Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Síða 25
Sjómannablaðið Víkingur – 25
var að láni frá Vélsmiðjunni Héðni.
Geir tók að sér að sjóða saman stálbolt-
ana sem festu stýrisrammann – hann
„brasaði“ þá saman, eins og það var
kallað, við ógnarhita. Um rafsuðu með
gas og súr var ekki að ræða um borð.
Viðgerð þessi var eingöngu möguleg
vegna þess að Ingólfi tókst að snúa
skipinu þannig að Geir gat notað renni-
bekkinn, sem staðsettur var bakborðs-
megin í vélarrúminu. Ég man ekki betur
en að karlarnir í vélarrúminu þyrftu að
halda bekknum á lofti svo að Geir gæti
unnið við hann, svo mikill var hallinn á
skipinu
Viðgerðin tókst vel og þriðjudaginn
27. janúar, þegar veðrið hafði að nokkru
gengið niður, var skipinu snúið undan
og haldið með hægri ferð áleiðis til
Reykjavíkur.
Þrír sólarhringar voru liðnir frá því
fárviðrið skall á og hafði Ingólfur staðið
allan þann tíma á stjórnpalli. Ekki verð-
ur efast um það að öruggar og hárréttar
skipanir hans leiddu til þess að við náð-
um heilir til hafnar úr þessum hildarleik.
Laugardaginn 31. janúar sigldum við
aftur inná Reykjavíkurhöfn og ég sé
ennþá fyrir mér mörg vot augu þeirra er
tóku á móti ástvinum sínum sem heim
komu úr þessari erfiðu ferð. Þakkir eru
allri áhöfn færðar og þá sérstaklega
Ingólfi Möller.
Morgunblaðið var líka felmtri slegið. Hinn 1. febrúar stóð feitletrað á forsíðu: „Mesta fárviðri í manna
minnum gekk yfir Bretlandseyjar“. Og í undirfyrirsögn: „3000 smál, skip með 180 farþegum sökk við
Írland“ – og þess getið að leit stæði yfir í brakinu. Daginn eftir var á forsíðu: „Hundruð manna hafa farizt í
flóðunum í Vestu-Evrópu“. Og í undirfyrirsögn: „Ekkert hefur heyrzt til 200 brezkra togara, sem voru á
veiðum á fárviðrasvæðinu“.
Ekki varð hvíld áhafnarinnar á Dranga-
jökli löng. Hinn 3. febrúar 1953 birtist
eftirfarandi í skipafréttum Morgun-
blaðsins:
H. f. J Ö K L A R
Vatnajökull var vestur af Norður-Spáni
í gærmorgun á leið til Ísrael. Dranga-
jökull fór frá Rvík áleiðis til New York
í gærmorgun.