Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Side 12
12 – Sjómannablaðið Víkingur
mig að við höfum spaugað með þessa björgunarbeltaeign úgerð-
arinnar svona yfir neyðarútganginum. Þannig var tíðarandinn.
En ég held nú samt, að við höfum farið að spá í þetta í fram-
haldi af því, að við fengum gusu þarna niður, þegar Gvendur
kastaðist á hliðina í vondu veðri á leið frá Austur Grænlandi.
Vel að merkja, hann var fljótur á réttan kjöl aftur, gamli kaf-
báturinn. En ein eða tvær smurolíutunnur, sem við áttum
bundnar við rekkverkið á bátapallinum, fóru í hafið og tóku
með sér hluta rekkverksins.
Ef matarkistan hefði bara komið upp?
Haukur: Félagi minn af Guðmundi Júní, Olav Öyahals, vél-
stjóri, settist seinna að á Flateyri og keypti með öðrum bátinn
Mumma ÍS 366. Þeir voru að byrja vertíðina frá Flateyri haustið
1964, þegar báturinn fékk á sig hnút í róðri og sökk á 3–4
mínútum. Af sex manna áhöfn fórust 4, fóru niður með bátn-
um eða hurfu fljótlega. Uppi á stýrishúsi bátsins höfðu verið
tvær kistur, önnur með gummíbjörgunarbátnum og hin með
kosti. Þegar Olav og félagi hans, Hannes Oddsson, skipstjóri,
svömluðu þarna í köldum sjónum, skaut upp annarri kistunni.
Hvor var hún? – hugsaði Olav. Hún reyndist vera sú með
björgunarbátnum. Olav er mikið hraustmenni, en þeir tveir
hefðu líka farist, ef matarkistan hefði bara komið upp; 30 klst.
liðu, þar til brezkur togari (Loch Milford) kom og bjargaði
þeim úr bátnum.2
Benedikt: Báturinn fórst út af Kópnum, óþverrastaður,
straumrastir.
Ólafur: Óvíst, hvort lesendur nú til dags geti sett sig inn í
þetta. Til þess er tómlætið um allt nema eigin hag of mikið og
getan hjá mörgum til að greina á milli raunverulegrar vinnu
og gervistarfa er horfin.
Benedikt: Harðbak gamla átti að varðveita. En hann var bara
horfinn einn morguninn. Í skjóli nætur var farið með hann. Allt
vitlaust út af þessu. Málið var komið í hendur bæjarstjórnarinn-
ar á Akureyri og búið að gera bás fyrir hann utan við Slippinn.
Hann var dreginn eða honum siglt eitthvert suðureftir og rifinn;
hann var í siglingarhæfu ástandi. Og þar fór síðasti nýsköpunar-
togarinn og sá bezt umgengni, var alltaf vel við haldið.
Í síðasta tölublaði var spurt á bls. 7, hvaðan myndin væri af
Harðbak. Hún er tekin á Fáskrúðsfirði. Á bls. 10 er talað um
gott hal af blönduðum fiski, en líklegra er, að það sé mest karfi,
belgurinn flýtur svo hátt uppi.
Haukur: Það er ófyrirgefanlegur aumingjaskapur, að við
skulum ekki eiga varðveittan einn síðutogara. Ég hef verið að
Þar til annað kemur í ljós ætlar ritstjórinn – ekki mjög skipaglöggur maður, vel að merkja – að halda því fram að myndin sýni Kaldbak EA á Íslandsmiðum.
Ljósmynd: Ásgrímur Ágústsson.
2 Bátur frá Flateyri ferst – annars saknað. Morgun-
blaðið, 1963, 51. árg., 239. tbl., bls. 1 og 12; —
Gúmbátnum skaut upp 10 mín. eftir að Mummi
sökk. Morgunblaðið, 1963, 51. árg., 239. tbl.,
bls. 1 og — Steinar J. Lúðvíksson. Þrautgóðir á
raunastund. Rvk. 1984, 16. bd, bls. 58–63.
spyrjast fyrir um, hvort hugsanlegt sé að
ná upp afturhlutanum af Guðmundi
Júní, með vélarrúmi, fýrplássi og tilheyr-
andi búnaði. Koma þessu fyrir á safna-
svæðinu á Ísafirði. Held, að það væri
mjög áhugavert. Mestu skiptir, hvernig
gengið var frá skipinu, þegar mokað var
yfir það. Mér skilst, að skrokkurinn hafi
verið fylltur af möl. En var allt inni í
skipinu molað niður? Enn hef ég ekki
fengið alveg klár svör við þessu, bíð eftir
frekari upplýsingum og held í þá von, að
hægt verði að bjarga þarna sögulegum
verðmætum. Skipið er grafið í Suður-
tanganum á Ísafirði eins og áður hefur
komið fram.