Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Qupperneq 15
Sjómannablaðið Víkingur – 15
Þeir þekktu ekki veðurlagið þarna
Benedikt: Ördeyða var hér við land, hvergi kvikindi að hafa.
Fórum kannski hringinn í kringum landið í einum túr. Þá var
Sæmundur Auðunsson sendur með Fylki vestur sumarið 1958
og Jakob Magnússon, fiskifræðing, og þeir fundu karfamið við
Nýfundnaland á Ritubanka.1 Þetta var því fyrsti veturinn á
karfa þarna, og menn höfðu ekki kynnt sér veðurlagið. Þokka-
legt veður fram að jólum, en það breyttist á útmánuðum. Á
árunum 1960–1961 komu stóru togararnir Freyr, Maí, Sigurður
og Víkingur. Við vorum á Frey við Nýfundnaland 1960–1961,
þeim veiðum var ekki hætt 1959. Á Frey var útbúnaður í for-
mastri og vöntum til að bræða ís, en ég held, að ekki hafi verið
búið að tengja hann, þegar ég var á honum. Ekki var hætt á
Nýfundnalandsmiðum, fyrr en þau voru uppurin nokkru eftir
1960. Allir voru þarna, Rússar og Þjóðverjar með stór skip og
Kanadamenn, Hollendingar, Pólverjar, óhemju floti.
Benedikt: Á mynd sjást litli og stóri, bv. Jón forseti og rúss-
neskt verksmiðjuskip á Ritubanka. Myndin er tekin um borð í
bv. Ólafi Jóhannessyni. Svona hálf míla er í skipin. Þessi stóru
skip voru þarna í Nýfundnalandsveðrinu. Þeir vissu ekkert af
því. Þetta voru skuttogarar, yfir 3000 tonn. Þeir sáu til þriggja
síðutogara, einn stefndi suðvestur mjög ísaður, sögðu blöðin.2
Ólafur: Togarar frá Nýfundnalandi fórust í þessu veðri og
kannski pólskir líka.3 Blue Wave frá St. John´s fórst með 16
manna áhöfn, en áhöfn Cape Dolphins var bjargað. Nýlega var
minnt á sjóslys í óveðrum á þessum slóðum við Nýfundna-
land árin 1959, 1966, 1979 og 1982, og
að þau hefðu öll orðið í febrúar.4 Togarinn
Ágúst frá Hafnarfirði lenti í illviðri og
mikilli ísingu á leiðinni á Nýfundna-
landsmið rétt fyrir jól 1958. Barinn var ís
dag eftir dag. Hann komst á miðin, eftir
að veðrið gekk niður og hóf strax veiðar.
Bv. Ágúst kom hlaðinn til Hafnafjarðar á
gamlársdag, og togaramönnum var vel
kunnugt, í hverskonar veðri hann hafði
lent.5
Haukur: Veiðum var sjálfhætt á Ritu-
banka í febrúar 1959 og ekki lagt í þær
aftur þarna út þann veturinn. Svo byrjuðu
þær aftur. Um 38% af öllum íslenzka
togaraaflanum kom frá Nýfundnalandi
1958 og um 44% árið 1959.6 Minn fyrsti
túr á togara var einmitt á Óla Jóh. á Ný-
fundnalandsmið. Við fórum frá Reykjavík
2. desember 1958 og komum inn til
Patreksfjarðar úr túrnum þann 18. Af
þessum tíma fóru um 5 sólarhringar í
siglingu hvora leið, svo að það tók um viku að fylla skipið.
Dúnalogn var á miðunum, en bræla hluta af leiðinni vestur.
Karfanum var landað í frystihúsið á Patró til flökunar.
Ólafur: Gæti hann hafa rifnað eins og á Elliða 1962? Hafði
Júlí verið styrktur eða var það enn ógert eins og á Elliða, þegar
hann sökk? Júlí og Elliði voru systurskip.
Benedikt: Klössun var 6, 10 og 12 ára, 12 ára var mjög stór.
Ég skal ekki fullyrða, hvort búið var að styrkja Júlí, þegar hann
fór sína síðustu ferð. Skipið var smíðað 1947 og því komið að
12 ára klössun.
Stinga mátti spannaskafti í rifurnar!
- Rætt við Benedikt Brynjólfsson, togarasjómann
- Aðrir þátttakendur: Haukur Brynjólfsson og Ólafur Grímur Björnsson
– Fimmti hluti –
Rússneskt verksmiðjuskip á Ritubanka og togarinn Jón forseti, líklegast að hala.
Myndin er tekin um borð í bv. Ólafi Jóhannessyni.
Ljósmynd: Benedikt Brynjólfsson
Ísing. Ekki auðveldustu vinnuaðstæður. Ljósmynd: Ásgrímur Ágústsson.