Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Side 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Side 28
28 – Sjómannablaðið Víkingur saur þeirra dreifast sem fljótandi áburður um yfirborðslög hafsins. Fyrir skömmu létu Nicol og félagar hans efnagreina saur úr reyðarhvölum í suður höfum, og járnstyrkurinn mældist að minnsta kosti tíu milljón sinnum meiri en í hafsvatn- inu umhverfis strókana. Fiskum fjölgar í hafinu við fjölgun hvala Eins og nú er komið gegna hvalir senni- lega aðeins óverulegu hlutverki við áburðardreifingu í úthöf unum. En af skrám um afla hvalfangara frá fyrri tím- um er ljóst að þá syntu milljónir stór- hvela í höfunum kringum Suður skauts- land á sumrin, og áhrif þeirra á um- hverfið hafa að sama skapi verið meiri en nú, enda liggur fyrir að á meðan þessi mergð hvala lifði í höfunum var þar mun meira af átu en nú. Við skulum nú halda okkur um sinn við sjóinn umhverfis Suðurskautsland. Því fleiri sem hvalirnir eru, þeim mun meiri „áburð“ bera þeir á yfirborðslög hafsins. Við það eykst gróska plöntu- svifsins, ljósátan fær meiri fæðu og þar með hvalirnir. Með fjölgun þeirra aukast afköst alls vistkerfisins. Hér er það járnið sem setur stærð vistkerfisins takmörk. Og reyðarhvalirnir losuðu járnið úr átunni svo það nýttist plöntusvifinu til ljóstillífunar. Með hvalveiðunum raskaðist hringrás járns- ins, sem varð til þess að líf massinn, heildarmagn lifandi vera í hafinu, dróst saman. Hafið stóð einfaldlega ekki undir jafnmiklu lífi og fyrr. Í öðrum sjávarvistkerfum ráða trúlega sömu meginreglur, þótt aðrar tegundir standi að fæðu keðj unum en í suðurhöf- um, og hugsanlega takmarki önnur snefilefni en járn ljóstillífunina. Og selflutningur hvala og annarra stórra dýra, sem anda með lungum, á steinefnum á milli botns og yfir borðs sjávar gæti jafnvel haft enn víðtækari áhrif en hér hefur verið greint frá. Ljós- tillífun í hafi bindur koltvíoxíð úr gufu- hvolfi jarðar, og aukning á henni gæti því unnið gegn þeim gróðurhúsa áhrifum, sem margir óttast að raski nú jafnvægi loftslags á jörðinni. Það ætti ekki að koma þeim vistfræð- ingum á óvart, sem kunnugir eru líf- félögum á landi, að stór dýr móta vist- kerfin sem þau eru hluti af. Nægir að benda á, hvernig fílar velta trjám með rótum til að komast að laufkrónunum. Í hafinu eru stærstu dýrin, hvalirnir, löngu orðnir svo fágætir vegna ofveiði að áhrif þeirra á jafnvægi í vist kerfum verða helst metin af sögulegum gögnum. Þær rannsóknir sem hér hefur verið vikið að benda til þess að stórir hvalastofnar stuðli eftir ýmsum leiðum að grósku í plöntusvifi úthafanna, og auki þannig heildarmagn lífs – lífmassann – í höf- unum. Rétt er að taka fram að þessar rann- sóknir eru enn á frumstigi. En þær nið- urstöður sem fyrir liggja benda til þess að ef stofnar hvala og annarra stórra sjávardýra fengju að vaxa í friði þar til fyrra jafnvægi væri náð, yxu fiskistofn- arnir með þeim. Í því færu saman hags- munir verndunarsinna og veiðimanna, og meira og fjölbreyttara líf þrifist í höfunum. Hvalir á Main-flóa en við flóann sunnanverðan stendur stórborgin Boston sem er mörgum Íslendingum að góðu kunn. Hver er maðurinn? Þessa mynd er að finna í Ljósmyndasafni Austurlands, talin vera af Ísleifi nokkrum skip- stjóra á Hafnarey. Föðurnafns er ekki getið. Hvað segja lesendur Víkingsins um þessa til- gátu? Netjið á ritstjórann (jonhjalta@simnet.is), nú eða hringið (862-6515) sem er taf- samara. Sögur mega fljóta með af manninum (hver sem hann nú er), skipinu sem hann tengist eða öðru sem ykkur þætti verra að færi í glatkistuna. Austfirðingar, látið nú ekki ykkar eftir liggja, Víkingurinn hefur saknað þess að fá ekki fleiri frásagnir að austan. Við þetta skal hnýtt að myndin kemur upphaflega úr safni Vikublaðsins Austra og hefur birst á hinum ágæta myndavef Héraðsskjalasafns Austfirðinga, www.heraust.is/. Er þetta Ísleifur?

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.