það var hrikalegt að horfa á þetta og við tárfelldum. Okkur var bannað að stoppa til að bjarga áhöfn og farþegum vegna þess að önnur skip voru til staðar til björgunar. Þetta var þvílíkur sorgaratburður, að sjá ýmsa af góðum félögum hverfa í hafið og geta ekkert aðhafst.“ Matti Björns Skipstjóri M/S Yemassee var áðurnefndur Henrik Kurt Carlsen. Matti, eins og hann var jafnan kallaður, lést í desember á síðasta ári. Blessuð sé minning góðs drengs. Hilmar okkar Snorrason tók þessa mynd af Matta í ágúst 2005. Svo ætlaði ritstjórinn að hnýta við siglingasögu Matta frásögn af því þegar hann lenti í sjóhrakningum í því veðravíti sem er að fi nna suður undan Hvarfi á Græn- landi. Þar var hann á vélarvana vörufl utningaskipi í brjáluðu veðri og mátti engu muna að skipið færist. Þessa sögu sagði Matti mér oftar en einu sinni en allt hefur nú hripað úr minni mínu og eina vonin að lesendur Víkings geti hlaupið undir bagga.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.