Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Qupperneq 30
30 – Sjómannablaðið Víkingur
mikið að það fraus strax yfir gatið. Einnig brotnaði stýrisvélin
þegar báturinn kastaðist afturábak. Við það brotnaði tveggja
tommu stálbolti sem tengdi saman tvo stálarma.
Nú rak okkur fyrir sjó og vindi en eftir um tvo tíma tókst
okkur að koma nýjum pinna í við hinar verstu aðstæður á
dekkinu. Þarna máttum við bjástra fyrir aftan stýrishúsið í
stöðugri ágjöf og frosti.
Ísinn barinn af
Mér fannst báturinn orðinn leiðinlegur á veltunni enda yfir-
ísaður. Skreið ég þá upp á stýrishúsið með öxi og batt mig við
radarinn og hjó þannig ísinn af stýrishúsþakinu. Hálf ömurlegt
gamlárskvöld það. En það munaði um ísinn sem ég losaði af
þakinu og hreyfingar bátsins urðu miklu eðlilegri á eftir.
Um kl. 04.00 komumst við af stað aftur, þá staddir um 25
mílur undan Long Island en þangað stefndum við. Sex klukku-
stundum síðar vorum við loks komnir upp undir eyjuna. Sigld-
um austur með landi. Sjórok og ísbarningur allan daginn. Mikið
frost.
Þriðjudagur 1. janúar 1963: Long Island liggur í austur frá
New York og er um 110 mílna löng. Nú var lónað austur um og
látið reka við Montauk Point, við austurenda eyjarinnar. Eftir
hádegi var þess freistað að halda áfram til Block Island, sem er
eyja 15 mílum austar og 55 mílum frá New Bedford, en við
neyddumst til að snúa við sökum veðurs. Ísbarningurinn hélt
áfram og sama rokið geisaði.
Miðvikudagur 2. janúar: Eftir miðnætti fer að lægja. Við
leggjum af stað kl 06.00. Norðanátt 20-30 mílur. Bjart veður.
Kl. 12.30 kastað um 15 sjómílum suður af Gay Head. 20-30
körfur af Yellow Tail í holi. Togað í einn og hálfan tíma.
Fimmtudagur 3. janúar: Við veiðar á svipuðum slóðum, afli
svipaður. Norðan gola.
Föstudagur 4. janúar: Kl. 01.00 lagt af stað til New Bedford.
Sex klukkustundum síðar leggjumst við þar að bryggju og lönd-
um 20.000 pundum af Yellow Tail og 2.800 pundum af flúka.
Kveðjur til Íslands
Ég get ekki skilist við þessa sjóferð án þess að minnast á annan
bát, Austin W. Hann var við veiðar á sömu slóðum og við út
af New York og sneri til lands um svipað leyti og við. Raunar
sáum við til hans annað slagið á siglingunni en hann kom
aldrei fram né sjö manna áhöfn. Vafalítið hefur ísinn hvolft
honum að lokum.
Ég bið svo að heilsa öllum kunningjunum á Íslandi, sérstak-
lega skólafélögunum úr Stýrimannaskólanum 1950.
Þær geta orðið sæmilega stórar flúkurnar (fluke á frummálinu), eins og
myndin sýnir, en til eru nokkrar tegundir flúka.
„SONUR OKKAR
PABBA“
Það var fyrir alllöngu síðan í sveit einni á Norðurlandi,
búsældarlegri og grösugri, að á jörð einni bjuggu feðgar
tveir. Ráku þeir bú saman af miklum dugnaði, voru sann-
kallaðir þrifabændur og nutu af því virðingar. Innanhúss
var allt annar bragur, þrifnaður og matseld í lakasta lagi.
Nú verður að ráði, að með hjálp Bændasamtakanna fyrir
sunnan, fengju þeir sér ráðskonu. Var hún á góðum aldri
og heldur heppin með andlit og kropp. Brá fljótt til betri
vegar innanstokks.
Brátt fór sá orðrómur um sveitina, að ráðskonan byggði
ekki rúm sitt ein á nóttum.
Skal nú þess getið, að siðferði í sveitinni var með mikl-
um ágætum og börn utan hjónabands nokkru fátíðari en
svartir svanir og sannir kratar.
Konur höfðu með sér félagsskap, sem saumaklúbbur
nefndist. Hittust þær einu sinni í mánuði, fjórða hvern
sunnudag eftir messu, á heimili prestsins. Tíðindalaust er
af hannyrðum, en þær gæddu sér á heitu súkkulaði með
ágætum rjóma, þeyttum. Héldu þær litlafingri beinum, eins
og gert er í útlöndum; en það höfðu þær séð í kvennaritinu
„Alt for damerne“, sem prestsmaddaman keypti, enda
kunni hún dönsku. Ræddu þær einkum siðgæði þeirra
feðganna, sem ráðskonuna höfðu fengið. Töldu þær, að þar
væri sonurinn að verki, enda lítt ábyrgur og hneigður fyrir
glaumgosalegt líferni.
Karlarnir höfðu með sér kór. Æfingar voru annan
hvern fimmtudag og sungu þeir ættjarðarlög af elju. Hina
fimmtudagana riðu þeir út og höfðu þá þorstavara í
hnakktöskunni. Ræddu þeir einnig þetta mál og töldu, að
þar væri sá gamli að verki, enda útsmoginn til flestra hluta,
þótt hægt færi.
Nú gerist það, að ráðskonan verður barni aukin. Ber
hún þunga sinn með prýði og elur í fyllingu tímans dá-
fallegan son. Var hann allur í föðurættina. Nefndur var
hann eftir afa sínum, fékk nafnið Jón, en til styttingar
kallaður Nonni.
Hið annað ævivor Nonna litla var efnt til skemmtunar í
félagsheimili sveitarinnar. Fóru þangað allir, sem heiman-
gengt áttu, einnig sonurinn og Nonni litli. Kjáðu konur
mjög í Nonna litla og dásömuðu sakir fríðleiks. Í kurteisi
sinni spurðu þær soninn, hvaða barn þetta væri, en hann
svaraði að bragði: „Þetta er hann Nonni litli, sonur okkar
pabba.“
(Sögn frá síðustu öld.)