Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Qupperneq 23
Sjómannablaðið Víkingur – 23
Frásögn þessa, af sjóhrakningum m/s
Drangajökuls austur af Hvarfi á
Grænlandi í janúar 1953, skráði Eyjólf-
ur, að hluta eftir frásögn Matthíasar
Björnssonar loftskeytamanns. Matthías-
ar var minnst í síðasta tölublaði en
Eyjólfur lést 10. ágúst síðastliðinn. Nú
sigla þeir félagarnir blíðan sjó og
skeggræða um horfna tíma.
Veðrið skellur á
Ég hafði fengið pláss á m/s Drangajökli
1., áður Foldin, sem loftskeytamaður.
Drangajökull var lítið skip, 630 brúttó
rúmlestir, en gott sjóskip, í eigu Sölu-
miðstöðvar Hraðfrystihúsanna. Skipstjóri
var Ingólfur Möller. Skipið lá við land-
festar í friðarhöfn í Vestmannaeyjum,
sem var síðasta lestunarhöfnin. Ferðinni
var heitið til New York með fullfermi af
freðfiski. Sextán menn voru í áhöfn.
Austan stormur var og mikill súgur í
höfninni. Harkalega rykkti í landfestar.
Ingólfur vildi hraða brottför og skip-
verjar kepptust við að sjóbúa skipið, sem
tók nokkurn tíma, því að í Ameríku sigl-
ingum voru bómustög og blakkir í
möstrum tekin niður, til að forðast ís-
ingu. Látið var úr höfn um miðnætti, 23.
janúar 1953. Ferðin sóttist vel í fyrstu,
en brátt skall á aftaka veður af norðvestri
með hörku frosti. Undir kvöldið á þriðja
degi birtist allt í einu borgarísjaki rétt
framan við skipið. Skyggni var slæmt.
Naumlega tókst að komast hjá árekstri
með því móti að beita vélarafli til hins
ýtrasta og miklu álagi á stýri. Skipið var
nú statt 90 sjómílur austur af Hvarfi á
Grænlandi.
Reynt var að halda sjó í norðvestan
fárviðrinu, með öllu tiltæku vélarafli.
Skipstjóri bað mig að ná sambandi í
gegnum Reykjavíkur radío, sem tókst og
var Ólafi Þórðarsyni, farstjóri Jökla, sagt
frá ástandinu. Stuttu seinna slitnuðu
niðurtök loftleiða og þar með vorum við
orðnir sambandslausir. Nú varð að grípa
til örþrifaráða, fara upp á brúarþakið í
þeirri von að geta fangað niðurtakið.
Ingólfur skipstjóri samþykkti ráðagerð-
ina og þrír saman, ég og hásetarnir,
Eyjólfur Guðjónsson, síðar yfirstýrimað-
ur og skipstjóri hjá Jöklum til margra
ára, og Sverrir Erlendsson, síðar skip-
stjóri á b/v Úranusi í eigu Tryggva
Ófeigssonar, paufuðumst af stað í veður-
ofsanum. Ekki var um annað að ræða en
að binda sig fasta við brúarþakið þar sem
við biðum og vonuðum. Ráðagerðin
tókst og með aðstoð Eyjólfs og Sverris
var ég fljótur að tengja niðurtakið við
raforku skipsins.
Stjórnlausir
Undir miðnætti aðfaranótt 25. janúar
rifnaði glussadæla stýrisvélar. Þó mátti
Eyjólfur Guðjónsson
Í fárviðri á stjórnlausu skipi
Drangajökull lestar tunnur í Flekkufirði í Noregi 31. júlí 1956. Skipið var smíðað í Kalmar í Svíþjóð árið 1947 fyrir Skipafélagið Fold hf í Reykjavík. Skipstjóri var
Ingólfur Möller og fylgdi hann skipinu yfir til Jökla árið 1952. „Það gat verið erfitt að ráða við skipið ólestað og þýddi ekkert að sigla beint á móti sjó og vindi. Ef
skipið var tómt fylltum við botntanka þess af sjó svo það lægi betur,“ rifjaði Ingólfur Möller upp í samtali við söguritara Jökla árið 1996.