Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Síða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Síða 20
 20 – Sjómannablaðið Víkingur legur fjöldi skilningarvita? Var ekki altalað á meðal togaramanna í Hafnarfirði, að bv. Ágúst hjá bæjarútgerð Hafnarfjarðar hafi lent í slæmu veðri og ísingu á Nýfundna- landsmiðum þá um jólin 1958 og áhöfnin stóð í ísbarningi dögum saman? Og hvað kom Agli til að neita hástöfum nokkrum árum síðar að fara með bv. Elliða? Það var í febrúar 1962, og þá var hann drukkinn og var fluttur um borð með valdi.13 Hvernig fór um sjóferð þá? Benedikt: Sigurður og Freyr voru alveg eins skip, fallegir skipsskrokkar og svo- leiðis sjóborgir gersamlega. Fór ekki nema tvo túra á Sigurði, en ég var á Frey lengur, mesta sjóborg, sem ég hef verið á. Eitt sinn lensuðum við á Frey fyrir Hvarf í 13 vindstigum, og það lá við, að labba mætti á inniskónum á milli hvalbaks og brúar- innar. Þessi málmþreyta hefur ekki komið fram í þýzku skipunum frá 1960, og Sig- urður og Víkingur eru hér enn á floti. Ólafur: Hans Sigurjónsson á Víkingi lofaði sjóhæfni síns skips.14 Sama segir Árni Einarsson um Maí, en hann var háseti á Maí hjá Halldóri Halldórssyni í Hafnar- firði.15 Haukur: Ég var kyndari á Agli Skalla í sölutúr til Bretlands í febrúar 1962. Við fengum vitlaust veður suður af Eyjum. Ég var á vakt niðri í vél um nóttina, þegar mest gekk á, og rólin voru orðin svo löng, að maður fékk hellur fyrir eyrun í veltun- um. Þá hefði sko mátt tala um bullandi lens. Ég man, að ég velti því fyrir mér, hvort virkilega væri að skapast hættuástand hjá okkur. Daginn eftir heyrði ég hina vanari menn ræða um, að svo hefði verið. Benedikt: Dregið var of lengi að snúa honum. Í þessu veðri sökk Elliði. Haukur: En ég var stálheppinn þessa nótt, því ég slapp við að fá skothríð í hausinn. Fremst, yfir fýr- plássinu, voru loftventlar, strokkar með túðum, sem hægt var að snúa, þeim var auðvitað snúið undan veðrinu. Undir öðrum ventlinum hafði stóll verið festur. Við venjulegar aðstæður gat kyndarinn tekið sér þar pásu í ljúfum svala frá ventl- inum. Ég mun eitthvað hafa verið að brasa við óþægt eldhólf þarna um nótt- ina, þegar skyndilega, í einni hviðunni, heyrðust miklir skruðningar og eitthvað skall á gólfinu, buldi á stólnum og þeytt- ist í allar áttir. Í ljós kom, að þetta var efni, sem safnazt hafði innan á ventilinn í áranna rás; harðar flögur líkastar kísilút- fellingum, nokkrir millimetrar á þykkt, sem hafði nú losnað og þeytzt niður úr rörinu. Hefði ég setið í stólnum, þegar þessi sending kom, þá hefði stýrimaður til viðbótar við annað vesen þurft að fara að finna saumadótið sitt, ef það hefði þá dugað til. Þarna komst ég næst því að slasast á sjó. Ekki uppi á dekki á blautum Agli Skalla, heldur niðri á fýrplássinu! „Hvað skyldi hann þola mikið?“ Benedikt: Steingrímur Trölli var einn austurþýsku tappatogaranna. Blautir voru þeir, hundleiðinlegt, hvað þeir voru blautir, en prýðis sjóskip. Þessi þoldi 45 gráður, hallamælirinn í brúnni sýndi það, og þá stóð Gvendur skipstjóri með aðra löpp- ina á brúarþilinu og sagði: „Hvað skyldi hann þola mikið?“ Guðmundur Halldórsson skipstjóri frá Bæ á Selströnd, sem við höfum áður talað um. Brot kom á Trölla í Pentlinum, vorum fullir af fiski á leið til Bretlands. Nei, Guðmundur hafði ekki áhyggjur af því, að Trölli færi yfirum, kantraði. Hann lá smá- stund, rétti sig svo við aftur. Benedikt: Ekki var komizt hjá vondum veðrum. Trúlega var það 1966, ég var annar stýrimaður á Svalbak, við vorum að toga á Skagagrunni í hæglætis veðri fyrri part dags. Fáir togarar voru fyrir Norðurlandinu, flestir fyrir austan eða vestan enda stutt í hafísinn norðurundan. Ég kom á vakt klukkan 12:30, og var þá trollið úti, en var tekið kl. rúmlega eitt. Það voru tveir pokar í trollinu, og það var látið fara aftur. Ljótur kólgubakki var kominn á norðurloftið, sjórinn dökkur og útlitið brælulegt. Um klukkan 14:45 brast svo á sem hendi væri veifað ofsa- veður af hánorðri með frosti og stórhríð. Sjór stækkaði ótrúlega miðað við hvað veðurhæðin var mikil. Ekki var um ann- að að gera en að að ná trollinu inn. Ég var í bandi við spilið, meðan ég hífði, enda eins gott því ég flaut þrisvar upp og í eitt skiptið upp undir brúarglugga. Ekki þarf að spyrja, hvernig farið hefði, ef ég hefði ekki verið í bandinu. Og inn- fyrir náðist trollið að lokum. En fátt var um flóttaleiðir; ófært fyrir Horn vegna íss. Tekin var sú ákvörðun að lensa inn með Skaga að vestanverðu og freista þess að komast í höfn á Skagaströnd. En þeg- ar við vorum komnir inn fyrir Kálfs- hamarsvík, fréttum við, að vélbáturinn Stígandi væri sokkinn í höfninni þar. Þá var sú von úti, skipið þegar farið að lask- ast af brotsjóum, loftventillinn fyrir fír- plássið bakborðsmegin farinn veg allrar veraldar, og ventillinn stjórnborðsmegin lá í ganginum. Skipið var að yfirísast og ástandið sem sagt slæmt. Ekki var annað í stöðunni en varpa ankerum undir Höfð- anum við Skagaströnd, en skjól var þar ekkert, því norðanáttin stóð inn með. Bræðurnir Haukur (til vinstri) og Benedikt Brynjólfssynir. Myndin er tekin á jólum 2010. Á Óla Jóh. Pokinn hífður inn. Einar Ásgeirsson snýr baki í myndavélina. Hann bíður eftir, að pok- inn komi inn fyrir, til að geta losað hann. Upp- setning á stíum bendir til, að þetta séu karfaveiðar. Bakreipið sést vel og til vinstri ber loftgilsinn við himinn.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.