Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Side 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Side 26
26 – Sjómannablaðið Víkingur Því sést stundum haldið fram, að auk þess sem nýta megi hvali eins og hverja aðra auðlind hafsins, enda sé ekki gengið of nærri stofnum þeirra, sé nauð synlegt að halda fjölda þessara stóru sjávarspen dýra í skefjum, þar sem þau keppi við okkur um gæði hafsins, annars vegar með því að éta fiska, sem að öðrum kosti gætu veiðst í net eða á línur fiskimanna, en ekki síður af því að stærstu hvalirnir, skíðis hvalirnir, lifa einkum á ýmsum smádýrum í dýra- svifinu, sem einu nafni kallast áta, og eru undir staða fæðu flestra stærri sjáv- ardýra, þar með flestra eða allra nytja- fiska. Hvalir skipta máli Frá ómunatíð, allt þar til menn náðu tökum á sæmilega skilvirkri tækni við hvalveiðar, var marg falt meira um hval í öllum höfum en nú er, þrátt fyrir nokk- urra áratuga friðun, sem raunar bar mis- góðan árangur. Samkvæmt fyrrgreindum rökum áköfustu hvalveiðisinna mætti ætla (þó þeir geri það vissulega ekki sjálfir) að höfin væru nú iðandi af svifi sem stæði undir vænum stofnum fiska og annarra sjávar dýra eins og raunin var áður, á meðan nóg var af hval en því er öfugt farið. Eitthvað hefur farið úrskeið- is, og það meira en lítið. Ekki aðeins stofnar nytjafiska, heldur heildarmassi þeirra lífvera sem í úthöfunum þrífast, hefur dregist verulega saman. Ljóst er að rýrnunin verður rakin til umsvifa manna, en inngrip okkar í vistkerfi sjávar eru margvísleg og oft erfitt að rekja orsakatengsl. Þegar frá eru talin sérkennileg líffélög í sprungum á djúpsjávarbotni, sem sækja orku og hráefni í heita hveri, takmarkast lífmassinn í hafinu – magn þeirra lífvera sem þar þrífst – af magni lífrænnar fæðu, sem grænn gróður framleiðir við ljóstil- lífun. Sem næst öll ljóstillífun í hafinu fer fram í smá sæjum, grænum einfrum- ungum – plöntusvifinu – og einungis í yfir borðs lögum sjávar, þar sem sólar ljóss gætir. Fæstar af þessum örverum geta synt eða flotið; megnið af plöntusvifinu (og dýra svifið raunar líka) sekkur smám saman niður á hafsbotn. Með svifinu sökkva næringarefni, hráefni til ljóstil- lífunar. Hafstraumar, vindar og annað umrót í sjónum skilar nokkru af þessum „áburðarefnum“ upp undir yfirborð. Mest fer fyrir því á veturna. En jafnframt því sem geislar sólar leggja fram orku til ljóstillífunar, hita þeir vatnið næst yfirborði sjávar, og því meir sem sólskinið er öflugra. Í kyrrum sjó, einkum að sumarlagi, flýtur léttur, hlýr yfir borðs sjór ofan á kaldari sjó og hættir að blandast honum. Þar á milli verða allskörp skil, hitaskiptalag (ther- mocline). Eftir sem áður sekkur svifið, svo skortur verður á næringu yfir hita- skipta laginu, einmitt á þeim tíma árs sem hún myndi nýtast best. Með hlýnandi loftslagi, sem flestir sjá nú fram á, munu þessi áhrif eflast og þar með enn draga úr fram færslu getu úthaf- anna á lífmassa. Og það eru ekki bara svifverur, lifandi eða dauðar, sem sökkva niður fyrir hita- skiptalagið og er þar með kippt út úr hringrás ljóstillífunarinnar í lengd eða bráð. Má auk þess nefna saur ýmissa dýra, sem lifa á plöntusvifinu eða ofar í fæðukeðjum grunn sæv is ins. Stofnun með aðsetur í Tasmaníu, Australian Antarctic Division, vinnur að rannsóknum á vist kerfum suður hafa. Hópur fræðimanna á hennar vegum hefur, í sérfræðilegum greinum í Nature og fleiri vísindaritum, bent á að hvalir komi hér við sögu – og ekki einungis með því að keppa við okkur um sjávar- fang. Nýlega birti einn af oddvitum hópsins, Steve Nicol, fróðlega samantekt í enska viku ritinu New Scientist,1 og það sem hér er skráð er einkum sótt þangað. Af hverju skipta hvalir máli? Rétt eins og líffélög ofansjávar þarf plöntusvifið í sjónum – og þær lífverur sem beint eða óbeint sækja fæðu í það – að fá ákveðin efni til að þrífast. Nóg fæst alltaf af af kolefni úr koltvíoxíði sem leysist í sjónum. En framboð á ýmsum öðrum efnum takmarkar fæðufram leiðslu á vissum svæðum eða tímum í hafinu. Víða er til dæmis skortur á járni. Ef vatnsleysnum járnsöltum er þar bætt í yfirborðssjó margfaldast gróskan í plöntu svifinu. Framleiðni hafs fer þannig eftir því hve ört nauðsynleg næringarefni berast 1 Steve Nicol. Guardians of the Ocean. New Scientist 211/2820, 9. júlí 2011, bls. 36–39. Örnólfur Thorlacius Megum v ið mis sa hva l ina úr fæðukeð junni?

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.