Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Page 17
Sjómannablaðið Víkingur – 17
ekki var á bullandi hausnum, en ók samt flottasta bílnum og
bjó í stærsta og flottasta húsinu, hvernig sem það var nú hægt
borgandi milljónir með útgerðinni.“
Benedikt: Já, grein í Morgunblaðinu, þá löngu hættur til
sjós.9 Ég stóðst ekki mátið í sjómannaverkfallinu, þegar setja
átti lög á sjómenn. Hræðslupeningar Jónasar gleymast ekki.
Þegar útgerðin þóttist vera komin í þrot, heimtuðu þeir alltaf
gengisfellingu og fengu hana, fengu sína gengisfellingu.
Benedikt: Allir nýsköpunartogararnir
sprungu líkt og Elliði. Skeði á Óla Jóh.
eins og minnzt hefur verið á áður. Hann
var svo brotinn sitt hvoru megin við há-
dekkið fyrir framan spilið, að þegar búið
var að landa í Bremerhaven eftir jólin
1957, þá var farið með skipið í viðgerð í
skipasmíðastöðinni þarna, Seebeck Werft.
Þjóðverjarnir sögðu, að þetta skip ætti
ekki að vera á floti, stinga mætti spanna-
skafti niður um rifurnar! ... við vorum
sjálfir búnir að prófa það. Svo gerðu þeir
við skipið, og við fórum heim. Við hefð-
um getað farið niður í Norðursjónum,
því við fengum gufuvitlaust veður frá
Færeyjum og á leiðarenda, og einmitt
í þeim átökum opnuðust þessar
sprungur, sem við að vísu höfðum séð
örla fyrir, en ekki hugsað meira um. Það
fórust skip í þessu veðri, og neyðarköll
heyrðust í talstöðinni allan sólar-
hringinn.
Já, farið niður eins og Elliði nokkrum
árum seinna. Hann sökk í sama veðri og þegar við vorum í
nokkuð vafasömu ástandi á Agli Skallagrímssyni á leið til Bret-
lands með ísfisk. Fengum brjálað veður fyrstu nóttina, og menn
urðu þess varir, að trollbönd höfðu losnað í sjóganginum.
Sennilega hefur stýrimaðurinn óttazt, að hluti trollsins flyti út
og færi í skrúfuna. Ég var þá sendur niður á dekk við annan
mann til þess að festa böndin. Það tókst ekki, en mig tók næst-
um því út við þetta. Mönnum var brugðið, og ekki var hugað
Júpíter GK, líklega árið 1947 á Vestfjarðamiðum. Fékk seinna nafnið Guðmundur Júní ÍS 20.
Ljósmynd: Frá Hafliða Óskarssyni.
Hvar sérð þú
enska boltann
FRIÐRIK A. JÓNSSON EHF VERÐUR Á BÁS B11 Á ÍSLENSKU
SJÁVARÚTVEGSSÝNINGUNNI 22-24 SEPTEMBER
VERIÐ VELKOMIN!
FAJ
Friðrik A. Jónsson ehf
Akralind 2 - 201 Kópavogur
S: +354 552 2111 - F: + 354 552 2115
www.maras.is
GPS-áttavitiTalstöðvar frá SAILOR
SAILOR GMDSS
AIS
CLASS-B
12 wött